Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2019 10:53 Þingmenn Miðflokksins hafa verið fastagestir í ræðusól Alþingis undanfarna viku, hvort sem er dag eða nótt. Vísir/Vilhelm Þingfundi var slitið skömmu fyrir hálf ellefu í dag en þá hafði hann staðið yfir í um nítján klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins héldu uppi málþófi um þriðja orkupakkann í alla nótt og langt fram á morgun. Alls hafa þeir talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Miðflokksmenn héldu uppteknum hætti á þingfundi sem hófst klukkan 15:30 í gær og skiptust á að stíga í pontu til að ræða um þriðja orkupakkann. Þingfundir í vikunni drógust langt fram á nótt og fram á morgun vegna málþófsins. „Forseta þykir miður að geta ekki lokið þessari umræðu en þess hefur verið freistað að gefa háttvirtum þingmönnum nægilegt svigrúm til þess að ræða málið ítarlega svo að hægt verði að tæma mælendaskrá og klára umræðuna,“ sagði Guðjón S. Brjánsson, varaforseti þingsins, þegar hann sleit þingfundi um klukkan 10:24. Umræðan um þriðja orkupakkann hafði þá staðið yfir í nærri hundrað klukkustundir í heildina. Þar af sagði Guðjón að miðflokksmenn hefðu talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Í heildina hafi 53 ræður verið haldnar og andsvörin verið 311 á þingfundinum sem stóð yfir í tæpar nítján klukkustundir. Miðflokksmenn töluðu nær einir en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók þátt í umræðinni um tíma síðdegis í gær. „Þrátt fyrir að hér mætist stálin stinn verður ekki hjá því komist að ljúka umræðunni með þeim lýðræðislegum leikreglum sem við höfum tamið okkur og hefð er fyrir,“ sagði varaforseti þingsins sem vonaðist til þess að hægt yrði að ljúka umræðunni á næstu dögum. Miðflokksmenn kvörtuðu undan fundarstjórn forseta í nótt og lýstu áhyggjum af álagi á starfsfólk þingsins. Sakaði Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, þingforsetann um að reyna að þreyta þá til uppgjafar með því að funda fram á nótt. Næsti þingfundur hefur verið boðaður klukkan 15:00 á mánudag. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Þingfundi var slitið skömmu fyrir hálf ellefu í dag en þá hafði hann staðið yfir í um nítján klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins héldu uppi málþófi um þriðja orkupakkann í alla nótt og langt fram á morgun. Alls hafa þeir talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Miðflokksmenn héldu uppteknum hætti á þingfundi sem hófst klukkan 15:30 í gær og skiptust á að stíga í pontu til að ræða um þriðja orkupakkann. Þingfundir í vikunni drógust langt fram á nótt og fram á morgun vegna málþófsins. „Forseta þykir miður að geta ekki lokið þessari umræðu en þess hefur verið freistað að gefa háttvirtum þingmönnum nægilegt svigrúm til þess að ræða málið ítarlega svo að hægt verði að tæma mælendaskrá og klára umræðuna,“ sagði Guðjón S. Brjánsson, varaforseti þingsins, þegar hann sleit þingfundi um klukkan 10:24. Umræðan um þriðja orkupakkann hafði þá staðið yfir í nærri hundrað klukkustundir í heildina. Þar af sagði Guðjón að miðflokksmenn hefðu talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Í heildina hafi 53 ræður verið haldnar og andsvörin verið 311 á þingfundinum sem stóð yfir í tæpar nítján klukkustundir. Miðflokksmenn töluðu nær einir en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók þátt í umræðinni um tíma síðdegis í gær. „Þrátt fyrir að hér mætist stálin stinn verður ekki hjá því komist að ljúka umræðunni með þeim lýðræðislegum leikreglum sem við höfum tamið okkur og hefð er fyrir,“ sagði varaforseti þingsins sem vonaðist til þess að hægt yrði að ljúka umræðunni á næstu dögum. Miðflokksmenn kvörtuðu undan fundarstjórn forseta í nótt og lýstu áhyggjum af álagi á starfsfólk þingsins. Sakaði Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, þingforsetann um að reyna að þreyta þá til uppgjafar með því að funda fram á nótt. Næsti þingfundur hefur verið boðaður klukkan 15:00 á mánudag.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34