Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch dvaldi á Íslandi í tíu daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2019 10:31 Brenton Tarrant var einn á ferð á Íslandi árið 2017 og dvaldi hér í 10 daga. Vísir/ap Brenton Tarrant, ástralskur maður sem talinn er bera ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands þegar hann réðst á tvær moskur í Christchurch í mars síðastliðnum, kom til Íslands árið 2017 og dvaldi hér í 10 daga. Þetta staðfestir Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Nokkrum dögum eftir árásina var greint frá því að ríkislögreglustjóri ynni að því að kortleggja ferðir Tarrant hér á landi þar sem talið var að Ísland hefði verið einn af viðkomustöðum hans á Evrópureisu árið 2017. Í 74 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu Tarrant segir hann að hvergi sé að finna skjól lengur, ekki einu sinni í löndum á borð við Ísland, Pólland, Nýja-Sjáland, Argentínu og Úkraínu. Þetta viti hann vegna þess að hann hafi verið í þessum löndum. Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra.VísirÁsgeir segir að Tarrant hafi verið hér einn á ferð og svo virðist sem hann hafi komið hingað til að ferðast hér um landið líkt og hver annar ferðamaður. „Hann virðist hafa á einhverju tímabili ferðast um heiminn og þar á meðal til Íslands,“ segir Ásgeir. Hann segir aðspurður ekkert hafa komið út úr skoðun ríkislögreglustjóra á því hvort hann hafi verið að hitta einhverja tiltekna aðila hér á landi. Þá segir Ásgeir að ríkislögreglustjóri hafi sent nýsjálenskum yfirvöldum upplýsingar um ferðir Tarrant. 51 lést í hryðjuverkaárás Tarrant á moskurnar tvær í Christchurch. Hann hefur verið ákærður fyrir fimmtíu morð og þá særði hann fimmtíu manns til viðbótar. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Annað fórnarlamb Christchurch-hryðjuverkanna látið Tyrkneskur karlmaður lést af sárum sínum fimmtíu dögum eftir hryðjuverkin á Nýja-Sjálandi. 2. maí 2019 14:53 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Brenton Tarrant, ástralskur maður sem talinn er bera ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands þegar hann réðst á tvær moskur í Christchurch í mars síðastliðnum, kom til Íslands árið 2017 og dvaldi hér í 10 daga. Þetta staðfestir Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Nokkrum dögum eftir árásina var greint frá því að ríkislögreglustjóri ynni að því að kortleggja ferðir Tarrant hér á landi þar sem talið var að Ísland hefði verið einn af viðkomustöðum hans á Evrópureisu árið 2017. Í 74 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu Tarrant segir hann að hvergi sé að finna skjól lengur, ekki einu sinni í löndum á borð við Ísland, Pólland, Nýja-Sjáland, Argentínu og Úkraínu. Þetta viti hann vegna þess að hann hafi verið í þessum löndum. Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra.VísirÁsgeir segir að Tarrant hafi verið hér einn á ferð og svo virðist sem hann hafi komið hingað til að ferðast hér um landið líkt og hver annar ferðamaður. „Hann virðist hafa á einhverju tímabili ferðast um heiminn og þar á meðal til Íslands,“ segir Ásgeir. Hann segir aðspurður ekkert hafa komið út úr skoðun ríkislögreglustjóra á því hvort hann hafi verið að hitta einhverja tiltekna aðila hér á landi. Þá segir Ásgeir að ríkislögreglustjóri hafi sent nýsjálenskum yfirvöldum upplýsingar um ferðir Tarrant. 51 lést í hryðjuverkaárás Tarrant á moskurnar tvær í Christchurch. Hann hefur verið ákærður fyrir fimmtíu morð og þá særði hann fimmtíu manns til viðbótar.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Annað fórnarlamb Christchurch-hryðjuverkanna látið Tyrkneskur karlmaður lést af sárum sínum fimmtíu dögum eftir hryðjuverkin á Nýja-Sjálandi. 2. maí 2019 14:53 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Annað fórnarlamb Christchurch-hryðjuverkanna látið Tyrkneskur karlmaður lést af sárum sínum fimmtíu dögum eftir hryðjuverkin á Nýja-Sjálandi. 2. maí 2019 14:53
Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19
Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00