Kvenfélag Grímsneshrepps á ekki eignarhlut í Landsvirkjun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. ágúst 2019 20:30 Kvenfélagskonur í Grímsnesi hafa fengið það staðfest að félagið seldi skuldabréf sitt í Sogsvirkjun þrettán árum eftir að það var keypt og á því ekki eignarhlut í Landsvirkjun. Skuldabréfið var keypt á fimm þúsund krónur 1951 en selt á fimmtíu þúsund krónur 1964 því nota þurfti peninginn til að byggja félagsheimili sveitarinnar. Félagið á hvergi skuldabréf í dag, aðeins einn happdrættismiða í SÍBS.Í fréttum okkar í lok júlí koma fram að kvenfélagskonur vildu kanna hvort það gæti verið að félagið ætti rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan er sú að í nýútkominni bók um hundrað ára sögu félagsins kemur fram að vorið 1951 hafi verið samþykkt að Kvenfélagið keypti hlutabréf í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf. Kvenfélagskonur fóru í gær á Héraðssafn Árnesinga og fengu þar að sjá ársreikninga félagsins þar sem sést að bréfið var selt 1964. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi var formaður félagsins þegar bréfið var keypt og selt. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi í Grímsnesi var formaður kvenfélagsins þegar hlutabréfið í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf var keypti.Kvenfélag Grímsneshrepps„Við sáum í fundargerðunum og reikningnum að það var keypt skuldabréf 1951. Svo flettum við áfram og sáum að 1964 hefur félagið leyst það út. Það var verið að byggja félagsheimilið á Borg og félagið lagði til 30 þúsund krónur inn í það, þannig að líklega hefur þessi aur farið inn í þá hít,“ segir Laufey Guðmundsdóttir, formaður kvenfélagsins.En á þá félagið ekkert í Landsvirkjun?„Ekki félagið, en við sem íbúar og þjóð eigum að sjálfsögðu hlut í Landsvirkjun“.Laufey segir að kaupa félagsins 1951 á hlutabréfi sem reyndist svo vera skuldabréf í Sogsvirkjun sýni enn og aftur hvað kvenfélagskonur eru framsýnar og skynsamar en með kaupunum lánaði félagið Sogsvirkjunum peninga til uppbyggingar og um leið fjölgaði konum í félaginu þegar íbúum fjölgaði við Sogið í kjölfar virkjanaframkvæmda þar.„Já, ég myndi segja það og hversu fjölbreytt verkefni og hlutverk þær taka sér fyrir. Þetta snýst ekki bara um baksturinn,“ segir Laufey og hlær.Í nýrri bók Kvenfélags Grímsness er 100 ára saga þess rakinn í máli og myndum.Magnús HlynurEn á kvenfélagið bréf í einhverjum fyrirtækjum í dag? „Nei, ekki svo ég viti. Ég held að það eina sem við eigum sem gæti mögulega gefið okkur eitthvað sé einn happdrættismiði í SÍBS, hver veit,“ segir formaður kvenfélags Grímsneshrepps. Félagsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. 31. júlí 2019 21:29 Kvenfélagskonur komast ekki í gömlu skjalagögnin Kvenfélagskonur í Grímsnesi, sem vilja vita hvort Kvenfélag Grímsneshrepps eigi hlut í Landsvirkjun, hafa ekki komist í gamla ársreikninga félagsins til að kanna hvort félagið hafi árið 1951 keypt hlutabréf í Sogsvirkjunum. 2. ágúst 2019 16:34 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Kvenfélagskonur í Grímsnesi hafa fengið það staðfest að félagið seldi skuldabréf sitt í Sogsvirkjun þrettán árum eftir að það var keypt og á því ekki eignarhlut í Landsvirkjun. Skuldabréfið var keypt á fimm þúsund krónur 1951 en selt á fimmtíu þúsund krónur 1964 því nota þurfti peninginn til að byggja félagsheimili sveitarinnar. Félagið á hvergi skuldabréf í dag, aðeins einn happdrættismiða í SÍBS.Í fréttum okkar í lok júlí koma fram að kvenfélagskonur vildu kanna hvort það gæti verið að félagið ætti rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan er sú að í nýútkominni bók um hundrað ára sögu félagsins kemur fram að vorið 1951 hafi verið samþykkt að Kvenfélagið keypti hlutabréf í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf. Kvenfélagskonur fóru í gær á Héraðssafn Árnesinga og fengu þar að sjá ársreikninga félagsins þar sem sést að bréfið var selt 1964. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi var formaður félagsins þegar bréfið var keypt og selt. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi í Grímsnesi var formaður kvenfélagsins þegar hlutabréfið í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf var keypti.Kvenfélag Grímsneshrepps„Við sáum í fundargerðunum og reikningnum að það var keypt skuldabréf 1951. Svo flettum við áfram og sáum að 1964 hefur félagið leyst það út. Það var verið að byggja félagsheimilið á Borg og félagið lagði til 30 þúsund krónur inn í það, þannig að líklega hefur þessi aur farið inn í þá hít,“ segir Laufey Guðmundsdóttir, formaður kvenfélagsins.En á þá félagið ekkert í Landsvirkjun?„Ekki félagið, en við sem íbúar og þjóð eigum að sjálfsögðu hlut í Landsvirkjun“.Laufey segir að kaupa félagsins 1951 á hlutabréfi sem reyndist svo vera skuldabréf í Sogsvirkjun sýni enn og aftur hvað kvenfélagskonur eru framsýnar og skynsamar en með kaupunum lánaði félagið Sogsvirkjunum peninga til uppbyggingar og um leið fjölgaði konum í félaginu þegar íbúum fjölgaði við Sogið í kjölfar virkjanaframkvæmda þar.„Já, ég myndi segja það og hversu fjölbreytt verkefni og hlutverk þær taka sér fyrir. Þetta snýst ekki bara um baksturinn,“ segir Laufey og hlær.Í nýrri bók Kvenfélags Grímsness er 100 ára saga þess rakinn í máli og myndum.Magnús HlynurEn á kvenfélagið bréf í einhverjum fyrirtækjum í dag? „Nei, ekki svo ég viti. Ég held að það eina sem við eigum sem gæti mögulega gefið okkur eitthvað sé einn happdrættismiði í SÍBS, hver veit,“ segir formaður kvenfélags Grímsneshrepps.
Félagsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. 31. júlí 2019 21:29 Kvenfélagskonur komast ekki í gömlu skjalagögnin Kvenfélagskonur í Grímsnesi, sem vilja vita hvort Kvenfélag Grímsneshrepps eigi hlut í Landsvirkjun, hafa ekki komist í gamla ársreikninga félagsins til að kanna hvort félagið hafi árið 1951 keypt hlutabréf í Sogsvirkjunum. 2. ágúst 2019 16:34 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. 31. júlí 2019 21:29
Kvenfélagskonur komast ekki í gömlu skjalagögnin Kvenfélagskonur í Grímsnesi, sem vilja vita hvort Kvenfélag Grímsneshrepps eigi hlut í Landsvirkjun, hafa ekki komist í gamla ársreikninga félagsins til að kanna hvort félagið hafi árið 1951 keypt hlutabréf í Sogsvirkjunum. 2. ágúst 2019 16:34