"Það eru ekki nógu mörg rúm fyrir allt þetta veika fólk“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2019 11:45 Róbert fjallar um þau vandamál sem blasa við heilbrigðiskerfinu. Fjárskortur og undirmönnun spila þar stóra rullu. Vísir/Vilhelm „Ég og sjötíu og níu ára gömul frænka mín mættum hjá öldrunarsérfræðing þann nítjánda september til að fá öldrunarmat þar sem hún vildi fara að komast inn á dvalarheimili. Hún var orðin mjög gleymin og komin með Alzheimereinkenni.“ Svona hefst pistill Róberts Marvins Gíslasonar, tölvunarfræðings og rithöfundar. Pistillinn ber yfirskriftina Passaðu þig í hálkunni og segir frá síðustu dögum frænku Róberts, sem lést í lok október síðastliðins. Róbert segir frá því að niðurstaðan úr áðurnefndu viðtali við öldrunarsérfræðing hafi verið möguleg dagvist í Maríuhúsi, dagþjálfun rekinni af Alzheimersamtökunum. Frænka hans hafði áður sótt um á dvalarheimili, en umsókn hennar var synjað með vísan til þess að hún væri talin nógu hraust til þess að dvelja heima. „Sú greining byggði ekki á að hún væri heimsótt og hennar aðstæður athugaðar. Þessi greining var gerð á pappír og upplýsingum sem lýstu engan veginn aðstæðum hennar,“ skrifar Róbert. Hann segir frá því þegar hann og frænka hans fóru að skoða Maríuhús, sem hann segir góðan kost fyrir fólk sem er aldrað og án verkja. Frænka hans hafi þó reynst svo verkjuð að hún treysti sér ekki til þess að þiggja vistina.Kaldar matargjafir sem enda í ruslinu „Frænka mín bjó ein og átti engan að nema þá frændur og frænkur sem litu til hennar, þannig að hún var algjörlega upp á eigin spýtur. Hún fékk mat sendan heim sem mér var sagt að væri bæði kaldur og ólystugur af heilbrigðum einstakling. Það er nógu erfitt fyrir fólk sem er orkulaust og þarf að takast á við lystarleysi að þurfa að þiggja svona matargjafir. Þetta endar inni í ísskáp og svo í ruslinu. Í raun eru þær óþarfar og væri líklega betra að nýta fjármuni í annað,“ skrifar Róbert.„Reyndu sjálfur að éta kalda kássu með gubbupest.“ Róbert segir að stuttu eftir að hafa fengið þær fregnir að hún væri nógu hraust til að búa heima hjá sér hafi frænka hans dottið og mjaðmabrotnað við að standa upp úr rúminu. Það var um miðjan októbermánuð. Til allrar hamingju hafi skyldmenni verið henni innan handar og hringt á sjúkrabíl. Hún gekkst síðan undir aðgerð daginn eftir.Undir þunnu teppi inni á kaldri stofu „Frænka mín var mjó og kulsækin. Mér þótti því undarlegt að sjá hana undir þunnu filtteppi sem veitti lítið sem ekkert skjól þegar ég heimsótti hana. Hún kvartaði sáran undan verkjum og kulda. Ég leit yfir í næsta rúm og sá að sá sjúklingur var einnig undir þunnu filtteppi. Einnig var kalt inni á stofunni,“ skrifar Róbert. Hann segist hafa bent hjúkrunarfræðingum á það sem betur mætti fara inni á stofu frænku sinnar og kvaðst hafa verið fullviss um að bætt yrði úr því sem hann hafði nefnt. Það varð þó ekki. „Hefði ég vitað að það sem ég sagði yrði virt að vettugi, hefði ég lagt meira að mér. En ég lagði mitt traust á að þessu yrði sinnt. Mér skilst á þeim gestum sem komu síðar að því hafi ekki verið sinnt.“Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Nokkrum dögum eftir aðgerðina var frænka hans send heim, þrátt fyrir að búið hefði verið að margítreka að hún gæti ekki verið ein heima, bæði af henni og ættingjum hennar sem heimsóttu hana. Talið hafi borist að hjúkrunarheimilinu Eir, en það var fullt. Því fór svo að hún var send heim. Stuttu eftir heimkomuna veiktist hún illa og hélt engu niðri. Hún fór því öðru sinni á skömmum tíma niður á bráðadeild, veikari en hún hafði verið áður en hún mætti fyrst. „Lungnabólguna fékk hún ekki heima hjá sér, því henni var ekki kalt þar. Þannig að hún virðist hafa veikst í sjúkrahúsvistinni. Það kom því flatt upp á mig að hún væri komin með lungnabólgu upp úr þurru.“„Daginn eftir var hún komin upp á gjörgæslu þar sem læknar sögðu okkur frá ýmsum líffærabilunum og lögðu til að hún yrði tekin úr þeim hjálpartækjum sem héldu henni á lífi.“Erfitt getur verið að komast að á Eir vegna lítils framboðs á plássum.Fréttablaðið/Pjetur„Af hverju deyr fólk úr mjaðmarbroti?“ Frænka Róberts lést þann 31. október síðastliðinn. „Frænka mín var gömul og veik. Hún var búin að vera með stóma í mörg ár, en það háði henni ekkert sérstaklega. Það voru aðallega verkirnir sem háðu henni daglega. Líklega er hún fegin að vera farin,“ skrifar Róbert. Hann segist þó standa eftir með nokkrar spurningar. „Af hverju er manneskja sem er í engu standi til að fara heim, send heim? Af hverju fá sjúklingar ekki almennilega sæng svo þeim verði ekki kalt? Af hverju fara sjúklingar veikari heim af sjúkrahúsi en þegar þeir komu þangað? Af hverju deyr fólk úr mjaðmabroti?“ Róbert segist telja sig vita svörin við þessum spurningum, og telur hann þau „kaldranaleg, ómannúðleg og snúast að megninu til um peninga og hvernig þeim er ráðstafað.“ Frænka hans hafi verið send heim þar sem sjúkrahúsið vantaði rúm fyrir aðra sjúklinga. „Það eru ekki nógu mörg rúm fyrir allt þetta veika fólk.“ Róbert bendir á að peningarnir sem notaðir eru til þess að sjá skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins fyrir því sem þá vantar komi frá ríkinu, skattpeningar Íslendinga. Það sé á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að úthluta þessum fjármunum, en hún virðist ekki sjá sér fært um að halda veikasta fólki þessa lands hlýju svo það fái ekki lungnabólgu og deyi eftir legu á sjúkrahúsi. Aldrað fólk látist vegna mjaðmarbrots vegna þess að dvalarheimili séu full og sjúkrahús fjársvelt og undirmönnuð. „Þetta er líklega ekki fyrsta eða eina dauðsfallið sem skráist á skort á fjármunum. Er þetta það sem bíður okkar? Er þetta er það sem bíður þín? Passaðu þig í hálkunni.“ Eldri borgarar Félagsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Passaðu þig í hálkunni Ég og sjötíu og níu ára gömul frænka mín mættum hjá öldrunarsérfræðing þann nítjánda. september til að fá öldrunarmat þar sem hún vildi fara að komast inn á dvalarheimili. Hún var orðin mjög gleymin og komin með Alzheimereinkenni. 3. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Ég og sjötíu og níu ára gömul frænka mín mættum hjá öldrunarsérfræðing þann nítjánda september til að fá öldrunarmat þar sem hún vildi fara að komast inn á dvalarheimili. Hún var orðin mjög gleymin og komin með Alzheimereinkenni.“ Svona hefst pistill Róberts Marvins Gíslasonar, tölvunarfræðings og rithöfundar. Pistillinn ber yfirskriftina Passaðu þig í hálkunni og segir frá síðustu dögum frænku Róberts, sem lést í lok október síðastliðins. Róbert segir frá því að niðurstaðan úr áðurnefndu viðtali við öldrunarsérfræðing hafi verið möguleg dagvist í Maríuhúsi, dagþjálfun rekinni af Alzheimersamtökunum. Frænka hans hafði áður sótt um á dvalarheimili, en umsókn hennar var synjað með vísan til þess að hún væri talin nógu hraust til þess að dvelja heima. „Sú greining byggði ekki á að hún væri heimsótt og hennar aðstæður athugaðar. Þessi greining var gerð á pappír og upplýsingum sem lýstu engan veginn aðstæðum hennar,“ skrifar Róbert. Hann segir frá því þegar hann og frænka hans fóru að skoða Maríuhús, sem hann segir góðan kost fyrir fólk sem er aldrað og án verkja. Frænka hans hafi þó reynst svo verkjuð að hún treysti sér ekki til þess að þiggja vistina.Kaldar matargjafir sem enda í ruslinu „Frænka mín bjó ein og átti engan að nema þá frændur og frænkur sem litu til hennar, þannig að hún var algjörlega upp á eigin spýtur. Hún fékk mat sendan heim sem mér var sagt að væri bæði kaldur og ólystugur af heilbrigðum einstakling. Það er nógu erfitt fyrir fólk sem er orkulaust og þarf að takast á við lystarleysi að þurfa að þiggja svona matargjafir. Þetta endar inni í ísskáp og svo í ruslinu. Í raun eru þær óþarfar og væri líklega betra að nýta fjármuni í annað,“ skrifar Róbert.„Reyndu sjálfur að éta kalda kássu með gubbupest.“ Róbert segir að stuttu eftir að hafa fengið þær fregnir að hún væri nógu hraust til að búa heima hjá sér hafi frænka hans dottið og mjaðmabrotnað við að standa upp úr rúminu. Það var um miðjan októbermánuð. Til allrar hamingju hafi skyldmenni verið henni innan handar og hringt á sjúkrabíl. Hún gekkst síðan undir aðgerð daginn eftir.Undir þunnu teppi inni á kaldri stofu „Frænka mín var mjó og kulsækin. Mér þótti því undarlegt að sjá hana undir þunnu filtteppi sem veitti lítið sem ekkert skjól þegar ég heimsótti hana. Hún kvartaði sáran undan verkjum og kulda. Ég leit yfir í næsta rúm og sá að sá sjúklingur var einnig undir þunnu filtteppi. Einnig var kalt inni á stofunni,“ skrifar Róbert. Hann segist hafa bent hjúkrunarfræðingum á það sem betur mætti fara inni á stofu frænku sinnar og kvaðst hafa verið fullviss um að bætt yrði úr því sem hann hafði nefnt. Það varð þó ekki. „Hefði ég vitað að það sem ég sagði yrði virt að vettugi, hefði ég lagt meira að mér. En ég lagði mitt traust á að þessu yrði sinnt. Mér skilst á þeim gestum sem komu síðar að því hafi ekki verið sinnt.“Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Nokkrum dögum eftir aðgerðina var frænka hans send heim, þrátt fyrir að búið hefði verið að margítreka að hún gæti ekki verið ein heima, bæði af henni og ættingjum hennar sem heimsóttu hana. Talið hafi borist að hjúkrunarheimilinu Eir, en það var fullt. Því fór svo að hún var send heim. Stuttu eftir heimkomuna veiktist hún illa og hélt engu niðri. Hún fór því öðru sinni á skömmum tíma niður á bráðadeild, veikari en hún hafði verið áður en hún mætti fyrst. „Lungnabólguna fékk hún ekki heima hjá sér, því henni var ekki kalt þar. Þannig að hún virðist hafa veikst í sjúkrahúsvistinni. Það kom því flatt upp á mig að hún væri komin með lungnabólgu upp úr þurru.“„Daginn eftir var hún komin upp á gjörgæslu þar sem læknar sögðu okkur frá ýmsum líffærabilunum og lögðu til að hún yrði tekin úr þeim hjálpartækjum sem héldu henni á lífi.“Erfitt getur verið að komast að á Eir vegna lítils framboðs á plássum.Fréttablaðið/Pjetur„Af hverju deyr fólk úr mjaðmarbroti?“ Frænka Róberts lést þann 31. október síðastliðinn. „Frænka mín var gömul og veik. Hún var búin að vera með stóma í mörg ár, en það háði henni ekkert sérstaklega. Það voru aðallega verkirnir sem háðu henni daglega. Líklega er hún fegin að vera farin,“ skrifar Róbert. Hann segist þó standa eftir með nokkrar spurningar. „Af hverju er manneskja sem er í engu standi til að fara heim, send heim? Af hverju fá sjúklingar ekki almennilega sæng svo þeim verði ekki kalt? Af hverju fara sjúklingar veikari heim af sjúkrahúsi en þegar þeir komu þangað? Af hverju deyr fólk úr mjaðmabroti?“ Róbert segist telja sig vita svörin við þessum spurningum, og telur hann þau „kaldranaleg, ómannúðleg og snúast að megninu til um peninga og hvernig þeim er ráðstafað.“ Frænka hans hafi verið send heim þar sem sjúkrahúsið vantaði rúm fyrir aðra sjúklinga. „Það eru ekki nógu mörg rúm fyrir allt þetta veika fólk.“ Róbert bendir á að peningarnir sem notaðir eru til þess að sjá skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins fyrir því sem þá vantar komi frá ríkinu, skattpeningar Íslendinga. Það sé á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að úthluta þessum fjármunum, en hún virðist ekki sjá sér fært um að halda veikasta fólki þessa lands hlýju svo það fái ekki lungnabólgu og deyi eftir legu á sjúkrahúsi. Aldrað fólk látist vegna mjaðmarbrots vegna þess að dvalarheimili séu full og sjúkrahús fjársvelt og undirmönnuð. „Þetta er líklega ekki fyrsta eða eina dauðsfallið sem skráist á skort á fjármunum. Er þetta það sem bíður okkar? Er þetta er það sem bíður þín? Passaðu þig í hálkunni.“
Eldri borgarar Félagsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Passaðu þig í hálkunni Ég og sjötíu og níu ára gömul frænka mín mættum hjá öldrunarsérfræðing þann nítjánda. september til að fá öldrunarmat þar sem hún vildi fara að komast inn á dvalarheimili. Hún var orðin mjög gleymin og komin með Alzheimereinkenni. 3. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Passaðu þig í hálkunni Ég og sjötíu og níu ára gömul frænka mín mættum hjá öldrunarsérfræðing þann nítjánda. september til að fá öldrunarmat þar sem hún vildi fara að komast inn á dvalarheimili. Hún var orðin mjög gleymin og komin með Alzheimereinkenni. 3. nóvember 2019 08:00