Einar Andri: Vonbrigði en virði ákvörðunina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júlí 2019 13:30 Einar Andri getur ekki nýtt krafta A-landsliðsmannanna Hauks Þrastarsonar og Teits Arnar Einarssonar á HM á Spáni. mynd/sigurjón Einar Andri Einarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í handbolta, viðurkennir að það hafi verið vonbrigði að leikmenn á borð við Hauk Þrastarson og Teit Örn Einarsson hafi ekki gefið kost á sér til að spila á HM á Spáni sem hefst í næstu viku. „Það eru ákveðin vonbrigði að þeir skuli ekki vera með okkur. En við getum ekkert dvalið við það. Við erum með gott lið og góða leikmenn sem fá tækifæri í staðinn,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í dag. En er hann ánægður með skýringarnar sem hann fékk frá leikmönnunum sem gáfu ekki kost á sér í verkefnið? „Ég virði bara það sem þeir segja og ekkert sem ég get gert í því. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Einar Andri. Markmiðið að komast upp úr langsterkasta riðlinumÍsland er í D-riðli sem stendur sannarlega undir nafni sem Dauðariðilinn. Ásamt Íslandi eru Danmörk, Þýskaland, Noregur, Síle og Argentína í honum. „Við erum í gríðarlega erfiðum riðli, þeim langsterkasta á mótinu. Stóra markmiðið okkar er að komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslit. Í útsláttarkeppninni getur svo allt gerst,“ sagði Einar Andri. „Við spiluðum við Argentínu á æfingamóti í Portúgal á dögunum og unnum þá með tveimur mörkum í hörkuleik. Þetta lið spilaði svo við Síle fyrir tveimur árum og vann með þremur mörkum. Við vitum að þessi lið standa okkur ekki langt að baki og hin þrjú liðin eru frábær. Þetta er virkilega verðugt verkefni.“ Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Síle á þriðjudaginn. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Haukur fer ekki með á HM Búið er að velja íslenska hópinn sem keppir á HM U-21 ára karla í handbolta. 10. júlí 2019 14:31 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Einar Andri Einarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í handbolta, viðurkennir að það hafi verið vonbrigði að leikmenn á borð við Hauk Þrastarson og Teit Örn Einarsson hafi ekki gefið kost á sér til að spila á HM á Spáni sem hefst í næstu viku. „Það eru ákveðin vonbrigði að þeir skuli ekki vera með okkur. En við getum ekkert dvalið við það. Við erum með gott lið og góða leikmenn sem fá tækifæri í staðinn,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í dag. En er hann ánægður með skýringarnar sem hann fékk frá leikmönnunum sem gáfu ekki kost á sér í verkefnið? „Ég virði bara það sem þeir segja og ekkert sem ég get gert í því. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Einar Andri. Markmiðið að komast upp úr langsterkasta riðlinumÍsland er í D-riðli sem stendur sannarlega undir nafni sem Dauðariðilinn. Ásamt Íslandi eru Danmörk, Þýskaland, Noregur, Síle og Argentína í honum. „Við erum í gríðarlega erfiðum riðli, þeim langsterkasta á mótinu. Stóra markmiðið okkar er að komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslit. Í útsláttarkeppninni getur svo allt gerst,“ sagði Einar Andri. „Við spiluðum við Argentínu á æfingamóti í Portúgal á dögunum og unnum þá með tveimur mörkum í hörkuleik. Þetta lið spilaði svo við Síle fyrir tveimur árum og vann með þremur mörkum. Við vitum að þessi lið standa okkur ekki langt að baki og hin þrjú liðin eru frábær. Þetta er virkilega verðugt verkefni.“ Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Síle á þriðjudaginn.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Haukur fer ekki með á HM Búið er að velja íslenska hópinn sem keppir á HM U-21 ára karla í handbolta. 10. júlí 2019 14:31 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Haukur fer ekki með á HM Búið er að velja íslenska hópinn sem keppir á HM U-21 ára karla í handbolta. 10. júlí 2019 14:31