Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2019 12:13 Úr stjórnklefa Boeing 737 Max-vélar Lion Air sem var kyrrsett eftir flugslysið í Eþíópíu í mars. Vísir/Getty Stjórnendur bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hafa viðurkennt að þeir hafi vitað af galla í sjálfstýringarhugbúnaði 737 Max-flugvéla sinna áður en mannskætt flugslys varð í Indónesíu sem rakið hefur verið til hans. Þeir fullyrða að fyrir mistök hafi viðvörunarbúnaður sem hefði getað gefið flugmönnunum til kynna að eitthvað bjátaði á hafi verið gerður að aukabúnaði í vélunum. Allar Boeing 737 Max-farþegaþotur voru kyrrsettar í mars í kjölfar þess að vél af þeirri gerð á vegum Ethiopian Airlines fórst með 157 manns um borð. Aðeins fimm mánuðum fyrr höfðu 189 manns farist með sams konar vél Lyon Air í Indónesíu. Böndin hafa síðan beinst að sjálfstýringarhugbúnaði vélanna. Vísbendingar hafa fundist um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu. 737 Max-vélarnar eru búnar tveimur svokölluðum afstöðuskynjurum. Sjálfstýringin reiðir sig hins vegar aðeins á gögn frá öðrum þeirra um afstöðu vélarinnar. Svo virðist sem að misræmi hafi verið í mælingum skynjaranna í tilfelli vélanna tveggja sem fórust. Nú segja stjórnendur Boeing að fyrir mistök hafi viðvörunarmerki sem gefur flugmönnum til kynna að misræmi sé að milli skynjaranna ekki verið staðalbúnaður í 737 Max-vélunum heldur hafi það verið selt sem aukabúnaður.Afstöðuskynjari á Boeing 737 Max 8-vél. Vélarnar voru búnar óvenjuöflugri sjálfstýringu til að koma í veg fyrir ofris vegna nýrra og stærri þotuhreyfla þeirra.Vísir/GettyNew York Times segir að upphaflega hafi stjórnendurnir talið að viðvörunarmerkið væri staðalbúnaður. Verkfræðingar fyrirtækisins hafi uppgötvað árið 2017 að það virkaði aðeins í vélum þegar viðskiptavinir höfðu keypt annan vísi sem sýndi mælingar afstöðuskynjaranna sem aukabúnað. Aðeins um fimmtungur viðskiptavina Boeing hafði keypt þann vísi. Hvorki vél Lion Air né Ethiopian Airlines var með viðvörunarvísinn. Í kjölfarið lét Boeing gera innri úttekt og komast að þeirri niðurstöðu að það kæmi ekki niður á öryggi flugvélanna eða stjórn þeirra að viðvörunarmerkið vantaði. Þess vegna segist Boeing ekki hafa gert bandarískum flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að indónesíska flugvélin fórst í október. Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) segir að Boeing hafi ekki látið vita af málinu fyrr en um mánuði eftir hrap Lion Air-vélarinnar. Lítil hætta hafi verið á ferðum en að flugvélaframleiðandinn hafi getað hjálpað til við að eyða mögulegum ruglingi með því að láta vita fyrr. Á fjórða hundrað 737 Max-véla hafa nú verið kyrrsettar í meira en mánuð. Boeing segir að von sé á hugbúnaðaruppfærslu til að ráða bót á vandanum þannig að hægt verði að koma þeim aftur í loftið í sumar. Uppfærslan á að draga úr vægi sjálfstýringarinnar og mata hana á gögnum frá báðum afstöðuskynjurunum. Þá eigi viðvörunarmerkið einnig að vera aðgengilegt í öllum vélunum. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18 Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31 Forstjóri Boeing: 737 MAX verði ein öruggasta flugvél í heimi Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, heitir því að ný útgáfa 737 MAX-flugvélanna verði meðal öruggustu farartækja háloftanna. 29. apríl 2019 16:08 Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Stjórnendur bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hafa viðurkennt að þeir hafi vitað af galla í sjálfstýringarhugbúnaði 737 Max-flugvéla sinna áður en mannskætt flugslys varð í Indónesíu sem rakið hefur verið til hans. Þeir fullyrða að fyrir mistök hafi viðvörunarbúnaður sem hefði getað gefið flugmönnunum til kynna að eitthvað bjátaði á hafi verið gerður að aukabúnaði í vélunum. Allar Boeing 737 Max-farþegaþotur voru kyrrsettar í mars í kjölfar þess að vél af þeirri gerð á vegum Ethiopian Airlines fórst með 157 manns um borð. Aðeins fimm mánuðum fyrr höfðu 189 manns farist með sams konar vél Lyon Air í Indónesíu. Böndin hafa síðan beinst að sjálfstýringarhugbúnaði vélanna. Vísbendingar hafa fundist um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu. 737 Max-vélarnar eru búnar tveimur svokölluðum afstöðuskynjurum. Sjálfstýringin reiðir sig hins vegar aðeins á gögn frá öðrum þeirra um afstöðu vélarinnar. Svo virðist sem að misræmi hafi verið í mælingum skynjaranna í tilfelli vélanna tveggja sem fórust. Nú segja stjórnendur Boeing að fyrir mistök hafi viðvörunarmerki sem gefur flugmönnum til kynna að misræmi sé að milli skynjaranna ekki verið staðalbúnaður í 737 Max-vélunum heldur hafi það verið selt sem aukabúnaður.Afstöðuskynjari á Boeing 737 Max 8-vél. Vélarnar voru búnar óvenjuöflugri sjálfstýringu til að koma í veg fyrir ofris vegna nýrra og stærri þotuhreyfla þeirra.Vísir/GettyNew York Times segir að upphaflega hafi stjórnendurnir talið að viðvörunarmerkið væri staðalbúnaður. Verkfræðingar fyrirtækisins hafi uppgötvað árið 2017 að það virkaði aðeins í vélum þegar viðskiptavinir höfðu keypt annan vísi sem sýndi mælingar afstöðuskynjaranna sem aukabúnað. Aðeins um fimmtungur viðskiptavina Boeing hafði keypt þann vísi. Hvorki vél Lion Air né Ethiopian Airlines var með viðvörunarvísinn. Í kjölfarið lét Boeing gera innri úttekt og komast að þeirri niðurstöðu að það kæmi ekki niður á öryggi flugvélanna eða stjórn þeirra að viðvörunarmerkið vantaði. Þess vegna segist Boeing ekki hafa gert bandarískum flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að indónesíska flugvélin fórst í október. Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) segir að Boeing hafi ekki látið vita af málinu fyrr en um mánuði eftir hrap Lion Air-vélarinnar. Lítil hætta hafi verið á ferðum en að flugvélaframleiðandinn hafi getað hjálpað til við að eyða mögulegum ruglingi með því að láta vita fyrr. Á fjórða hundrað 737 Max-véla hafa nú verið kyrrsettar í meira en mánuð. Boeing segir að von sé á hugbúnaðaruppfærslu til að ráða bót á vandanum þannig að hægt verði að koma þeim aftur í loftið í sumar. Uppfærslan á að draga úr vægi sjálfstýringarinnar og mata hana á gögnum frá báðum afstöðuskynjurunum. Þá eigi viðvörunarmerkið einnig að vera aðgengilegt í öllum vélunum.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18 Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31 Forstjóri Boeing: 737 MAX verði ein öruggasta flugvél í heimi Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, heitir því að ný útgáfa 737 MAX-flugvélanna verði meðal öruggustu farartækja háloftanna. 29. apríl 2019 16:08 Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18
Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31
Forstjóri Boeing: 737 MAX verði ein öruggasta flugvél í heimi Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, heitir því að ný útgáfa 737 MAX-flugvélanna verði meðal öruggustu farartækja háloftanna. 29. apríl 2019 16:08