Ríkisstjórn Botsvana áfrýjar úrskurði Hæstaréttar um samkynhneigð Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2019 10:33 Forseti Botsvana hefur talað fyrir réttindum samkynhneigðra en dómsmálaráðherra hans vill snúa dæminu við. Getty/Bloomberg Ríkisstjórn Afríkuríkisins Botsvana mun áfrýja úrskurði hæstaréttar ríkisins sem afglæpavæddi samkynhneigð í landinu. Nái ríkisstjórnin sínu fram við áfrýjunardómstólinn gætu lögin um samkynhneigð, sem eru frá nýlendutímanum, fengið gildi að nýju. Reuters greinir frá. Þá yrði kynlíf samkynhneigðra til að mynda saknæmt og verði einhver uppvís af því að stunda þá iðju má sá hinn sami eiga von á allt að sjö ára fangelsi fyrir athæfið. Málið var lagt fyrir hæstarétt fyrr á árinu af háskólanemanum Letswletse Motshidiemang og var úrskurður réttarins á þá vegu að lögin stæðust ekki stjórnarskrá þar sem að í þeim fólst röskun á einkalífi auk þess að frelsi einstaklingsins var virt að vettugi. Dómsmálaráðherra Botsvana, Abraham Keetshabe, sagði hins vegar í yfirlýsingu sinni að hæstarétti hafi orðið á mistök. „Ég er þeirrar skoðunar að ákvörðun réttarins sé mistök og mun því áfrýja til áfrýjunardómstóls“ sagði Keetshabe.Botsvana hefur undanfarið viðurkennt hluta réttinda ýmissa hópa úr LGBT samfélaginu og hefur forseti landsins talað fyrir því að að samkynhneigðir ættu að njóta fullra réttinda.Með ákvörðun hæstaréttar, sem nú er í hættu, varð Botsvana sjötta Afríkuríkið til þess að afglæpavæða kynlíf samkynhneigðra en það hafa Angóla, Seychelles-eyjar, Mósambík, Saó Tóme og Prinsípe og Lesótó einnig gert. Eina Afríkuríkið þar sem hjónaband samkynhneigðra er löglegt er Suður-Afríka. Botsvana Hinsegin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Ríkisstjórn Afríkuríkisins Botsvana mun áfrýja úrskurði hæstaréttar ríkisins sem afglæpavæddi samkynhneigð í landinu. Nái ríkisstjórnin sínu fram við áfrýjunardómstólinn gætu lögin um samkynhneigð, sem eru frá nýlendutímanum, fengið gildi að nýju. Reuters greinir frá. Þá yrði kynlíf samkynhneigðra til að mynda saknæmt og verði einhver uppvís af því að stunda þá iðju má sá hinn sami eiga von á allt að sjö ára fangelsi fyrir athæfið. Málið var lagt fyrir hæstarétt fyrr á árinu af háskólanemanum Letswletse Motshidiemang og var úrskurður réttarins á þá vegu að lögin stæðust ekki stjórnarskrá þar sem að í þeim fólst röskun á einkalífi auk þess að frelsi einstaklingsins var virt að vettugi. Dómsmálaráðherra Botsvana, Abraham Keetshabe, sagði hins vegar í yfirlýsingu sinni að hæstarétti hafi orðið á mistök. „Ég er þeirrar skoðunar að ákvörðun réttarins sé mistök og mun því áfrýja til áfrýjunardómstóls“ sagði Keetshabe.Botsvana hefur undanfarið viðurkennt hluta réttinda ýmissa hópa úr LGBT samfélaginu og hefur forseti landsins talað fyrir því að að samkynhneigðir ættu að njóta fullra réttinda.Með ákvörðun hæstaréttar, sem nú er í hættu, varð Botsvana sjötta Afríkuríkið til þess að afglæpavæða kynlíf samkynhneigðra en það hafa Angóla, Seychelles-eyjar, Mósambík, Saó Tóme og Prinsípe og Lesótó einnig gert. Eina Afríkuríkið þar sem hjónaband samkynhneigðra er löglegt er Suður-Afríka.
Botsvana Hinsegin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira