WOW air falast eftir ríkisábyrgð Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2019 06:15 Mikil óvissa ríkir um framgang viðræðna WOW air og Indigo Partners, hins bandaríska fjárfestingafélags Bill Frankes, og eru horfur á að kaup Indigo í íslenska félaginu nái fram að ganga sagðar tvísýnni nú en áður. Fréttablaðið/Ernir Forsvarsmenn WOW air viðruðu um liðna helgi hugmyndir um að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til þess að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma, samkvæmt heimildum Markaðarins. Rætt hefur verið óformlega um hugmyndir flugfélagsins en afar ósennilegt er talið að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Mikil óvissa ríkir um framgang viðræðna WOW air og Indigo Partners, hins bandaríska fjárfestingafélags Bill Frankes, og eru horfur á að kaup Indigo í íslenska félaginu nái fram að ganga sagðar tvísýnni nú en áður. Eru stjórnvöld vel upplýst um gang mála. Heimildir Markaðarins herma jafnframt að óformlegar þreifingar hafi verið á milli fulltrúa WOW air og Icelandair Group undanfarna daga um aðkomu síðarnefnda félagsins að því fyrrnefnda. Eins og fram hefur komið leitaði Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, til forsvarsmanna Icelandair Group í lok síðasta mánaðar en stjórn Icelandair Group ákvað þá að ganga ekki til viðræðna við lággjaldaflugfélagið að sinni.Skúli Mogensen, eigandi WOW air.Fréttablaðið/VilhelmLjóst er að fjárhagsstaða WOW air er afar þröng um þessar mundir. Samkvæmt þeim upplýsingum sem stjórnvöld hafa fengið um stöðu WOW air er félagið þó sagt vera með nægt lausafé til þess að standa við skuldbindingar sínar og halda rekstrinum gangandi fram yfir næstu mánaðamót. Skuldabréfaeigendur WOW air, sem fjárfestu fyrir samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 7,9 milljarða króna, í útboði flugfélagsins síðasta haust, þurfa sem kunnugt er að fallast á nýja skilmála, sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW air frest til 29. apríl til þess að ná samkomulagi við Indigo Partners. Bandaríska félagið hefur lýst sig reiðubúið til þess að leggja WOW air til allt að 90 milljónir dala, jafnvirði um 10,5 milljarða króna. Þá herma heimildir Markaðarins að WOW air hafi undanfarið þurft, vegna skilmála sem Isavia hefur sett flugfélaginu, að hafa ávallt eina flugvél úr flota félagsins tiltæka á Keflavíkurflugvelli. Er fyrirkomulagið komið til sem trygging vegna skulda WOW air við Isavia. Þannig getur Isavia kyrrsett umrædda vél ef WOW air lendir í greiðsluerfiðleikum og getur þá eigandi vélarinnar ekki leyst hana til sín fyrr en skuldirnar hafa verið gerðar upp, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Isavia vildi ekki tjá sig um málefni einstakra viðskiptavina þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Forsvarsmenn WOW air viðruðu um liðna helgi hugmyndir um að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til þess að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma, samkvæmt heimildum Markaðarins. Rætt hefur verið óformlega um hugmyndir flugfélagsins en afar ósennilegt er talið að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Mikil óvissa ríkir um framgang viðræðna WOW air og Indigo Partners, hins bandaríska fjárfestingafélags Bill Frankes, og eru horfur á að kaup Indigo í íslenska félaginu nái fram að ganga sagðar tvísýnni nú en áður. Eru stjórnvöld vel upplýst um gang mála. Heimildir Markaðarins herma jafnframt að óformlegar þreifingar hafi verið á milli fulltrúa WOW air og Icelandair Group undanfarna daga um aðkomu síðarnefnda félagsins að því fyrrnefnda. Eins og fram hefur komið leitaði Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, til forsvarsmanna Icelandair Group í lok síðasta mánaðar en stjórn Icelandair Group ákvað þá að ganga ekki til viðræðna við lággjaldaflugfélagið að sinni.Skúli Mogensen, eigandi WOW air.Fréttablaðið/VilhelmLjóst er að fjárhagsstaða WOW air er afar þröng um þessar mundir. Samkvæmt þeim upplýsingum sem stjórnvöld hafa fengið um stöðu WOW air er félagið þó sagt vera með nægt lausafé til þess að standa við skuldbindingar sínar og halda rekstrinum gangandi fram yfir næstu mánaðamót. Skuldabréfaeigendur WOW air, sem fjárfestu fyrir samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 7,9 milljarða króna, í útboði flugfélagsins síðasta haust, þurfa sem kunnugt er að fallast á nýja skilmála, sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW air frest til 29. apríl til þess að ná samkomulagi við Indigo Partners. Bandaríska félagið hefur lýst sig reiðubúið til þess að leggja WOW air til allt að 90 milljónir dala, jafnvirði um 10,5 milljarða króna. Þá herma heimildir Markaðarins að WOW air hafi undanfarið þurft, vegna skilmála sem Isavia hefur sett flugfélaginu, að hafa ávallt eina flugvél úr flota félagsins tiltæka á Keflavíkurflugvelli. Er fyrirkomulagið komið til sem trygging vegna skulda WOW air við Isavia. Þannig getur Isavia kyrrsett umrædda vél ef WOW air lendir í greiðsluerfiðleikum og getur þá eigandi vélarinnar ekki leyst hana til sín fyrr en skuldirnar hafa verið gerðar upp, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Isavia vildi ekki tjá sig um málefni einstakra viðskiptavina þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira