Aukning á niðurgangspestum hérlendis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 14:31 Bæði MAST og embætti Landlæknis fjalla í greinum á heimasíðum stofnanna um aukningu á niðurgangspestum á Íslandi. Nóróveirusýkingar og aðrar niðurgangspestir hafa verið áberandi að undanförnu. Fréttastofa greindi frá því í gær að skæð magapest starfsmanna ráðgjafafyrirtækisins KPMG í Borgartúni hefði verið tilkynnt til sóttvarnalæknis. Starfsmannastjóri fyrirtækisins sagði að alls hefði um áttatíu starfsmenn fundið fyrir einkennum. Allir starfsmenn eru nú orðnir frískir. Mikið er um niðurgangspestir þessa dagana í samfélaginu, inni á dvalarheimilum og á sjúkrastofnunum. Flestar sýkingarnar virðast vera af völdum nóróveirunnar að því er fram kemur á vef embættis landlæknis. Matvælastofnun birti einnig grein á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni „Dreifir þú niðurgangspest með matnum?“ Nóróveiran er þekkt fyrir að breiðast einna helst út á veturna og veldur bæði veikindum í samfélaginu og einnig slæmum hópsýkingum inni á dvalarheimilum og sjúkrastofnunum. Veiran smitast einkum með menguðum matvælum og vatni en getur einnig smitast beint manna á milli. Athygli er vakin á því að upplýsa skal sóttvarnalækni um niðurgangs-hópsýkingar. Einkenni veirunnar eru uppköst og niðurgangur. Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á leiðum til að forðast smit og draga úr útbreiðslu sýkla. -Mikilvægt er að þvo sér vel um hendurnar, einkum eftir salernisferðir og fyrir meðhöndlum matvæla. -Gæta skal vel að hreinlæti við matreiðslu og ekki meðhöndla mat fyrir aðra á meðan einkenni frá meltingavegi eru til staðar og í að minnsta kosti tvo sólarhringa á eftir. -Mikilvægt er að fara ekki til vinnu/skóla/leikskóla á meðan einkenni frá meltingavegi eru til staðar og í að minnsta kosti einn sólarhring eftir að sjúkdómseinkenni hverfa. -Þeir sem eru með niðurgang skulu forðast heimsóknir á sjúkrastofnanir á meðan einkenni eru til staðar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02 Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Nóróveirusýkingar og aðrar niðurgangspestir hafa verið áberandi að undanförnu. Fréttastofa greindi frá því í gær að skæð magapest starfsmanna ráðgjafafyrirtækisins KPMG í Borgartúni hefði verið tilkynnt til sóttvarnalæknis. Starfsmannastjóri fyrirtækisins sagði að alls hefði um áttatíu starfsmenn fundið fyrir einkennum. Allir starfsmenn eru nú orðnir frískir. Mikið er um niðurgangspestir þessa dagana í samfélaginu, inni á dvalarheimilum og á sjúkrastofnunum. Flestar sýkingarnar virðast vera af völdum nóróveirunnar að því er fram kemur á vef embættis landlæknis. Matvælastofnun birti einnig grein á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni „Dreifir þú niðurgangspest með matnum?“ Nóróveiran er þekkt fyrir að breiðast einna helst út á veturna og veldur bæði veikindum í samfélaginu og einnig slæmum hópsýkingum inni á dvalarheimilum og sjúkrastofnunum. Veiran smitast einkum með menguðum matvælum og vatni en getur einnig smitast beint manna á milli. Athygli er vakin á því að upplýsa skal sóttvarnalækni um niðurgangs-hópsýkingar. Einkenni veirunnar eru uppköst og niðurgangur. Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á leiðum til að forðast smit og draga úr útbreiðslu sýkla. -Mikilvægt er að þvo sér vel um hendurnar, einkum eftir salernisferðir og fyrir meðhöndlum matvæla. -Gæta skal vel að hreinlæti við matreiðslu og ekki meðhöndla mat fyrir aðra á meðan einkenni frá meltingavegi eru til staðar og í að minnsta kosti tvo sólarhringa á eftir. -Mikilvægt er að fara ekki til vinnu/skóla/leikskóla á meðan einkenni frá meltingavegi eru til staðar og í að minnsta kosti einn sólarhring eftir að sjúkdómseinkenni hverfa. -Þeir sem eru með niðurgang skulu forðast heimsóknir á sjúkrastofnanir á meðan einkenni eru til staðar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02 Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02
Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45
Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30