Koma þarf böndum á Samkeppniseftirlitið Helgi Vífill Júlíusson skrifar 19. júní 2019 08:30 Það er næstum því hætt að koma á óvart þegar Samkeppniseftirlitið ógildir samruna fyrirtækja. Upp á síðkastið hefur það gerst harla oft. Stofnunin verður seint sökuð um linkind gagnvart atvinnulífinu. Upplýst var í gær að Samkeppniseftirlitið bannaði Advania að kaupa Wise. Eftirlitið sagði að markaðshlutdeild fyrirtækjanna á Íslandi í bókhaldskerfum yrði um og yfir helmingur og leist ekki á blikuna. Stjórnendur Advania töldu, en fyrirtækin eru með viðskiptavini í nokkrum löndum, að með sameiningunni mætti styrkja stöðu þeirra í harðnandi alþjóðlegri samkeppni enda hafi landamæri á upplýsingatæknimarkaði þurrkast út. Fámennur hópur embættismanna Samkeppniseftirlitsins hefur sett mark sitt á atvinnulíf landsins en lögin sem starfað er eftir þykja matskennd. Embættismennirnir hafa komið í veg fyrir að fyrirtæki, jafnvel úr ólíkum geirum eins og Hagar og Lyfja, fái að sameina krafta sína í því skyni að þjónusta viðskiptavini með betri hætti og hagræða í rekstri. Neytendur tapa á þessum afskiptum og atvinnulífið verður veikara. Það er algengur misskilningur að æskilegt sé að starfrækja samkeppniseftirlit. Þess gerist ekki þörf. Þegar umsvifamikil fyrirtæki verða dýr í rekstri eða gráðug munu keppinautar þeirra leggja allt kapp á að hirða af þeim viðskiptin. Ef íslensku fyrirtækin standa sig ekki er oft auðvelt að versla við erlend á netinu. Það er strembið að reka fyrirtæki og ekki eru allar ferðir til fjár. Mögulega hafa embættismennirnir óafvitandi sparað hluthöfum fúlgur fjár því rannsóknir sýna að 70-90 prósent samruna mistakast. Það er því óþarfi að öfunda öll þau fyrirtæki sem sameinast. Þrátt fyrir að mögulega hafi hið opinbera bjargað fjárhag nokkurra hluthafa fyrir horn er skaðlegt að miðstýra atvinnulífinu með þessum hætti. Vandi íslenskra fyrirtækja er meðal annars að skattar eru með því hæsta sem þekkist í OECD-ríkjunum og þau skortir oft stærðarhagkvæmni. Þess vegna ætti ríkið að róa öllum árum að því að skapa eins heilbrigt viðskiptaumhverfi og kostur er, meðal annars fella niður tolla og lækka skatta, í stað þess að reka stofnun sem horfir stíft á tímabundna markaðshlutdeild. Þegar fyrirtæki eru með mikla markaðshlutdeild og rekin með arðbærum hætti búa þau yfirleitt yfir samkeppnisforskoti. Af þeim sökum eiga keppinautar erfitt með að bjóða betur. Við þær aðstæður er neytendum sinnt eins vel og kostur er. Það er engum greiði gerðum með því að vængstífa slík fyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Markaðir Samkeppnismál Tengdar fréttir Samruni Advania og Wise úr sögunni Advania hefur hætt við áður tilkynnt kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum vegna afstöðu Samkeppniseftirlitsins til kaupanna. Ekkert verður af samruna fyrirtækjanna tveggja. 18. júní 2019 13:56 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Það er næstum því hætt að koma á óvart þegar Samkeppniseftirlitið ógildir samruna fyrirtækja. Upp á síðkastið hefur það gerst harla oft. Stofnunin verður seint sökuð um linkind gagnvart atvinnulífinu. Upplýst var í gær að Samkeppniseftirlitið bannaði Advania að kaupa Wise. Eftirlitið sagði að markaðshlutdeild fyrirtækjanna á Íslandi í bókhaldskerfum yrði um og yfir helmingur og leist ekki á blikuna. Stjórnendur Advania töldu, en fyrirtækin eru með viðskiptavini í nokkrum löndum, að með sameiningunni mætti styrkja stöðu þeirra í harðnandi alþjóðlegri samkeppni enda hafi landamæri á upplýsingatæknimarkaði þurrkast út. Fámennur hópur embættismanna Samkeppniseftirlitsins hefur sett mark sitt á atvinnulíf landsins en lögin sem starfað er eftir þykja matskennd. Embættismennirnir hafa komið í veg fyrir að fyrirtæki, jafnvel úr ólíkum geirum eins og Hagar og Lyfja, fái að sameina krafta sína í því skyni að þjónusta viðskiptavini með betri hætti og hagræða í rekstri. Neytendur tapa á þessum afskiptum og atvinnulífið verður veikara. Það er algengur misskilningur að æskilegt sé að starfrækja samkeppniseftirlit. Þess gerist ekki þörf. Þegar umsvifamikil fyrirtæki verða dýr í rekstri eða gráðug munu keppinautar þeirra leggja allt kapp á að hirða af þeim viðskiptin. Ef íslensku fyrirtækin standa sig ekki er oft auðvelt að versla við erlend á netinu. Það er strembið að reka fyrirtæki og ekki eru allar ferðir til fjár. Mögulega hafa embættismennirnir óafvitandi sparað hluthöfum fúlgur fjár því rannsóknir sýna að 70-90 prósent samruna mistakast. Það er því óþarfi að öfunda öll þau fyrirtæki sem sameinast. Þrátt fyrir að mögulega hafi hið opinbera bjargað fjárhag nokkurra hluthafa fyrir horn er skaðlegt að miðstýra atvinnulífinu með þessum hætti. Vandi íslenskra fyrirtækja er meðal annars að skattar eru með því hæsta sem þekkist í OECD-ríkjunum og þau skortir oft stærðarhagkvæmni. Þess vegna ætti ríkið að róa öllum árum að því að skapa eins heilbrigt viðskiptaumhverfi og kostur er, meðal annars fella niður tolla og lækka skatta, í stað þess að reka stofnun sem horfir stíft á tímabundna markaðshlutdeild. Þegar fyrirtæki eru með mikla markaðshlutdeild og rekin með arðbærum hætti búa þau yfirleitt yfir samkeppnisforskoti. Af þeim sökum eiga keppinautar erfitt með að bjóða betur. Við þær aðstæður er neytendum sinnt eins vel og kostur er. Það er engum greiði gerðum með því að vængstífa slík fyrirtæki.
Samruni Advania og Wise úr sögunni Advania hefur hætt við áður tilkynnt kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum vegna afstöðu Samkeppniseftirlitsins til kaupanna. Ekkert verður af samruna fyrirtækjanna tveggja. 18. júní 2019 13:56
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun