Sviðsmyndagreining stjórnvalda vegna WOW air fæst ekki afhent Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2019 12:00 Sviðsmyndagreiningin vegna stöðu WOW air var unnin af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins fyrir ráðherranefnd. vísir/vilhelm Sviðsmyndagreining sem fjármála- og efnahagsráðuneytið vann fyrir ráðherranefnd vegna stöðu WOW air og hvaða áhrif það gæti haft á efnahagslífið ef fyrirtækið fer í gjaldþrot fæst ekki afhent. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa fjármálaráðuneytisins við beiðni fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um að fá sviðsmyndagreiningu stjórnvalda vegna stöðu WOW air afhenta. Fréttastofan óskaði eftir aðgang að sviðsmyndagreiningunni í ljósi óvissunnar sem ríkt hefur um stöðu WOW air og mismunandi sviðsmyndagreininga um áhrifin af gjaldþroti sem fjölmiðlar hafa fjallað um, meðal annars með tilliti til áhrifa á þjóðarbúið, fækkun ferðamanna og atvinnuleysistölur. Ráðuneytið hafnaði beiðninni með vísan til þess að samkvæmt upplýsingalögum nái réttur almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, ekki til gagna sem tekin hafa verið saman fyrir ráðherrafundi. Fréttastofan hefur kært þessa synjun ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Misdökkar myndir dregnar upp Í þeim greiningum sem fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna dag hafa verið dregnar upp misdökkar myndir af því hvaða áhrif gjaldþrot WOW air gæti haft á þjóðarbúið. Þannig meta Samtök ferðaþjónustunnar það til dæmis sem svo að ef ekkert kæmi í staðinn fyrir WOW air á markaðnum að 2000 til 4000 manns gætu misst vinnuna og að 107 milljarða gjaldeyristekjur gætu tapast. Það er síðan mat Hörpu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, að ekki þurfi að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins ef ekki tekst að koma rekstri WOW air fyrir vind. Þannig yrðu áhrifin á fjármálakerfið afar lítil þar sem skuldbindingar félagsins í íslenskum fjármálafyrirtækjum væru afar litlar. „Ef það dregur úr ferðamannastraumnum þá minnka náttúrulega útflutningstekjur þjóðarinnar en þetta yrði ekki meiri búhnykkur en hver annar aflabrestur og við höfum oft farið í gegnum það,“ sagði Harpa sem telur jafnframt að markaðurinn verði fljótur að aðlagast nýjum aðstæðum gangi dæmið ekki upp hjá WOW air.Rætt við fjárfesta um mögulega aðkomu að rekstri WOW air Í gær tilkynnti WOW air að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar hafa því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, því ekki lengur eini eigandi þess. Hann er hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og er áfram forstjóri fyrirtækisins. WOW air leitar nú að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt sé að tryggja áframahaldandi rekstur flugfélagsins. Greindi félagið frá því í gær að viðræður við mögulega fjárfesta væru hafnar. Beinast viðræðurnar meðal annars að bandaríska fjárfestingafélaginu Indigo Partners, að því er greint er frá í Markaðnum í dag, en í síðustu viku var sagt frá því að félagið hefði hætt við að fjárfesta í WOW air fyrir allt að 90 milljónir dollara, eða sem samsvarar 10,5 milljörðum króna.Skúli bjartsýnn á framhaldið Í viðtali við fréttastofu í gær sagði Skúli að hann væri bjartsýnn á framhaldið. Starfsmenn myndu fá greidd laun nú um mánaðamótin, neytendum væri óhætt að panta sér flug með WOW air og þá ættu ekki verða neinar raskanir á flugi. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar voru flug félagsins á áætlun í morgun fyrir utan flug til Kaupmannahafnar sem átti að fara klukkan hálfsjö en er áætlað að fari af stað klukkan hálfþrjú. Alþingi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Mikill viðsnúningur í söluræðu Skúla Viðskiptaáætlun til 2021 gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins. Lausafjárstaðan verði jákvæð um meira en milljarð í júní. Eigandi 51 prósents hlutar með forgang að arðgreiðslum. Indigo aftur fengið að borðinu. 27. mars 2019 06:00 Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59 Yrði eins og hver annar aflabrestur Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. 26. mars 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Sviðsmyndagreining sem fjármála- og efnahagsráðuneytið vann fyrir ráðherranefnd vegna stöðu WOW air og hvaða áhrif það gæti haft á efnahagslífið ef fyrirtækið fer í gjaldþrot fæst ekki afhent. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa fjármálaráðuneytisins við beiðni fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um að fá sviðsmyndagreiningu stjórnvalda vegna stöðu WOW air afhenta. Fréttastofan óskaði eftir aðgang að sviðsmyndagreiningunni í ljósi óvissunnar sem ríkt hefur um stöðu WOW air og mismunandi sviðsmyndagreininga um áhrifin af gjaldþroti sem fjölmiðlar hafa fjallað um, meðal annars með tilliti til áhrifa á þjóðarbúið, fækkun ferðamanna og atvinnuleysistölur. Ráðuneytið hafnaði beiðninni með vísan til þess að samkvæmt upplýsingalögum nái réttur almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, ekki til gagna sem tekin hafa verið saman fyrir ráðherrafundi. Fréttastofan hefur kært þessa synjun ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Misdökkar myndir dregnar upp Í þeim greiningum sem fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna dag hafa verið dregnar upp misdökkar myndir af því hvaða áhrif gjaldþrot WOW air gæti haft á þjóðarbúið. Þannig meta Samtök ferðaþjónustunnar það til dæmis sem svo að ef ekkert kæmi í staðinn fyrir WOW air á markaðnum að 2000 til 4000 manns gætu misst vinnuna og að 107 milljarða gjaldeyristekjur gætu tapast. Það er síðan mat Hörpu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, að ekki þurfi að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins ef ekki tekst að koma rekstri WOW air fyrir vind. Þannig yrðu áhrifin á fjármálakerfið afar lítil þar sem skuldbindingar félagsins í íslenskum fjármálafyrirtækjum væru afar litlar. „Ef það dregur úr ferðamannastraumnum þá minnka náttúrulega útflutningstekjur þjóðarinnar en þetta yrði ekki meiri búhnykkur en hver annar aflabrestur og við höfum oft farið í gegnum það,“ sagði Harpa sem telur jafnframt að markaðurinn verði fljótur að aðlagast nýjum aðstæðum gangi dæmið ekki upp hjá WOW air.Rætt við fjárfesta um mögulega aðkomu að rekstri WOW air Í gær tilkynnti WOW air að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar hafa því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, því ekki lengur eini eigandi þess. Hann er hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og er áfram forstjóri fyrirtækisins. WOW air leitar nú að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt sé að tryggja áframahaldandi rekstur flugfélagsins. Greindi félagið frá því í gær að viðræður við mögulega fjárfesta væru hafnar. Beinast viðræðurnar meðal annars að bandaríska fjárfestingafélaginu Indigo Partners, að því er greint er frá í Markaðnum í dag, en í síðustu viku var sagt frá því að félagið hefði hætt við að fjárfesta í WOW air fyrir allt að 90 milljónir dollara, eða sem samsvarar 10,5 milljörðum króna.Skúli bjartsýnn á framhaldið Í viðtali við fréttastofu í gær sagði Skúli að hann væri bjartsýnn á framhaldið. Starfsmenn myndu fá greidd laun nú um mánaðamótin, neytendum væri óhætt að panta sér flug með WOW air og þá ættu ekki verða neinar raskanir á flugi. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar voru flug félagsins á áætlun í morgun fyrir utan flug til Kaupmannahafnar sem átti að fara klukkan hálfsjö en er áætlað að fari af stað klukkan hálfþrjú.
Alþingi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Mikill viðsnúningur í söluræðu Skúla Viðskiptaáætlun til 2021 gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins. Lausafjárstaðan verði jákvæð um meira en milljarð í júní. Eigandi 51 prósents hlutar með forgang að arðgreiðslum. Indigo aftur fengið að borðinu. 27. mars 2019 06:00 Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59 Yrði eins og hver annar aflabrestur Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. 26. mars 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Mikill viðsnúningur í söluræðu Skúla Viðskiptaáætlun til 2021 gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins. Lausafjárstaðan verði jákvæð um meira en milljarð í júní. Eigandi 51 prósents hlutar með forgang að arðgreiðslum. Indigo aftur fengið að borðinu. 27. mars 2019 06:00
Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59
Yrði eins og hver annar aflabrestur Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. 26. mars 2019 20:00