Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 10:15 Boeing ætlar að gefa út hugbúnaðaruppfærslu í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu. Vísir/EPA Flugmenn eþíópísku flugvélarinnar sem fórst með 157 innanborðs fylgdu neyðarleiðbeiningum Boeing en tókst engu að síður ekki að ná stjórn á vélinni. Hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris virðist hafa kveikt á sér í að minnsta kosti fjórgang eftir að flugmennirnir slökktu á honum.Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til bráðabirgðaniðurstaðna rannsóknar á hrapi Ethiopian Airlines-vélarinnar sem fórst 10. mars að flugmennirnir hafi slökkt á sjálfstýringunni sem þrýsti nefi flugvélarinnar niður á við. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Leiðbeiningar Boeing kváðu á um að flugmennirnir skyldu slökkva á sjálfstýringu ef misræmi kæmi upp í gögnum frá skynjurum 737 Max-vélanna. CNN-fréttastöðin segir að sé frétt WSJ á rökum reist bendi það til þess að leiðbeiningar Boeing hafi ekki verið nógu góðar til að forðast slys. Þá segir Reuters-fréttastofan að sjálfstýringin hafi kveikt á sér fjórum sinnum eftir að flugmenn eþíópísku vélarinnar slökktu á henni. Ekki sé ljóst hvort að flugmennirnir hafi sjálfir ákveðið að kveikja aftur á henni. Rannsóknin beinist að því hvort að kerfið hafi farið aftur í gang af sjálfsdáðum. Talsmaður Boeing vildi ekki tjá sig. Boeing 737 Max-vélarnar voru kyrrsettar eftir að líkindi fundust á milli slyssins í Eþíópíu og þess sem varð í Indónesíu þegar 189 manns fórust með samskonar vél Lion Air í lok október. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt. Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Hrópaði "Hífðu upp! Hífðu upp!“ þegar flugvélin hrapaði Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um hinstu samskipti flugmannanna sem stýrðu Boeing-farþegaþotu flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem fórst fyrr í þessum mánuði. 30. mars 2019 21:00 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Flugmenn eþíópísku flugvélarinnar sem fórst með 157 innanborðs fylgdu neyðarleiðbeiningum Boeing en tókst engu að síður ekki að ná stjórn á vélinni. Hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris virðist hafa kveikt á sér í að minnsta kosti fjórgang eftir að flugmennirnir slökktu á honum.Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til bráðabirgðaniðurstaðna rannsóknar á hrapi Ethiopian Airlines-vélarinnar sem fórst 10. mars að flugmennirnir hafi slökkt á sjálfstýringunni sem þrýsti nefi flugvélarinnar niður á við. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Leiðbeiningar Boeing kváðu á um að flugmennirnir skyldu slökkva á sjálfstýringu ef misræmi kæmi upp í gögnum frá skynjurum 737 Max-vélanna. CNN-fréttastöðin segir að sé frétt WSJ á rökum reist bendi það til þess að leiðbeiningar Boeing hafi ekki verið nógu góðar til að forðast slys. Þá segir Reuters-fréttastofan að sjálfstýringin hafi kveikt á sér fjórum sinnum eftir að flugmenn eþíópísku vélarinnar slökktu á henni. Ekki sé ljóst hvort að flugmennirnir hafi sjálfir ákveðið að kveikja aftur á henni. Rannsóknin beinist að því hvort að kerfið hafi farið aftur í gang af sjálfsdáðum. Talsmaður Boeing vildi ekki tjá sig. Boeing 737 Max-vélarnar voru kyrrsettar eftir að líkindi fundust á milli slyssins í Eþíópíu og þess sem varð í Indónesíu þegar 189 manns fórust með samskonar vél Lion Air í lok október. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt.
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Hrópaði "Hífðu upp! Hífðu upp!“ þegar flugvélin hrapaði Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um hinstu samskipti flugmannanna sem stýrðu Boeing-farþegaþotu flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem fórst fyrr í þessum mánuði. 30. mars 2019 21:00 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28
Hrópaði "Hífðu upp! Hífðu upp!“ þegar flugvélin hrapaði Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um hinstu samskipti flugmannanna sem stýrðu Boeing-farþegaþotu flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem fórst fyrr í þessum mánuði. 30. mars 2019 21:00
Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45
Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15
Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48