Hringanafnavitleysa Hanna Katrín Friðriksson skrifar 9. maí 2019 07:00 Ef þú ert karlmaður máttu heita Marzelíus eða Marsellíus en ekki Marzellíus. Þar er vísað til mannanafnalaga sem segja að nafn skuli geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Þannig að augljóslega ekki Marzellíus, bara Marzelíus eða Marsellíus. Eða hvað? Samkvæmt úrskurði mannanafnanefndar sem birtist í liðinni viku var nafninu Marzellíus hafnað þar sem ritháttur nafnsins hefur ekki unnið sér hefð í íslensku máli. Nú er orðið hefð örugglega teygjanlegt hugtak í huga einhverra, en engu að síður er það umhugsunarefni að Marzellíus hefur um langt skeið verið nokkuð algengt nafn á Vestfjörðum og Vestfirðir tilheyrðu Íslandi síðast þegar ég vissi. Það muna örugglega fleiri en ég eftir Skipasmíðastöð Marzellíusar sem nefnd var í höfuðið á stofnandanum honum Marzellíusi. Og á Ísafirði býr a.m.k. einn Marzellíus sem fær meira að segja að hafa nafnið sitt svo ritað í Þjóðskrá. En hann var reyndar skírður áður en mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu á grunni mannanafnalaga að það væri ekki hefð fyrir nafninu. Sem sagt, of gamall til að vera hefð! Botnar einhver í þessari vitleysu? Vill einhver þessa vitleysu? Yfirlýst markmið núgildandi mannanafnalaga er m.a. að vinna að varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða. Forsjárhyggja af því tagi sem lögin leiða af sér á ekki heima í nútímasamfélagi. Ef Íslendingar vilja varðveita íslensk nöfn og nafnahefð, og ekkert bendir til annars en að svo sé, þá gera þeir það sjálfir án valdboðs stjórnvalda. Alþingi er nú með til meðferðar frumvarp Viðreisnar um breytingar á mannanafnalögum þar sem markmiðið er að tryggja rétt einstaklinga til að bera þau nöfn sem þeir kjósa. Í um þúsund ár hafði íslensk þjóð fullt og óskorað frelsi til að nefna börn sín þeim nöfnum sem hún vildi. Þetta frelsi skilaði þeirri nafnahefð sem Alþingi hefur síðustu áratugi talið þörf á að festa í sessi með verulega íþyngjandi hætti fyrir almenning. Er ekki kominn tími til að treysta fólki aftur fyrir eigin nöfnum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Sjá meira
Ef þú ert karlmaður máttu heita Marzelíus eða Marsellíus en ekki Marzellíus. Þar er vísað til mannanafnalaga sem segja að nafn skuli geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Þannig að augljóslega ekki Marzellíus, bara Marzelíus eða Marsellíus. Eða hvað? Samkvæmt úrskurði mannanafnanefndar sem birtist í liðinni viku var nafninu Marzellíus hafnað þar sem ritháttur nafnsins hefur ekki unnið sér hefð í íslensku máli. Nú er orðið hefð örugglega teygjanlegt hugtak í huga einhverra, en engu að síður er það umhugsunarefni að Marzellíus hefur um langt skeið verið nokkuð algengt nafn á Vestfjörðum og Vestfirðir tilheyrðu Íslandi síðast þegar ég vissi. Það muna örugglega fleiri en ég eftir Skipasmíðastöð Marzellíusar sem nefnd var í höfuðið á stofnandanum honum Marzellíusi. Og á Ísafirði býr a.m.k. einn Marzellíus sem fær meira að segja að hafa nafnið sitt svo ritað í Þjóðskrá. En hann var reyndar skírður áður en mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu á grunni mannanafnalaga að það væri ekki hefð fyrir nafninu. Sem sagt, of gamall til að vera hefð! Botnar einhver í þessari vitleysu? Vill einhver þessa vitleysu? Yfirlýst markmið núgildandi mannanafnalaga er m.a. að vinna að varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða. Forsjárhyggja af því tagi sem lögin leiða af sér á ekki heima í nútímasamfélagi. Ef Íslendingar vilja varðveita íslensk nöfn og nafnahefð, og ekkert bendir til annars en að svo sé, þá gera þeir það sjálfir án valdboðs stjórnvalda. Alþingi er nú með til meðferðar frumvarp Viðreisnar um breytingar á mannanafnalögum þar sem markmiðið er að tryggja rétt einstaklinga til að bera þau nöfn sem þeir kjósa. Í um þúsund ár hafði íslensk þjóð fullt og óskorað frelsi til að nefna börn sín þeim nöfnum sem hún vildi. Þetta frelsi skilaði þeirri nafnahefð sem Alþingi hefur síðustu áratugi talið þörf á að festa í sessi með verulega íþyngjandi hætti fyrir almenning. Er ekki kominn tími til að treysta fólki aftur fyrir eigin nöfnum?
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun