Stofnandi Jysk látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 13:45 Lars Larsen greindist með lifrarkrabbamein fyrr í sumar. EPA/HENNING BAGGER Lars Larsen, stofnandi smávöruverslanakeðjunnar Jysk, er látinn. Hann var 71 árs. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu er Larsen sagður hafa látist á heimili sínu í Silkeborg á Jótlandi í morgun í faðmi fjölskyldu sinnar. Aðeins tveir mánuðir eru síðan að Larsen steig úr stjórnarformannsstóli í Lars Larsen Group, móðurfélagi Jysk, eftir að hann greindist með lifrarkrabbamein í júní. Larsen var einn ríkasti maður Danmerkur og skilur eftir sig eiginkonu, tvö börn og fjögur barnabörn. Hann stofnaði Jysk, sem sérhæfir sig í sölu á hvers kyns heimilisvarningi, árið 1979. Keðjan stækkaði ört og er nú svo komið að um 2800 Jysk verslanir eru starfræktar í 52 löndum, þar á meðal á Íslandi undir nafni Rúmfatalagersins. Fyrsta verslun Rúmfatalagersins opnaði í Kópavogi árið 1987. Larsen var metinn á næstum 30 milljarða danskra króna, um 545 milljarða króna, ekki síst fyrir tilstuðlan Lars Larsen Group. Félagið hélt þó ekki aðeins utan um rekstur Jysk heldur jafnframt annarra húsgagnaverslana, golfvalla, sushi-veitingastaða og hótela. Sjálfsævisaga Larsen, Go'daw jeg hedder Lars Larsen: Jeg har et godt tilbud, er af mörgum talin mest lesna sjálfsævisaga í Danmörku. Ástæðan er sú að henni var dreift inn á öll heimili í landinu árið 2004, en sama ár fagnaði Jysk 25 ára afmæli. Andlát Danmörk Mest lesið „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Breytingar hjá Intellecta Viðskipti innlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Lars Larsen, stofnandi smávöruverslanakeðjunnar Jysk, er látinn. Hann var 71 árs. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu er Larsen sagður hafa látist á heimili sínu í Silkeborg á Jótlandi í morgun í faðmi fjölskyldu sinnar. Aðeins tveir mánuðir eru síðan að Larsen steig úr stjórnarformannsstóli í Lars Larsen Group, móðurfélagi Jysk, eftir að hann greindist með lifrarkrabbamein í júní. Larsen var einn ríkasti maður Danmerkur og skilur eftir sig eiginkonu, tvö börn og fjögur barnabörn. Hann stofnaði Jysk, sem sérhæfir sig í sölu á hvers kyns heimilisvarningi, árið 1979. Keðjan stækkaði ört og er nú svo komið að um 2800 Jysk verslanir eru starfræktar í 52 löndum, þar á meðal á Íslandi undir nafni Rúmfatalagersins. Fyrsta verslun Rúmfatalagersins opnaði í Kópavogi árið 1987. Larsen var metinn á næstum 30 milljarða danskra króna, um 545 milljarða króna, ekki síst fyrir tilstuðlan Lars Larsen Group. Félagið hélt þó ekki aðeins utan um rekstur Jysk heldur jafnframt annarra húsgagnaverslana, golfvalla, sushi-veitingastaða og hótela. Sjálfsævisaga Larsen, Go'daw jeg hedder Lars Larsen: Jeg har et godt tilbud, er af mörgum talin mest lesna sjálfsævisaga í Danmörku. Ástæðan er sú að henni var dreift inn á öll heimili í landinu árið 2004, en sama ár fagnaði Jysk 25 ára afmæli.
Andlát Danmörk Mest lesið „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Breytingar hjá Intellecta Viðskipti innlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira