Uppbygging bandarískra herstöðva Davíð Stefánsson skrifar 30. október 2019 07:30 Á síðustu misserum hafa Bandaríkin styrkt mjög tengsl sín við Pólland á sviði varnar- og öryggismála. Það hefur verið gert með samstarfi þjóðanna innan Atlantshafsbandalagsins en Pólverjar hafa verið í NATO frá árinu 1999. Samstarfið hefur einnig verið tvíhliða þar sem bandaríski herinn hefur verið að byggja upp aðstöðu í Póllandi. Bandaríkin reka meðal annars öfluga skrifstofu varnarmálafulltrúa í Varsjá til að sjá um samskiptin við pólska herinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og pólskur starfsbróðir hans, Andrzej Duda, undirrituðu „Sameiginlega yfirlýsingu um framþróun varnarsamstarfs“ í New York þann 23. september. Þar er gert ráð fyrir að efla hernaðarleg umsvif bandarísks herafla í Póllandi, með hermenn á sex stöðum til að vinna gegn hugsanlegum rússneskum ógnum. Í yfirlýsingunni, sem birt er á vef pólska forsetaembættisins, segir að um 4.500 bandarískir hermenn séu í Póllandi að staðaldri en gert sé ráð fyrir að þeim muni fjölga um eitt þúsund. Trump hefur sagt að líklegast verði hermenn sendir til Póllands frá herstöðvum Bandaríkjamanna annars staðar í Evrópu. Póllandsforseti og þarlend stjórnvöld hafa ítrekað lýst vilja til að efla viðveru bandarísks herliðs til að sporna við Rússum enda á ríkið löng landamæri að Rússlandi. Pólverjar hafa miklar áhyggjur af auknum umsvifum herja Rússa í nágrannaríkjunum, Georgíu og í austurhluta Úkraínu, sem og innlimun þeirra á Krímskaganum árið 2014. Pólverjar segja hana sýna virðingarleysi Rússa gagnvart alþjóðalögum. Þeir buðust nýverið til að greiða minnst tvo milljarða Bandaríkjadala, um 220 milljarða króna, af kostnaðinum við uppbyggingu og rekstur nýrrar bandarískrar herstöðvar í landinu. Pólverjar, sem afnámu herskyldu árið 2009, hafa um 120.000 manna fastaher og um 70.000 manna hliðarher, svo sem landamæraverði og sérhæfða lögreglu. Ríkin hafa komið sér saman um aukna hernaðarlega viðveru í eftirfarandi bæjum og borgum Póllands: Poznan, borg í Mið-Póllandi, Drawsko Pomorskie, sem er bær í norðvesturhluta Póllands, Wroclaw-Strachowice, borg í Vestur-Póllandi, Lask, bæ í Mið-Póllandi, Powidz, smábæ í Mið-Póllandi, Lubliniec, bæ í Suður-Póllandi. Að auki eru ríkin að ræða heppilega staðsetningu í Póllandi fyrir bandarískar brynvarðar átakahersveitir. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Pólland Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Á síðustu misserum hafa Bandaríkin styrkt mjög tengsl sín við Pólland á sviði varnar- og öryggismála. Það hefur verið gert með samstarfi þjóðanna innan Atlantshafsbandalagsins en Pólverjar hafa verið í NATO frá árinu 1999. Samstarfið hefur einnig verið tvíhliða þar sem bandaríski herinn hefur verið að byggja upp aðstöðu í Póllandi. Bandaríkin reka meðal annars öfluga skrifstofu varnarmálafulltrúa í Varsjá til að sjá um samskiptin við pólska herinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og pólskur starfsbróðir hans, Andrzej Duda, undirrituðu „Sameiginlega yfirlýsingu um framþróun varnarsamstarfs“ í New York þann 23. september. Þar er gert ráð fyrir að efla hernaðarleg umsvif bandarísks herafla í Póllandi, með hermenn á sex stöðum til að vinna gegn hugsanlegum rússneskum ógnum. Í yfirlýsingunni, sem birt er á vef pólska forsetaembættisins, segir að um 4.500 bandarískir hermenn séu í Póllandi að staðaldri en gert sé ráð fyrir að þeim muni fjölga um eitt þúsund. Trump hefur sagt að líklegast verði hermenn sendir til Póllands frá herstöðvum Bandaríkjamanna annars staðar í Evrópu. Póllandsforseti og þarlend stjórnvöld hafa ítrekað lýst vilja til að efla viðveru bandarísks herliðs til að sporna við Rússum enda á ríkið löng landamæri að Rússlandi. Pólverjar hafa miklar áhyggjur af auknum umsvifum herja Rússa í nágrannaríkjunum, Georgíu og í austurhluta Úkraínu, sem og innlimun þeirra á Krímskaganum árið 2014. Pólverjar segja hana sýna virðingarleysi Rússa gagnvart alþjóðalögum. Þeir buðust nýverið til að greiða minnst tvo milljarða Bandaríkjadala, um 220 milljarða króna, af kostnaðinum við uppbyggingu og rekstur nýrrar bandarískrar herstöðvar í landinu. Pólverjar, sem afnámu herskyldu árið 2009, hafa um 120.000 manna fastaher og um 70.000 manna hliðarher, svo sem landamæraverði og sérhæfða lögreglu. Ríkin hafa komið sér saman um aukna hernaðarlega viðveru í eftirfarandi bæjum og borgum Póllands: Poznan, borg í Mið-Póllandi, Drawsko Pomorskie, sem er bær í norðvesturhluta Póllands, Wroclaw-Strachowice, borg í Vestur-Póllandi, Lask, bæ í Mið-Póllandi, Powidz, smábæ í Mið-Póllandi, Lubliniec, bæ í Suður-Póllandi. Að auki eru ríkin að ræða heppilega staðsetningu í Póllandi fyrir bandarískar brynvarðar átakahersveitir.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Pólland Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira