Gobert setti troðslumet í sigri á Phoenix Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. mars 2019 07:45 Gobert kann að troða boltanum vísir/getty Rudy Gobert setti troðslumet í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Utah Jazz vann þægilegan 125-92 sigur á Phoenix Suns í nótt. Utah leiddi leikinn nær allan tímann og var tuttugu stigum yfir í hálfleik. Gobert tróð sendingu frá Donovan Mitchell ofan í körfuna í öðrum leikhluta og það var troðsla númer 270 hjá honum á tímabilinu. Síðan NBA deildin fór að taka saman tölfræði um troðslur árið 1997 hefur enginn náð fleiri troðslum á einu tímabili, Dwight Howard náði best 269 tímabilið 2007-08. Gobert kláraði leikinn með 275 troðslur. Devin Booker fór á kostum fyrir lið Phoenix í leiknum og setti 59 stig. Booker er aðeins 22 ára og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögunni til þess að fara yfir 50 stig í NBA deildinni áður en hann verður 23 ára gamall. Hinir þrír eru LeBron James, Rick Barry og Kyrie Irving. Stórleikur Booker skilaði þó engu fyrir Phoenix. Season-high 27 PTS with 10 REB for @rudygobert27 in the @utahjazz victory! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/BLZcFiSd9b — NBA (@NBA) March 26, 2019 Portland Trail Blazers hafði betur gegn Brooklyn Nets í tvíframlengdum leik en sigurinn reyndist þeim dýr, þeir misstu einn af byrjunarliðsmönnum sínum í alvarleg meiðsli. Það var mikil spenna í Portland og allt í járnum. Jusuf Nurkic var nýbúinn að koma Portland tveimur stigum yfir þegar liðið var á seinni framlenginguna þegar fóturinn á honum beygðist illa og það þurfti að bera hann út af á sjúkrabörum. Portland endaði á því að vinna leikinn 148-144 og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, en það gæti reynst þeim mjög erfitt að missa Nurkic, sem er búinn að eiga eitt sitt besta tímabil á ferlinum. Nurkic var stigahæstur leikmanna Portland í leiknum með 32 stig og 16 fráköst.@Dame_Lillard goes off for 31 PTS, 12 AST against BKN as the @trailblazers secure an #NBAPlayoffs berth! #RipCitypic.twitter.com/0LYwGhtTRt — NBA (@NBA) March 26, 2019 Í Memphis hafa heimamenn í Grizzlies gert heimavöll sinn að algjöru vígi síðustu vikur og unnið fimm heimaleiki í marsmánuði, alla þeirra á móti liðum sem eru í úrslitakeppnissætum. Síðasti heimasigurinn kom í nótt gegn sterku liði Oklahoma City Thunder, 115-103. „Þeir áttu þetta skilið. Frammistaða þeirra var betri, þeir yfirspiluðu okkur, settu leikinn betur upp, gerðu allt betur heldur en við,“ sagði Billy Donovan, þjálfari Thunder eftir leikinn. Bruno Caboclo átti sinn besta leik á tímabilinu til þessa með 24 stig og Tyler Dorsey bætti 21 stigi við fyrir heimamenn.A career-high 24 PTS with 11 REB from @Bruno_Caboclo guides the @memgrizz victory! #GrindCitypic.twitter.com/503qHYZyTs — NBA (@NBA) March 26, 2019Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Philadelphia 76ers 119-98 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 115-103 Utah Jazz - Phoenix Suns 125-98 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 148-144 NBA Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Sjá meira
Rudy Gobert setti troðslumet í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Utah Jazz vann þægilegan 125-92 sigur á Phoenix Suns í nótt. Utah leiddi leikinn nær allan tímann og var tuttugu stigum yfir í hálfleik. Gobert tróð sendingu frá Donovan Mitchell ofan í körfuna í öðrum leikhluta og það var troðsla númer 270 hjá honum á tímabilinu. Síðan NBA deildin fór að taka saman tölfræði um troðslur árið 1997 hefur enginn náð fleiri troðslum á einu tímabili, Dwight Howard náði best 269 tímabilið 2007-08. Gobert kláraði leikinn með 275 troðslur. Devin Booker fór á kostum fyrir lið Phoenix í leiknum og setti 59 stig. Booker er aðeins 22 ára og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögunni til þess að fara yfir 50 stig í NBA deildinni áður en hann verður 23 ára gamall. Hinir þrír eru LeBron James, Rick Barry og Kyrie Irving. Stórleikur Booker skilaði þó engu fyrir Phoenix. Season-high 27 PTS with 10 REB for @rudygobert27 in the @utahjazz victory! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/BLZcFiSd9b — NBA (@NBA) March 26, 2019 Portland Trail Blazers hafði betur gegn Brooklyn Nets í tvíframlengdum leik en sigurinn reyndist þeim dýr, þeir misstu einn af byrjunarliðsmönnum sínum í alvarleg meiðsli. Það var mikil spenna í Portland og allt í járnum. Jusuf Nurkic var nýbúinn að koma Portland tveimur stigum yfir þegar liðið var á seinni framlenginguna þegar fóturinn á honum beygðist illa og það þurfti að bera hann út af á sjúkrabörum. Portland endaði á því að vinna leikinn 148-144 og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, en það gæti reynst þeim mjög erfitt að missa Nurkic, sem er búinn að eiga eitt sitt besta tímabil á ferlinum. Nurkic var stigahæstur leikmanna Portland í leiknum með 32 stig og 16 fráköst.@Dame_Lillard goes off for 31 PTS, 12 AST against BKN as the @trailblazers secure an #NBAPlayoffs berth! #RipCitypic.twitter.com/0LYwGhtTRt — NBA (@NBA) March 26, 2019 Í Memphis hafa heimamenn í Grizzlies gert heimavöll sinn að algjöru vígi síðustu vikur og unnið fimm heimaleiki í marsmánuði, alla þeirra á móti liðum sem eru í úrslitakeppnissætum. Síðasti heimasigurinn kom í nótt gegn sterku liði Oklahoma City Thunder, 115-103. „Þeir áttu þetta skilið. Frammistaða þeirra var betri, þeir yfirspiluðu okkur, settu leikinn betur upp, gerðu allt betur heldur en við,“ sagði Billy Donovan, þjálfari Thunder eftir leikinn. Bruno Caboclo átti sinn besta leik á tímabilinu til þessa með 24 stig og Tyler Dorsey bætti 21 stigi við fyrir heimamenn.A career-high 24 PTS with 11 REB from @Bruno_Caboclo guides the @memgrizz victory! #GrindCitypic.twitter.com/503qHYZyTs — NBA (@NBA) March 26, 2019Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Philadelphia 76ers 119-98 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 115-103 Utah Jazz - Phoenix Suns 125-98 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 148-144
NBA Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Sjá meira