Segir Frakka ekki tilbúna að fresta útgöngu Breta að svo stöddu Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2019 10:54 Ummæli Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, flækja enn frekar stöðu Breta í Brexit-málinu. Getty/Chesnot Frönsk stjórnvöld eru ekki tilbúin að fresta útgöngu Breta úr Evrópusambandinu eins og staðan er í dag, ef marka má ummæli Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, fyrr í dag. Utanríkisráðherrann segir þetta vera afstöðu Frakka í ljósi þess að breskum stjórnvöldum hafi ekki tekist að sýna fram á að þau muni bera fram nýjar lausnir við samningaborðið til að leysa um Brexit hnútinn. Að óbreyttu mun Bretland yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, hvort sem nýtt samkomulag næst eður ei. „Þau segjast vilja bera fram aðrar lausnir til að tryggja útgönguna. Við höfum ekki séð þær, svo svarið er nei. Við munum ekki byrja upp á nýtt á þriggja mánaða fresti. Leyfum breska þinginu og breskum stjórnvöldum að segja okkur hver leiðin er framundan,“ sagði utanríkisráðherrann í samtali við frönsku sjónvarpsstöðina CNews. Boris Johnson forsætisráðherra Breta er nú í erfiðri stöðu eftir að breska þingið kom á dögunum í veg fyrir samningslausa útgöngu í lok október. Eitt helsta kosningamál hins nýja forsætisráðherra var að Bretar færu úr sambandinu þann 31. október og hefur hann í kjölfar ákvörðunar þingsins reynt að boða til þingkosninga. Ekki náðist heldur stuðningur á breska þinginu fyrir þeirri tillögu. Ljóst er að yfirlýsing franska utanríkisráðherrans flækir stöðuna enn frekar fyrir Boris Johnson, sem hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti. Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Sigmundur tjáði sig aftur um Brexit í breskum fjölmiðlum: Hrósar Boris fyrir framgöngu sína Sigmundur tjáði sig um útgöngu Breta úr ESB í breska miðlinum The Spectator á dögunum. 7. september 2019 22:25 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Frönsk stjórnvöld eru ekki tilbúin að fresta útgöngu Breta úr Evrópusambandinu eins og staðan er í dag, ef marka má ummæli Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, fyrr í dag. Utanríkisráðherrann segir þetta vera afstöðu Frakka í ljósi þess að breskum stjórnvöldum hafi ekki tekist að sýna fram á að þau muni bera fram nýjar lausnir við samningaborðið til að leysa um Brexit hnútinn. Að óbreyttu mun Bretland yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, hvort sem nýtt samkomulag næst eður ei. „Þau segjast vilja bera fram aðrar lausnir til að tryggja útgönguna. Við höfum ekki séð þær, svo svarið er nei. Við munum ekki byrja upp á nýtt á þriggja mánaða fresti. Leyfum breska þinginu og breskum stjórnvöldum að segja okkur hver leiðin er framundan,“ sagði utanríkisráðherrann í samtali við frönsku sjónvarpsstöðina CNews. Boris Johnson forsætisráðherra Breta er nú í erfiðri stöðu eftir að breska þingið kom á dögunum í veg fyrir samningslausa útgöngu í lok október. Eitt helsta kosningamál hins nýja forsætisráðherra var að Bretar færu úr sambandinu þann 31. október og hefur hann í kjölfar ákvörðunar þingsins reynt að boða til þingkosninga. Ekki náðist heldur stuðningur á breska þinginu fyrir þeirri tillögu. Ljóst er að yfirlýsing franska utanríkisráðherrans flækir stöðuna enn frekar fyrir Boris Johnson, sem hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti.
Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Sigmundur tjáði sig aftur um Brexit í breskum fjölmiðlum: Hrósar Boris fyrir framgöngu sína Sigmundur tjáði sig um útgöngu Breta úr ESB í breska miðlinum The Spectator á dögunum. 7. september 2019 22:25 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06
Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30
Sigmundur tjáði sig aftur um Brexit í breskum fjölmiðlum: Hrósar Boris fyrir framgöngu sína Sigmundur tjáði sig um útgöngu Breta úr ESB í breska miðlinum The Spectator á dögunum. 7. september 2019 22:25
Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00