Vilja samkomulag um olíusölu sem fyrst Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2019 12:05 Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, er staddur í Moskvu. EPA/YURI KOCHETKOV Yfirvöld Íran munu segja skilið við kjarnorkusamkomulagið svokallaða verði nýtt samkomulag ekki gert fyrir lok þessarar viku. Þetta sagði Ali Rabiei, talsmaður ríkisstjórnarinnar, við blaðamenn í dag og sagði hann mikilvægt að Íran geti selt olíu, þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna. Íranir líta til Evrópu og eiga nú í viðræðum í bæði Frakklandi og Rússlandi. Markmið þeirra viðræðna er að tryggja að Íranir geti selt olíu sína á alþjóðlegum mörkuðum.Staðan er sú í dag að hver sá sem kaupir olíu af Íran fellur undir aðgerðir Bandaríkjanna og missir þar að auki aðgang að fjármálakerfi ríkisins. Það gerðist fyrir rúmu ári síðan þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu og beitti Íran viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Síðan þá hefur olíusala Íran dregist verulega saman. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Forsvarsmenn þjóða Evrópu hafa þó reynt að halda samkomulaginu í gildi en með takmörkuðum árangri. Þá hafa Íranir brotið gegn samkomulaginu. Alþjóðakjarnorkustofnunin (IAEA) segir Írani bæði eiga meira úraníum en samkomulagið leyfi og að þeir hafi auðgað úraníum meira en leyfilegt sé, samkvæmt AP fréttaveitunni.Án árangurs í viðræðunum ætla Íranir sér að auðga úraníum í meira magni. Bandaríkin Bensín og olía Evrópusambandið Frakkland Íran Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Yfirvöld Íran munu segja skilið við kjarnorkusamkomulagið svokallaða verði nýtt samkomulag ekki gert fyrir lok þessarar viku. Þetta sagði Ali Rabiei, talsmaður ríkisstjórnarinnar, við blaðamenn í dag og sagði hann mikilvægt að Íran geti selt olíu, þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna. Íranir líta til Evrópu og eiga nú í viðræðum í bæði Frakklandi og Rússlandi. Markmið þeirra viðræðna er að tryggja að Íranir geti selt olíu sína á alþjóðlegum mörkuðum.Staðan er sú í dag að hver sá sem kaupir olíu af Íran fellur undir aðgerðir Bandaríkjanna og missir þar að auki aðgang að fjármálakerfi ríkisins. Það gerðist fyrir rúmu ári síðan þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu og beitti Íran viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Síðan þá hefur olíusala Íran dregist verulega saman. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Forsvarsmenn þjóða Evrópu hafa þó reynt að halda samkomulaginu í gildi en með takmörkuðum árangri. Þá hafa Íranir brotið gegn samkomulaginu. Alþjóðakjarnorkustofnunin (IAEA) segir Írani bæði eiga meira úraníum en samkomulagið leyfi og að þeir hafi auðgað úraníum meira en leyfilegt sé, samkvæmt AP fréttaveitunni.Án árangurs í viðræðunum ætla Íranir sér að auðga úraníum í meira magni.
Bandaríkin Bensín og olía Evrópusambandið Frakkland Íran Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira