Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. apríl 2019 08:30 Áætlað hefur verið að kostnaður Boeing við kyrrsetningu 737 MAX 8 vélanna á heimsvísu nemi milljarði dala. Fyrirtækið kunni að þurfa að greiða mismun á rekstrarkostnaði og leigu nýrra véla. Fréttablaðið/Anton Brink Erlendir sérfræðingar telja líklegt að flugvélaframleiðandinn Boeing muni þurfa að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði hinna kyrrsettu Boeing MAX 8 véla fyrirtækisins og þeirra véla sem flugfélög þurfa að nota í millitíðinni. Sömuleiðis er talið að Boeing verði krafið um leigukostnað á vélum meðan MAX 8 eru kyrrsettar. Flugfélög muni í það minnsta eiga kröfu á hendur framleiðandanum. Sú krafa gæti verið svimandi há. Icelandair segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki liggi fyrir hvernig Boeing komi til móts við félagið. Ken Herbert, greinandi hjá Canaccord, dró upp þá sviðsmynd nýverið í Japan Times að í besta falli muni kyrrsetningin vélanna vara í sex til átta vikur. Áætlaði hann kostnað Boeing við að dekka rekstrarmismun og leigukostnað þeirra flugfélaga sem eru með hátt í 350 MAX 8 vélar á jörðinni yfir það tímabil um einn milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur nærri 120 milljörðum íslenskra króna. Í næstu viku verður kominn mánuður síðan vélarnar voru allar kyrrsettar. Mismunurinn er tilkominn vegna þess að MAX 8 vélarnar eru mjög hagkvæmar í rekstri, sérstaklega með tilliti til þess að þær eru eyðslugrannar á eldsneyti samanborið við aðrar eldri vélar sem mörg félög hafa nú þurft að taka í notkun á ný. Icelandair missti sem kunnugt er þrjár MAX 8 þotur úr leik með kyrrsetningunni en hefur á móti verið að leigja Boeing 767 vélar. Aðspurð um hvort Boeing sé að greiða leiguna á þeim, segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, svo ekki vera. „Það liggur ekki fyrir hvernig Boeing muni koma til móts við félagið í tengslum við kyrrsetningu MAX-vélanna.“ Enn hefur ekkert opinberlega verið gefið út um niðurstöður rannsókna á vélunum en ýmsir af stærstu fjölmiðlum veraldar, á borð við New York Times og BBC, hafa fjallað um að flest bendi til að slysin tengist galla í tilteknum skynjurum vélanna (e. angle of attack sensors) sem hafi gefið rangar upplýsingar um að halli vélanna hafi verið of brattur þegar hann var í raun eðlilegur. Það hafi aftur orðið til þess að svokallað MCAS-kerfi vélanna hafi leitast við að leiðrétta flugið og þrýst nefi þeirra niður. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í lok síðasta mánaðar eru forráðamenn Icelandair að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning MAX 8 vélanna dregst á langinn. Félagið átti von á sex nýjum vélum í ár frá Boeing. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Erlendir sérfræðingar telja líklegt að flugvélaframleiðandinn Boeing muni þurfa að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði hinna kyrrsettu Boeing MAX 8 véla fyrirtækisins og þeirra véla sem flugfélög þurfa að nota í millitíðinni. Sömuleiðis er talið að Boeing verði krafið um leigukostnað á vélum meðan MAX 8 eru kyrrsettar. Flugfélög muni í það minnsta eiga kröfu á hendur framleiðandanum. Sú krafa gæti verið svimandi há. Icelandair segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki liggi fyrir hvernig Boeing komi til móts við félagið. Ken Herbert, greinandi hjá Canaccord, dró upp þá sviðsmynd nýverið í Japan Times að í besta falli muni kyrrsetningin vélanna vara í sex til átta vikur. Áætlaði hann kostnað Boeing við að dekka rekstrarmismun og leigukostnað þeirra flugfélaga sem eru með hátt í 350 MAX 8 vélar á jörðinni yfir það tímabil um einn milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur nærri 120 milljörðum íslenskra króna. Í næstu viku verður kominn mánuður síðan vélarnar voru allar kyrrsettar. Mismunurinn er tilkominn vegna þess að MAX 8 vélarnar eru mjög hagkvæmar í rekstri, sérstaklega með tilliti til þess að þær eru eyðslugrannar á eldsneyti samanborið við aðrar eldri vélar sem mörg félög hafa nú þurft að taka í notkun á ný. Icelandair missti sem kunnugt er þrjár MAX 8 þotur úr leik með kyrrsetningunni en hefur á móti verið að leigja Boeing 767 vélar. Aðspurð um hvort Boeing sé að greiða leiguna á þeim, segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, svo ekki vera. „Það liggur ekki fyrir hvernig Boeing muni koma til móts við félagið í tengslum við kyrrsetningu MAX-vélanna.“ Enn hefur ekkert opinberlega verið gefið út um niðurstöður rannsókna á vélunum en ýmsir af stærstu fjölmiðlum veraldar, á borð við New York Times og BBC, hafa fjallað um að flest bendi til að slysin tengist galla í tilteknum skynjurum vélanna (e. angle of attack sensors) sem hafi gefið rangar upplýsingar um að halli vélanna hafi verið of brattur þegar hann var í raun eðlilegur. Það hafi aftur orðið til þess að svokallað MCAS-kerfi vélanna hafi leitast við að leiðrétta flugið og þrýst nefi þeirra niður. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í lok síðasta mánaðar eru forráðamenn Icelandair að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning MAX 8 vélanna dregst á langinn. Félagið átti von á sex nýjum vélum í ár frá Boeing.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira