Best að hugsa þetta bara sókn fyrir sókn Hjörvar Ólafsson skrifar 6. júní 2019 12:00 Landslið kvenna. mynd/fréttablaðið Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir í kvöld Spáni í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Japan í desember næstkomandi. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í Laugardalshöllinni. Ísland laut í lægra haldi, 35-26, fyrir Spáni í fyrri leiknum og þar af leiðandi er ljóst að róðurinn verður þungur við að tryggja sér farseðilinn til Japans. Byrjun íslenska liðsins í fyrri leiknum reyndist banabitinn. Spænska liðið lék við hvurn sinn fingur framan af og leiddi með fjórtán mörkum í hálfleik áður en íslenska liðinu tókst að laga stöðuna í seinni hálfleiknum. Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, segir leikmenn átta sig á því hvað fór úrskeiðis í fyrri leiknum í Malaga og að stefnan sé að gera mikið betur að þessu sinni. „Ég horfði á leikinn strax eftir leikinn í Malaga og sá um leið hvað við getum gert betur. Við vorum með gott leikplan og fyrstu 15 mínúturnar vorum við að fylgja því plani og það vantaði bara herslumuninn í sóknaraðgerðunum. Við vorum að klúðra fínum færum og skjóta illa á Silviu Navarro í spænska markinu,“ segir Karen í samtali við Fréttablaðið. „Við hættum svo að fara eftir því sem við lögðum upp með fyrir leikinn síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiksins og spænska liðið refsaði okkur grimmilega. Spænska liðið er vissulega sterkt lið en mér finnst þetta ekki vera getumunurinn á liðunum. Við getum klárlega unnið þær og stefnum á að gera það,“ segir hún enn fremur. „Til þess að vinna upp svona stórt forskot þarf blöndu af áræðni og þolinmæði. Við þurfum að taka eina sókn í einu og vera ekkert að pæla of mikið í hver staðan er fyrr en undir lok leiksins. Það myndi gefa okkur styrk og orku að fá góðan stuðning og vonandi verður fjölmennt í Höllinni,“ segir leikstjórnandinn Karen um komandi verkefni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Fær 2,6 milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Fótbolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Handbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Enski boltinn Missti tönn en fann hana á vellinum Fótbolti Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Fótbolti Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Fótbolti Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Fótbolti Fleiri fréttir Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir í kvöld Spáni í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Japan í desember næstkomandi. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í Laugardalshöllinni. Ísland laut í lægra haldi, 35-26, fyrir Spáni í fyrri leiknum og þar af leiðandi er ljóst að róðurinn verður þungur við að tryggja sér farseðilinn til Japans. Byrjun íslenska liðsins í fyrri leiknum reyndist banabitinn. Spænska liðið lék við hvurn sinn fingur framan af og leiddi með fjórtán mörkum í hálfleik áður en íslenska liðinu tókst að laga stöðuna í seinni hálfleiknum. Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, segir leikmenn átta sig á því hvað fór úrskeiðis í fyrri leiknum í Malaga og að stefnan sé að gera mikið betur að þessu sinni. „Ég horfði á leikinn strax eftir leikinn í Malaga og sá um leið hvað við getum gert betur. Við vorum með gott leikplan og fyrstu 15 mínúturnar vorum við að fylgja því plani og það vantaði bara herslumuninn í sóknaraðgerðunum. Við vorum að klúðra fínum færum og skjóta illa á Silviu Navarro í spænska markinu,“ segir Karen í samtali við Fréttablaðið. „Við hættum svo að fara eftir því sem við lögðum upp með fyrir leikinn síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiksins og spænska liðið refsaði okkur grimmilega. Spænska liðið er vissulega sterkt lið en mér finnst þetta ekki vera getumunurinn á liðunum. Við getum klárlega unnið þær og stefnum á að gera það,“ segir hún enn fremur. „Til þess að vinna upp svona stórt forskot þarf blöndu af áræðni og þolinmæði. Við þurfum að taka eina sókn í einu og vera ekkert að pæla of mikið í hver staðan er fyrr en undir lok leiksins. Það myndi gefa okkur styrk og orku að fá góðan stuðning og vonandi verður fjölmennt í Höllinni,“ segir leikstjórnandinn Karen um komandi verkefni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Fær 2,6 milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Fótbolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Handbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Enski boltinn Missti tönn en fann hana á vellinum Fótbolti Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Fótbolti Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Fótbolti Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Fótbolti Fleiri fréttir Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Sjá meira