Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. mars 2019 09:30 Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar. Fréttablaðið/ernir Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. Fordæmið treysti trúnaðarsambandið enn frekar.„Heimildarmenn mega vita að heiðvirðir blaðamenn eru tilbúnir til að fara í fangelsi fyrir þá. En það styrkir þetta trúnaðarsamband enn meira að nú vita heimildarmenn að ekki má þröngva blaðamönnum til að svara spurningum um heimildir sínar fyrir dómi. Þetta nýja fordæmi Hæstaréttar hjálpar því til við að taka af allan vafa um það,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, um dómHæstaréttar sem féll í gær og markaði endalok lögbannsmálsins.Í dómi Hæstaréttar er fjallað með ítarlegri hætti en áður hefur verið gert um þá vernd sem blaðamenn njóta við störf sín samkvæmt íslenskum lögum og á grundvelli tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu.Í dóminum er lengst dvalið við heimildavernd blaðamanna og gerð ítarlegri grein fyrir þessum réttindum blaðamanna og heimildarmanna þeirra. Því er slegið föstu að heimildaverndin nái ekki eingöngu til þess að upplýsa ekki nákvæmlega hver heimildarmaðurinn sé heldur felist einnig í verndinni að blaðamanni verði ekki gert skylt að veita upplýsingar sem geti leitt tilþess að kennsl verði borin á heimildarmanninn.Um kröfu Glitnis Holdco þess efnis að blaðamönnum verði gert að svara spurningum um gögnin, segir Hæstiréttur að útilokað sé að tryggja að svör við slíkum spurningum veiti ekki vísbendingar um frá hverjum umrædd gögn stafa.Allan vafa þar að lútandi verði að túlka heimildarmanni í hag og ætla verði blaðamanni verulegt svigrúm til að meta sjálfur hvort svör við spurningum tengdum tilvist slíkra gagna kunni hugsanlega að veita vísbendingar um hver heimildarmaður hans sé.Þá tekur Hæstiréttur einnig af skarið um afstöðu heimildarmannsins sjálfs til nafnleyndar og slær því föstu að til að blaðamanni verði heimilt að svara spurningum um heimildarmann sinn þurfi hann ótvírætt samþykki heimildarmanns sjálfs.Ekki dugi að heim ildarmanninum hafi láðst að láta þess getið að hann óski nafnleyndar og blaðamanni verði ekki gert að lýsa því yfir að slíkrar nafnleyndar hafi verið óskað.Auk ítarlegrar umfjöllunar um vernd heimildarmanna ítrekar Hæstiréttur fyrri fordæmi sín um hvernig túlka beri tjáningarfrelsið þegar það stangast á við friðhelgi einkalífs. Vísað er til þess hve stuttvar til kosninga og því brýnna en ella að skerða ekki upplýsta fréttaumfjöllun meira en nauðsyn krefði.Þá sé réttur til að fjalla opinberlega um málefni kjörinna stjórnmálamanna rýmri en ella og að sama skapi þurfi þeir sem gegna slíkum opinberum trúnaðarstörfum að þola að þeir kunni eftir atvikum að njóta lakari verndar til friðhelgi einkalífs en aðrir, ekki síst þegar umfjöllunarefnið sé af sama toga og í umræddu máli Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. Fordæmið treysti trúnaðarsambandið enn frekar.„Heimildarmenn mega vita að heiðvirðir blaðamenn eru tilbúnir til að fara í fangelsi fyrir þá. En það styrkir þetta trúnaðarsamband enn meira að nú vita heimildarmenn að ekki má þröngva blaðamönnum til að svara spurningum um heimildir sínar fyrir dómi. Þetta nýja fordæmi Hæstaréttar hjálpar því til við að taka af allan vafa um það,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, um dómHæstaréttar sem féll í gær og markaði endalok lögbannsmálsins.Í dómi Hæstaréttar er fjallað með ítarlegri hætti en áður hefur verið gert um þá vernd sem blaðamenn njóta við störf sín samkvæmt íslenskum lögum og á grundvelli tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu.Í dóminum er lengst dvalið við heimildavernd blaðamanna og gerð ítarlegri grein fyrir þessum réttindum blaðamanna og heimildarmanna þeirra. Því er slegið föstu að heimildaverndin nái ekki eingöngu til þess að upplýsa ekki nákvæmlega hver heimildarmaðurinn sé heldur felist einnig í verndinni að blaðamanni verði ekki gert skylt að veita upplýsingar sem geti leitt tilþess að kennsl verði borin á heimildarmanninn.Um kröfu Glitnis Holdco þess efnis að blaðamönnum verði gert að svara spurningum um gögnin, segir Hæstiréttur að útilokað sé að tryggja að svör við slíkum spurningum veiti ekki vísbendingar um frá hverjum umrædd gögn stafa.Allan vafa þar að lútandi verði að túlka heimildarmanni í hag og ætla verði blaðamanni verulegt svigrúm til að meta sjálfur hvort svör við spurningum tengdum tilvist slíkra gagna kunni hugsanlega að veita vísbendingar um hver heimildarmaður hans sé.Þá tekur Hæstiréttur einnig af skarið um afstöðu heimildarmannsins sjálfs til nafnleyndar og slær því föstu að til að blaðamanni verði heimilt að svara spurningum um heimildarmann sinn þurfi hann ótvírætt samþykki heimildarmanns sjálfs.Ekki dugi að heim ildarmanninum hafi láðst að láta þess getið að hann óski nafnleyndar og blaðamanni verði ekki gert að lýsa því yfir að slíkrar nafnleyndar hafi verið óskað.Auk ítarlegrar umfjöllunar um vernd heimildarmanna ítrekar Hæstiréttur fyrri fordæmi sín um hvernig túlka beri tjáningarfrelsið þegar það stangast á við friðhelgi einkalífs. Vísað er til þess hve stuttvar til kosninga og því brýnna en ella að skerða ekki upplýsta fréttaumfjöllun meira en nauðsyn krefði.Þá sé réttur til að fjalla opinberlega um málefni kjörinna stjórnmálamanna rýmri en ella og að sama skapi þurfi þeir sem gegna slíkum opinberum trúnaðarstörfum að þola að þeir kunni eftir atvikum að njóta lakari verndar til friðhelgi einkalífs en aðrir, ekki síst þegar umfjöllunarefnið sé af sama toga og í umræddu máli
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02
Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28