Matthías Johannessen sannfærður um samsæri gegn Haraldi syni sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2019 11:30 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og sonur Matthíasar. Vísir/Vilhelm Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum til lengri tíma, er á þeirri skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið illa fram við Harald Johannessen, son hans og ríkislögreglustjóra. Þetta segir Matthías í samtali við Stundina. Haraldur gerði á dögunum starfsflokasamning við íslenska ríkið sem felur í sér að hann fær greiddar 57 milljónir króna á tveggja ára tímabili en frá áramótum mun hann sinna ráðgjafarstörfum fyrir dómsmálaráðuneytið. Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, fullyrti á Facebook í gær að Matthías hefði sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. „Hvað sem mönnum kann að finnast um flokkinn held ég að þetta sé slæmur missir fyrir hann,“ segir Guðmundur í færslu sinni á Facebook. Hann þekkir vel til innan Sjálfstæðisflokksins en hann hefur boðið fram fyrir flokkinn í borginni. Matthías vildi í samtali við Vísi í gærkvöldi ekki staðfesta að hann hefði sagt sig úr flokknum. Hann neitaði því heldur ekki. Sagði einfaldlega um hans einkamál að ræða. Hann segir hins vegar í samtali við Stundina að honum hafi þótt Sjálfstæðisflokkurinn koma illa fram við Harald son sinn. „Mér þótti það, mér þótti það. Þetta er reynslulítið fólk og þetta er ekkert mitt kompaní. Þetta var náttúrulega einhvers konar samsæri gegn drengnum. Að mínu mati.“ Þá hafi hann engan áhuga á íslenskri pólitík og hafi ekkert samband við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Sjá meira
Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum til lengri tíma, er á þeirri skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið illa fram við Harald Johannessen, son hans og ríkislögreglustjóra. Þetta segir Matthías í samtali við Stundina. Haraldur gerði á dögunum starfsflokasamning við íslenska ríkið sem felur í sér að hann fær greiddar 57 milljónir króna á tveggja ára tímabili en frá áramótum mun hann sinna ráðgjafarstörfum fyrir dómsmálaráðuneytið. Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, fullyrti á Facebook í gær að Matthías hefði sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. „Hvað sem mönnum kann að finnast um flokkinn held ég að þetta sé slæmur missir fyrir hann,“ segir Guðmundur í færslu sinni á Facebook. Hann þekkir vel til innan Sjálfstæðisflokksins en hann hefur boðið fram fyrir flokkinn í borginni. Matthías vildi í samtali við Vísi í gærkvöldi ekki staðfesta að hann hefði sagt sig úr flokknum. Hann neitaði því heldur ekki. Sagði einfaldlega um hans einkamál að ræða. Hann segir hins vegar í samtali við Stundina að honum hafi þótt Sjálfstæðisflokkurinn koma illa fram við Harald son sinn. „Mér þótti það, mér þótti það. Þetta er reynslulítið fólk og þetta er ekkert mitt kompaní. Þetta var náttúrulega einhvers konar samsæri gegn drengnum. Að mínu mati.“ Þá hafi hann engan áhuga á íslenskri pólitík og hafi ekkert samband við Sjálfstæðisflokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Sjá meira