Óttast afbrigði farsóttar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. nóvember 2019 07:00 Tilfellin komu upp í hinni dreifbyggðu Innri-Mongólíu. Vísir/getty Heilbrigðisyfirvöld í Kína reyna nú að hefta útbreiðslu af brigðis svartadauða sem uppgötvast hefur í héraðinu InnriMongólíu. Vitað er um tvær manneskjur sem sýkst hafa af veikinni og er þeim nú haldið í einangrun. Innri-Mongólía er mjög dreif býlt svæði, það er að segja á kínverskan mælikvarða, í norðurhluta landsins. Á þriðjudag kom fólkið til höfuðborgarinnar Peking og leitaði sér aðstoðar á sjúkrahúsi. Þar voru þau greind með veikina. Sjúkdómurinn sem bakterían Yersinia pestis veldur, þekktur undir nafninu svartidauði, hefur reglulega gengið yfir heimsbyggðina í faröldrum. Sá þekktasti var í Asíu og Evrópu um miðja 14. öld og olli dauða allt að 200 milljóna manna. Hálfri öld síðar geisaði faraldur hér á íslandi. Svartidauði er enn þá til og á sjöunda hundrað tilfelli koma upp á hverju ári, þá helst í Afríku sunnan Sahara, og leiða til meira en hundrað dauðsfalla. Þetta eru hins vegar af brigði af pestinni sem leggjast á eitla líkamans eða í formi blóðsýkingar. Tilfellin í Kína eru lungnasýking sem er mun hættulegri því hún berst ekki með snertingu heldur í gegnum öndunarfærin. Þar sem svartidauði er bakteríusýking er hægt að lækna veikina með sýklalyfjum. En hún er hraðvirk og ef ekkert er að gert leiðir hún nær undantekningarlaust til dauða á aðeins einum sólarhring. Þessi tegund svartadauða hefur áður komið upp, til dæmis í Kína. Bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna (CDC) fylgjast grannt með ástandinu í Kína. CDC hefur gefið út yfirlýsingu til að róa fólk, þar sem segir að kínversk yfirvöld hafi rannsakað alla þá sem gætu hafa komist í kynni við fólkið á þessum stutta tíma. Þá hefur einnig verið gripið til sóttvarna á þeim svæðum og allir sem mælast með háan hita verða rannsakaðir. Birtist í Fréttablaðinu Kína Mongólía Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í Kína reyna nú að hefta útbreiðslu af brigðis svartadauða sem uppgötvast hefur í héraðinu InnriMongólíu. Vitað er um tvær manneskjur sem sýkst hafa af veikinni og er þeim nú haldið í einangrun. Innri-Mongólía er mjög dreif býlt svæði, það er að segja á kínverskan mælikvarða, í norðurhluta landsins. Á þriðjudag kom fólkið til höfuðborgarinnar Peking og leitaði sér aðstoðar á sjúkrahúsi. Þar voru þau greind með veikina. Sjúkdómurinn sem bakterían Yersinia pestis veldur, þekktur undir nafninu svartidauði, hefur reglulega gengið yfir heimsbyggðina í faröldrum. Sá þekktasti var í Asíu og Evrópu um miðja 14. öld og olli dauða allt að 200 milljóna manna. Hálfri öld síðar geisaði faraldur hér á íslandi. Svartidauði er enn þá til og á sjöunda hundrað tilfelli koma upp á hverju ári, þá helst í Afríku sunnan Sahara, og leiða til meira en hundrað dauðsfalla. Þetta eru hins vegar af brigði af pestinni sem leggjast á eitla líkamans eða í formi blóðsýkingar. Tilfellin í Kína eru lungnasýking sem er mun hættulegri því hún berst ekki með snertingu heldur í gegnum öndunarfærin. Þar sem svartidauði er bakteríusýking er hægt að lækna veikina með sýklalyfjum. En hún er hraðvirk og ef ekkert er að gert leiðir hún nær undantekningarlaust til dauða á aðeins einum sólarhring. Þessi tegund svartadauða hefur áður komið upp, til dæmis í Kína. Bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna (CDC) fylgjast grannt með ástandinu í Kína. CDC hefur gefið út yfirlýsingu til að róa fólk, þar sem segir að kínversk yfirvöld hafi rannsakað alla þá sem gætu hafa komist í kynni við fólkið á þessum stutta tíma. Þá hefur einnig verið gripið til sóttvarna á þeim svæðum og allir sem mælast með háan hita verða rannsakaðir.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Mongólía Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira