Veruleiki Kúrda Lenya Rún Anwar Faraj skrifar 7. október 2019 20:47 Enn og aftur hafa Kúrdar verið sviknir eftir að Bandaríkin brutu bandalag milli ríkjanna tveggja. Eftir að forseti Bandaríkjanna sannfærði Kúrda í Sýrlandi að öruggt væri að víkja úr varnarstöðum sem til þess voru fallnar að fæla Tyrklandsher í burtu frá landamærum norður Sýrlands og lofaði öryggisráðstöfunum í skiptum fyrir vik úr varnarstöðum, gaf hann þess í stað forseta Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, grænt ljós til að ráðast á Kúrda. Þessi atburðarás sem sett var af stað af Donald Trump var hvatvís, óheiðarleg og hættuleg. Nú mun þjóðernishreinsun í garð Kúrda í Sýrlandi hefjast sem stillir okkur upp við vegg og mun síðasta úrræðið líklegast verða myndun bandalags við Bashar-al Assad, forseta Sýrlands, sem Kúrdar vilja helst forðast vegna fyrri átaka. Án kúrdískra hersveita hefðu Bandaríkin ekki getað sigrað ISIS og myndum við ganga svo langt að segja að við vorum lykilatriði í baráttunni. Ellefu þúsund kúrdískir hermenn hafa dáið í baráttunni gegn ISIS þar sem þau börðust við hlið Bandaríkjamanna, en í ótrúlegri og órökréttri stefnubreytingu, erum við yfirgefin af þeim og horfum fram á þjóðarmorð. Dagurinn í dag er mikill sorgardagur meðal Kúrda þar sem við höfum vægast sagt, verið dæmd til dauða í Sýrlandi. Stundum er ekki hægt að gera annað en að vekja athygli á atburðum sem eru að gerast í heiminum, en í dag bið ég ykkur um að fylgjast með. Kúrdar voru þöglir á meðan á Anfal þjóðarmorðinu stóð árin 1986-1989, en í dag erum við hávær og við látum í okkur heyra. Við tökum þessu ekki lengur og við ætlum að berjast á móti. Við erum þreytt, við erum sár og við erum vonsvikin, en við ætlum samt að berjast.Höfundur er Kúrdi og ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök Kúrda og Tyrkja Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Enn og aftur hafa Kúrdar verið sviknir eftir að Bandaríkin brutu bandalag milli ríkjanna tveggja. Eftir að forseti Bandaríkjanna sannfærði Kúrda í Sýrlandi að öruggt væri að víkja úr varnarstöðum sem til þess voru fallnar að fæla Tyrklandsher í burtu frá landamærum norður Sýrlands og lofaði öryggisráðstöfunum í skiptum fyrir vik úr varnarstöðum, gaf hann þess í stað forseta Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, grænt ljós til að ráðast á Kúrda. Þessi atburðarás sem sett var af stað af Donald Trump var hvatvís, óheiðarleg og hættuleg. Nú mun þjóðernishreinsun í garð Kúrda í Sýrlandi hefjast sem stillir okkur upp við vegg og mun síðasta úrræðið líklegast verða myndun bandalags við Bashar-al Assad, forseta Sýrlands, sem Kúrdar vilja helst forðast vegna fyrri átaka. Án kúrdískra hersveita hefðu Bandaríkin ekki getað sigrað ISIS og myndum við ganga svo langt að segja að við vorum lykilatriði í baráttunni. Ellefu þúsund kúrdískir hermenn hafa dáið í baráttunni gegn ISIS þar sem þau börðust við hlið Bandaríkjamanna, en í ótrúlegri og órökréttri stefnubreytingu, erum við yfirgefin af þeim og horfum fram á þjóðarmorð. Dagurinn í dag er mikill sorgardagur meðal Kúrda þar sem við höfum vægast sagt, verið dæmd til dauða í Sýrlandi. Stundum er ekki hægt að gera annað en að vekja athygli á atburðum sem eru að gerast í heiminum, en í dag bið ég ykkur um að fylgjast með. Kúrdar voru þöglir á meðan á Anfal þjóðarmorðinu stóð árin 1986-1989, en í dag erum við hávær og við látum í okkur heyra. Við tökum þessu ekki lengur og við ætlum að berjast á móti. Við erum þreytt, við erum sár og við erum vonsvikin, en við ætlum samt að berjast.Höfundur er Kúrdi og ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun