„Fáum 10-15 íslenska leikmenn í sterkustu deildirnar á næstu 3-4 árum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2019 19:30 Arnar Freyr er með marga þekkta handboltamenn á sínum snærum. mynd/stöð 2 Arnar Freyr Theodórsson hefur getið sér gott orð sem umboðsmaður handboltamanna á síðustu árum. Meðal leikmanna sem hann er með á sínum snærum eru Sander Sagosen, Aron Pálmarsson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Haukur Þrastarson. Arnar segir áhuga félaga á Norðurlöndunum á íslenskum leikmönnum mikinn og deildirnar þar séu góður stökkpallur fyrir okkar ungu og efnilegu leikmenn. „Við virðumst henta mjög vel í þennan skandinavíska bolta. Við erum með góða tæknikunnáttu sem þarf í þessum deildum en vantar oft líkamsstyrk. En við náum að búa okkur undir stærri og sterkari deildir í Skandinavíu. Það virðist henta okkur ungu leikmönnum mjög vel að byrja sinn atvinnumannaferil í þar,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnar hefur trú á því að íslenskum leikmönnum í sterkustu deildum heims, í Þýskalandi og Frakklandi, muni fjölga á næstu árum. „Við vorum með mjög sterkt landslið þegar flestir okkar leikmanna voru að spila í þessum deildum en það skapaðist svolítið getubil á milli bestu íslensku leikmannanna og þeirra sem spiluðu á Íslandi. Þeir voru ekki nógu sterkir til að koma í þessar deildir. En núna er útlit fyrir að við verðum með marga leikmenn í þessum deildum á komandi árum. Mér finnst vera 10-15 leikmenn sem munu fara í þessar deildir á næstu 3-4 árum,“ sagði Arnar. „Ef allt fer eins og á horfir verðum við með nokkra leikmenn nálægt heimsklassa eða í heimsklassa þannig að framtíðin er björt í íslenskum handbolta að mínu mati.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikill áhugi á íslenskum leikmönnum Íslenski handboltinn Mest lesið Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Fótbolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Handbolti Fær 2,6 milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Fótbolti Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Fótbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sjá meira
Arnar Freyr Theodórsson hefur getið sér gott orð sem umboðsmaður handboltamanna á síðustu árum. Meðal leikmanna sem hann er með á sínum snærum eru Sander Sagosen, Aron Pálmarsson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Haukur Þrastarson. Arnar segir áhuga félaga á Norðurlöndunum á íslenskum leikmönnum mikinn og deildirnar þar séu góður stökkpallur fyrir okkar ungu og efnilegu leikmenn. „Við virðumst henta mjög vel í þennan skandinavíska bolta. Við erum með góða tæknikunnáttu sem þarf í þessum deildum en vantar oft líkamsstyrk. En við náum að búa okkur undir stærri og sterkari deildir í Skandinavíu. Það virðist henta okkur ungu leikmönnum mjög vel að byrja sinn atvinnumannaferil í þar,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnar hefur trú á því að íslenskum leikmönnum í sterkustu deildum heims, í Þýskalandi og Frakklandi, muni fjölga á næstu árum. „Við vorum með mjög sterkt landslið þegar flestir okkar leikmanna voru að spila í þessum deildum en það skapaðist svolítið getubil á milli bestu íslensku leikmannanna og þeirra sem spiluðu á Íslandi. Þeir voru ekki nógu sterkir til að koma í þessar deildir. En núna er útlit fyrir að við verðum með marga leikmenn í þessum deildum á komandi árum. Mér finnst vera 10-15 leikmenn sem munu fara í þessar deildir á næstu 3-4 árum,“ sagði Arnar. „Ef allt fer eins og á horfir verðum við með nokkra leikmenn nálægt heimsklassa eða í heimsklassa þannig að framtíðin er björt í íslenskum handbolta að mínu mati.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikill áhugi á íslenskum leikmönnum
Íslenski handboltinn Mest lesið Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Fótbolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Handbolti Fær 2,6 milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Fótbolti Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Fótbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sjá meira