Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júní 2019 18:32 Guðmundur B. er formaður HSÍ. vísir/vilhelm Það var þungt hljóðið í Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, er hann ræddi við Vísi um ákvörðun EHF um að meina Selfyssingum þátttöku í Meistaradeild Evrópu. Selfoss fékk ekki þátttökurétt í keppninni vegna þess að engin keppnishöll á Íslandi uppfyllti skilyrði Evrópusambandsins og svörin frá EHF voru á þá vegu að það ætti ekki að koma neinum Íslendingi á óvart. „Fyrir okkur er þetta náttúrlega bara mikið sjokk,“ voru fyrstu viðbrögð Guðmundar er Vísir heyrði í honum rétt fyrir kvöldmatarleyti. Hann segir að hvorki Ásvellir né Laugardalshöll uppfylli skilyrðin. „Selfyssingar áttuðu sig á því að þeirra hús væri ekki nægilega stórt svo þeir tilkynntu inn Ásvelli. Í svarbréfinu sem kemur svo frá EHF segir að Ásvellir uppfylli ekki skilyrðin.“ „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina.“ „Þeir benda jafnframt á að þetta eigi ekki að koma okkur á óvart því þeir eru margbúnir að benda á húsin okkar og erum við meðal annars á undanþágu með landsliðin okkar í Laugardalshöll.“Úr landsleik í Laugardalshöll. Óvíst er hversu lengi Ísland spilar í Laugardalshöll ef ástandið verður það sama.vísir/vilhelmÍslensku landsliðiðin hafa undanfarin ár verið á undanþágu frá Evrópusambandinu um að fá að leika heimaleiki sína í Laugardalshöll. Hún er of lítil og það er margt fleira í Höllinni sem uppfyllir ekki kröfur Evrópusambandsins. Færeyjum var meinað að spila heimaleiki sína í Færeyjum fyrr á þessu ári og það gæti styst í það að Ísland þurfi að leika heimaleiki sína utan landsteinannanna verði ekki úr þessu bætt með nýrri höll. „Þetta er keppni bestu félagsliða í heimi og þeir gera miklar kröfur. Þeir veita engan afslátt, eins og við erum með varðandi landsliðin. Það gæti styst í okkur þar því við sjáum hvað gerist með Færeyjar meðal annars.“ „Þeir fengu ekki að spila heimaleiki sína í Færeyjum og spila í Danmörku. Þetta eru skýr skilaboð að það þarf að hraða þessari umræðu að fá þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir.“ Aðspurður hvort að það þyrfti ekki bara að prenta út allar fréttirnar varðandi þetta mál, fara með niður á Alþingi og berja í borðið svaraði Guðmundur: „Viðræður við stjórnvöld og Reykjavíkurborg hafa verið jákvæð. Þó hefur borgin viljað svör frá ríkisvaldinu hvort að þeir ætli að koma til móts við okkur en ríkisvaldið hefur ekki svarað því með beinum hætti heldur vísað í reglugerðir um þjóðarleikvanga og slíkt.“ „Það er ekki það sem við viljum. Við viljum svör hvort að ríkisvaldið sé tilbúið til að koma að þessu verkefni og þá með hvaða hætti. Þá er hægt að byrja að vinna úr þessu því Reykjavíkurborg er klár í að skoða þetta gaumgæfilega.“ EM 2020 í handbolta Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57 Grímur verður næsti þjálfari Selfoss Þjálfaraleit Íslandsmeistara Selfoss er lokið en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá mun Grímur Hergeirsson taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni. 21. júní 2019 11:59 Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44 Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Sjá meira
Það var þungt hljóðið í Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, er hann ræddi við Vísi um ákvörðun EHF um að meina Selfyssingum þátttöku í Meistaradeild Evrópu. Selfoss fékk ekki þátttökurétt í keppninni vegna þess að engin keppnishöll á Íslandi uppfyllti skilyrði Evrópusambandsins og svörin frá EHF voru á þá vegu að það ætti ekki að koma neinum Íslendingi á óvart. „Fyrir okkur er þetta náttúrlega bara mikið sjokk,“ voru fyrstu viðbrögð Guðmundar er Vísir heyrði í honum rétt fyrir kvöldmatarleyti. Hann segir að hvorki Ásvellir né Laugardalshöll uppfylli skilyrðin. „Selfyssingar áttuðu sig á því að þeirra hús væri ekki nægilega stórt svo þeir tilkynntu inn Ásvelli. Í svarbréfinu sem kemur svo frá EHF segir að Ásvellir uppfylli ekki skilyrðin.“ „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina.“ „Þeir benda jafnframt á að þetta eigi ekki að koma okkur á óvart því þeir eru margbúnir að benda á húsin okkar og erum við meðal annars á undanþágu með landsliðin okkar í Laugardalshöll.“Úr landsleik í Laugardalshöll. Óvíst er hversu lengi Ísland spilar í Laugardalshöll ef ástandið verður það sama.vísir/vilhelmÍslensku landsliðiðin hafa undanfarin ár verið á undanþágu frá Evrópusambandinu um að fá að leika heimaleiki sína í Laugardalshöll. Hún er of lítil og það er margt fleira í Höllinni sem uppfyllir ekki kröfur Evrópusambandsins. Færeyjum var meinað að spila heimaleiki sína í Færeyjum fyrr á þessu ári og það gæti styst í það að Ísland þurfi að leika heimaleiki sína utan landsteinannanna verði ekki úr þessu bætt með nýrri höll. „Þetta er keppni bestu félagsliða í heimi og þeir gera miklar kröfur. Þeir veita engan afslátt, eins og við erum með varðandi landsliðin. Það gæti styst í okkur þar því við sjáum hvað gerist með Færeyjar meðal annars.“ „Þeir fengu ekki að spila heimaleiki sína í Færeyjum og spila í Danmörku. Þetta eru skýr skilaboð að það þarf að hraða þessari umræðu að fá þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir.“ Aðspurður hvort að það þyrfti ekki bara að prenta út allar fréttirnar varðandi þetta mál, fara með niður á Alþingi og berja í borðið svaraði Guðmundur: „Viðræður við stjórnvöld og Reykjavíkurborg hafa verið jákvæð. Þó hefur borgin viljað svör frá ríkisvaldinu hvort að þeir ætli að koma til móts við okkur en ríkisvaldið hefur ekki svarað því með beinum hætti heldur vísað í reglugerðir um þjóðarleikvanga og slíkt.“ „Það er ekki það sem við viljum. Við viljum svör hvort að ríkisvaldið sé tilbúið til að koma að þessu verkefni og þá með hvaða hætti. Þá er hægt að byrja að vinna úr þessu því Reykjavíkurborg er klár í að skoða þetta gaumgæfilega.“
EM 2020 í handbolta Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57 Grímur verður næsti þjálfari Selfoss Þjálfaraleit Íslandsmeistara Selfoss er lokið en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá mun Grímur Hergeirsson taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni. 21. júní 2019 11:59 Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44 Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Sjá meira
Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57
Grímur verður næsti þjálfari Selfoss Þjálfaraleit Íslandsmeistara Selfoss er lokið en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá mun Grímur Hergeirsson taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni. 21. júní 2019 11:59
Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44
Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16