Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Sylvía Hall skrifar 3. júlí 2019 10:22 Robert Plant er enn í fullu fjöri. Vísir/Getty Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice ásamt hljómsveit sinn The Sensational Space Shifters. Eins og flestir vita gerði Plant upphaflega garðinn frægan með hljómsveitinni Led Zeppelin. Margir heitir aðdáendur Plant lögðu leið sína í Laugardalinn til þess að sjá goðið koma fram og fengu þeir óvæntan glaðning í leiðinni, en söngvarinn tók í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár hið goðsagnakennda Immigrant Song. Lagið var þrettánda og síðasta lag kvöldsins en líkur eru á því að Plant hafi ákveðið að dusta rykið af laginu í tilefni tónleikanna þar sem lagið hefur sterka tengingu við Ísland. Söngvarinn samdi lagið eftir dvöl sína hér á landi sumarið 1970 þegar Led Zeppelin hóf tónleikaferðalag sitt í Reykjavík og flutti það í fyrsta sinn sex dögum eftir tónleikana hér. „Við komum frá landi íss og snjós. Við vorum gestir íslensku ríkisstjórnarinnar í menningarlegum leiðangri,“ sagði Plant eitt sinn í viðtali um lagið. Hann fór fögrum orðum um landið og sagði móttökurnar hafa verið ótrúlegar. Sveitin byrjaði flesta tónleika sína á laginu árin 1970 til 1972. Ári seinna var lagið oft orðið uppklappslag sveitarinnar en var seinna tekið af lagalistanum og hefur upprunalega sveitin ekki spilað það saman frá árinu 1973. Árið 1996 spilaði sveitin það á endurkomutónleikum en síðan þá hafði Plant ekki spilað lagið fyrr en hann tók það fyrir gesti Secret Solstice fyrr í mánuðinum samkvæmt Rolling Stone. Immigrant Song er eitt af vinsælustu lögum Led Zeppelin frá upphafi og því er engin furða að myndband af flutningi Plant hafi vakið mikla athygli á YouTube. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á myndbandið um það bil 200 þúsund sinnum á einni viku. Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00 Dagskráin á lokadegi Secret Solstice Þriðji og síðasti dagur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice fer fram í dag. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Missti báða foreldra sína í vikunni Lífið Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Menning „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Lífið Matarboðin sem fólk man eftir Lífið samstarf Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Lífið samstarf Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice ásamt hljómsveit sinn The Sensational Space Shifters. Eins og flestir vita gerði Plant upphaflega garðinn frægan með hljómsveitinni Led Zeppelin. Margir heitir aðdáendur Plant lögðu leið sína í Laugardalinn til þess að sjá goðið koma fram og fengu þeir óvæntan glaðning í leiðinni, en söngvarinn tók í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár hið goðsagnakennda Immigrant Song. Lagið var þrettánda og síðasta lag kvöldsins en líkur eru á því að Plant hafi ákveðið að dusta rykið af laginu í tilefni tónleikanna þar sem lagið hefur sterka tengingu við Ísland. Söngvarinn samdi lagið eftir dvöl sína hér á landi sumarið 1970 þegar Led Zeppelin hóf tónleikaferðalag sitt í Reykjavík og flutti það í fyrsta sinn sex dögum eftir tónleikana hér. „Við komum frá landi íss og snjós. Við vorum gestir íslensku ríkisstjórnarinnar í menningarlegum leiðangri,“ sagði Plant eitt sinn í viðtali um lagið. Hann fór fögrum orðum um landið og sagði móttökurnar hafa verið ótrúlegar. Sveitin byrjaði flesta tónleika sína á laginu árin 1970 til 1972. Ári seinna var lagið oft orðið uppklappslag sveitarinnar en var seinna tekið af lagalistanum og hefur upprunalega sveitin ekki spilað það saman frá árinu 1973. Árið 1996 spilaði sveitin það á endurkomutónleikum en síðan þá hafði Plant ekki spilað lagið fyrr en hann tók það fyrir gesti Secret Solstice fyrr í mánuðinum samkvæmt Rolling Stone. Immigrant Song er eitt af vinsælustu lögum Led Zeppelin frá upphafi og því er engin furða að myndband af flutningi Plant hafi vakið mikla athygli á YouTube. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á myndbandið um það bil 200 þúsund sinnum á einni viku.
Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00 Dagskráin á lokadegi Secret Solstice Þriðji og síðasti dagur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice fer fram í dag. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Missti báða foreldra sína í vikunni Lífið Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Menning „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Lífið Matarboðin sem fólk man eftir Lífið samstarf Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Lífið samstarf Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00
Dagskráin á lokadegi Secret Solstice Þriðji og síðasti dagur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice fer fram í dag. 23. júní 2019 12:00