Nýr forvarna- og upplýsingavefur bylting fyrir ferðamenn Safe ehf kynnir 26. september 2019 13:30 Nýi vefurinn er skemmtilega myndskreyttur en Jökulá annaðist hönnun vefsíðunnar. Safe.is er nýr forvarna- og upplýsingavefur fyrir ferðamenn sem aka um landið á bílaleigubílum. Vefurinn fór í loftið í ágúst og fékk strax frábærar viðtökur að sögn eigenda Safe ehf, þeirra Óskars Einarssonar og Brynju Scheving en þau stofnuðu vefinn til að mæta aðkallandi þörf fyrir aðgengilegt forvarnarefni. „Ég hef starfað í mörg ár á bílaleigu og fann að stór hluti þeirra sem ferðamanna sem sest upp í bílaleigubíl er engan veginn klár í það verkefni sem bíður þeirra á íslenskum vegum. Ekki svo að skilja að ferðamenn séu eitthvað verri ökumenn, heldur er vegakerfið eitthvað sem við erum orðin vön en er afar framandi og jafnvel frumstætt í hugum gesta okkar,“ segir Óskar. Starfsmenn bílaleiga reyni eftir megni að upplýsa ferðamenn um aðstæður en þeir taki misjafnlega vel eftir.„Staðreyndin er sú að fólk nennir ekki að hlusta á forvarnarfyrirlestur eftir margra tíma flug og töskuburð. Það vill bara fá lyklana að bílnum og drífa sig af stað í fríið. Mér fannst einnig það forvarnarefni sem í boði hefur verið frekar gamaldags. Kannski má segja að forvarnarefni sé leiðinlegt í eðli sínu en einmitt þess vegna völdum við Brynja að blanda öðru áhugaverðu efni með sem nýtist ferðamanninum á leið um landið. Hann getur flett upp áhugaverðum stöðum og lesið sér til um þá, það er kafli í smíðum um afþreyingu um allt land og einnig eigum við von á að sjá kafla sérstaklega ætlaður þeim sem ferðast um á húsbílum. Það er greinilegt að við erum að hitta á eitthvað sem vantaði því umferð um síðuna ótrúlega mikil,“ segir Óskar. „Nú þegar erum við komin í samstarf við nokkrar öflugar bílaleigur sem láta sínum viskiptavinum í té upplýsingar um safe.is og eru viðræður í gangi við fleiri. Einnig er síðunni dreift af erlendum bókunarsíðum á þeirra viðskiptavini með bókunarstaðfestingu. Það er gaman að sjá að hátt í helmingur af umferðinni inná safe.is er að koma erlendis frá og hlutfall þeirra sem koma tvisvar eða oftar er ótrúlega hátt. Við rekum vefinn með auglýsingum og geta aðilar í ferðaþjónustu komið skilaboðum á þennan stóra markhóp sem erlendir ferðamenn eru,“ segir Óskar og bendir á að áhugasamir samstarfsaðilar geti haft samband með tölvupósti á [email protected]Hvernig virkar safe.is?Sérstaða safe.is er ný nálgun á forvarnarefni fyrir akandi ferðamenn ásamt ýmsum nýjungum sem nýtast vel á ferðlagi um landið. Má þar helst nefna upplýsingar á 10 tungumálum þar sem farið er yfir þá þætti sem kunna að vera framandi eða öðruvísi en ferðamenn eiga að venjast. Sérstaklega er farið yfir vetrarakstur og hálendisakstur. Notandi getur annaðhvort hlustað á upplýsingarnar eða lesið á sínu tungumáli. Einnig er að finna kort þar sem notandi slær inn upphafsstað og áfangastað og fær þá upp leiðarlýsingu ásamt upplýsingum um vegaaðstæður snjó, hálku, lokanir og fleira. Vandað ökupróf er á síðunni, upplýsingar um bílinn og um íslensk umferðamerki, sektir, tékklisti og margt fleira. Við gerð Safe.is nutu Óskar og Brynja aðstoðar Samgöngustofu og sérfræðinga frá tryggingarfélögum. Jökulá sá um hönnun síðunnar.„Ég held að vandaður vefur eins og safe.is þrýsti á aðra sem sinna þessum málaflokki til að gera betur og hafa metnað til að uppfæra sitt efni í takt við breytta tíma. Ég hef reyndar heyrt að tilkoma safe.is hafi nú þegar ýtt við mönnum þannig að við skulum vona að betri tímar séu framundan hvað þessi mál varðar þó auðvitað séu margar bílaleigur að gera mjög vel í að koma sínu forvarnarefni á ferðamenn og um sé að ræða virkilega gott efni sem þeir hafa útbúið.“Þessi kynning er unnin í samstarfi við Safe ehf. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Safe.is er nýr forvarna- og upplýsingavefur fyrir ferðamenn sem aka um landið á bílaleigubílum. Vefurinn fór í loftið í ágúst og fékk strax frábærar viðtökur að sögn eigenda Safe ehf, þeirra Óskars Einarssonar og Brynju Scheving en þau stofnuðu vefinn til að mæta aðkallandi þörf fyrir aðgengilegt forvarnarefni. „Ég hef starfað í mörg ár á bílaleigu og fann að stór hluti þeirra sem ferðamanna sem sest upp í bílaleigubíl er engan veginn klár í það verkefni sem bíður þeirra á íslenskum vegum. Ekki svo að skilja að ferðamenn séu eitthvað verri ökumenn, heldur er vegakerfið eitthvað sem við erum orðin vön en er afar framandi og jafnvel frumstætt í hugum gesta okkar,“ segir Óskar. Starfsmenn bílaleiga reyni eftir megni að upplýsa ferðamenn um aðstæður en þeir taki misjafnlega vel eftir.„Staðreyndin er sú að fólk nennir ekki að hlusta á forvarnarfyrirlestur eftir margra tíma flug og töskuburð. Það vill bara fá lyklana að bílnum og drífa sig af stað í fríið. Mér fannst einnig það forvarnarefni sem í boði hefur verið frekar gamaldags. Kannski má segja að forvarnarefni sé leiðinlegt í eðli sínu en einmitt þess vegna völdum við Brynja að blanda öðru áhugaverðu efni með sem nýtist ferðamanninum á leið um landið. Hann getur flett upp áhugaverðum stöðum og lesið sér til um þá, það er kafli í smíðum um afþreyingu um allt land og einnig eigum við von á að sjá kafla sérstaklega ætlaður þeim sem ferðast um á húsbílum. Það er greinilegt að við erum að hitta á eitthvað sem vantaði því umferð um síðuna ótrúlega mikil,“ segir Óskar. „Nú þegar erum við komin í samstarf við nokkrar öflugar bílaleigur sem láta sínum viskiptavinum í té upplýsingar um safe.is og eru viðræður í gangi við fleiri. Einnig er síðunni dreift af erlendum bókunarsíðum á þeirra viðskiptavini með bókunarstaðfestingu. Það er gaman að sjá að hátt í helmingur af umferðinni inná safe.is er að koma erlendis frá og hlutfall þeirra sem koma tvisvar eða oftar er ótrúlega hátt. Við rekum vefinn með auglýsingum og geta aðilar í ferðaþjónustu komið skilaboðum á þennan stóra markhóp sem erlendir ferðamenn eru,“ segir Óskar og bendir á að áhugasamir samstarfsaðilar geti haft samband með tölvupósti á [email protected]Hvernig virkar safe.is?Sérstaða safe.is er ný nálgun á forvarnarefni fyrir akandi ferðamenn ásamt ýmsum nýjungum sem nýtast vel á ferðlagi um landið. Má þar helst nefna upplýsingar á 10 tungumálum þar sem farið er yfir þá þætti sem kunna að vera framandi eða öðruvísi en ferðamenn eiga að venjast. Sérstaklega er farið yfir vetrarakstur og hálendisakstur. Notandi getur annaðhvort hlustað á upplýsingarnar eða lesið á sínu tungumáli. Einnig er að finna kort þar sem notandi slær inn upphafsstað og áfangastað og fær þá upp leiðarlýsingu ásamt upplýsingum um vegaaðstæður snjó, hálku, lokanir og fleira. Vandað ökupróf er á síðunni, upplýsingar um bílinn og um íslensk umferðamerki, sektir, tékklisti og margt fleira. Við gerð Safe.is nutu Óskar og Brynja aðstoðar Samgöngustofu og sérfræðinga frá tryggingarfélögum. Jökulá sá um hönnun síðunnar.„Ég held að vandaður vefur eins og safe.is þrýsti á aðra sem sinna þessum málaflokki til að gera betur og hafa metnað til að uppfæra sitt efni í takt við breytta tíma. Ég hef reyndar heyrt að tilkoma safe.is hafi nú þegar ýtt við mönnum þannig að við skulum vona að betri tímar séu framundan hvað þessi mál varðar þó auðvitað séu margar bílaleigur að gera mjög vel í að koma sínu forvarnarefni á ferðamenn og um sé að ræða virkilega gott efni sem þeir hafa útbúið.“Þessi kynning er unnin í samstarfi við Safe ehf.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira