Bein útsending: Áslaug Arna bregst við starfslokum Haraldar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 12:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun fjalla um málefni lögreglu á blaðamannafundi klukkan 13 í dag í Ráðherrabústaðnum. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í morgun kom ekkert nánar fram um efni fundarins. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sendi hins vegar í framhaldi af fundarborði Áslaugar Örnu tölvupóst á samstarfsfólk sitt hjá embætti ríkislögreglustjóra. Tilkynnti hann um starfslok um áramótin en hann hefur gegnt starfinu í 22 ár. Hann hefur lýst yfir áhuga á að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála og segist boðinn og búinn til að aðstoða ráðherra í þeim efnum. Reikna má með því að Áslaug ræði þessi mál en sömuleiðis skipulagsbreytingar á löggæslu í landinu sem unnið hefur verið að í ráðuneytinu undanfarnar vikur. Stendur meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir verður í beinni útsendingu frá blaðamannafundinum og sömuleiðis verður fylgst með gangi mála jafnóðum í vaktinni fyrir neðan spilarann, fyrir þá lesendur sem ekki eiga þess kost að horfa og hlusta á fundinn.Uppfært klukkan 13:37Beinni útsendingu er lokið en upptöku má sjá hér að neðan ásamt vaktinni.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun fjalla um málefni lögreglu á blaðamannafundi klukkan 13 í dag í Ráðherrabústaðnum. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í morgun kom ekkert nánar fram um efni fundarins. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sendi hins vegar í framhaldi af fundarborði Áslaugar Örnu tölvupóst á samstarfsfólk sitt hjá embætti ríkislögreglustjóra. Tilkynnti hann um starfslok um áramótin en hann hefur gegnt starfinu í 22 ár. Hann hefur lýst yfir áhuga á að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála og segist boðinn og búinn til að aðstoða ráðherra í þeim efnum. Reikna má með því að Áslaug ræði þessi mál en sömuleiðis skipulagsbreytingar á löggæslu í landinu sem unnið hefur verið að í ráðuneytinu undanfarnar vikur. Stendur meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir verður í beinni útsendingu frá blaðamannafundinum og sömuleiðis verður fylgst með gangi mála jafnóðum í vaktinni fyrir neðan spilarann, fyrir þá lesendur sem ekki eiga þess kost að horfa og hlusta á fundinn.Uppfært klukkan 13:37Beinni útsendingu er lokið en upptöku má sjá hér að neðan ásamt vaktinni.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira