Lög um vernd uppljóstrara „framfaraskref fyrir aukið gagnsæi og heilbrigðara samfélag“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2020 11:57 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust lög um vernd uppljóstrara í gærkvöldi. Forsætisráðherra segir lögin styrkja stöðu þeirra sem í góðri trú greina frá lögbrotum eða ámælisverðri háttsemi. Þetta sé jákvætt skref í þágu aukins gagnsæis. Hugmyndir um vernd uppljóstrara ganga almennt út á „að sá sem í góðri trú greinir frá spillingu, ólögmætum ráðstöfunum eða annarri ámælisverðri háttsemi í starfsemi opinberra aðila eða hjá einkaaðilum skuli njóta verndar gegn óréttmætum aðgerðum í hans garð, til að mynda uppsögn úr starfi eða skerðingu á réttindum vegna uppljóstrana sinna,“ líkt og það er orðað í greinargerð með frumvarpinu sem samþykkt var í gær. Með ámælisverðri háttsemi sé vísað til hátternis sem stefnir almannahagsmunum í hættu, án þess að um sé að ræða brot á lögum eða reglum. „Þessi lög eiga rætur að rekja til nefndar sem að ég skipaði 2018 til þess að gera umbætur á löggjöf að sviði tjáningar-, fjölmiðla-, og upplýsingafrelsis og þetta mun styrkja mjög stöðu þeirra sem í góðri trú greina frá upplýsingum eða miðla gögnum um brot á lögum eða um aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitenda,“ segir Katrín. Lengi hafi verið kallað eftir slíkum lögum á Íslandi. „Þannig að ég lít á þetta sem mikið framfaraskref fyrir bæði aukið gagnsæi og heilbrigðara samfélag,“ segir Katrín. Hún segir að í lögunum felist ekki heimild til að rjúfa almennar reglur um trúnað í starfi. „Þarna eru skilgreind í raun og veru annars vegar að það sé verið að miðla gögnum um brot á lögum eða ámælisverða háttsemi sem er skilgreind og það er líka gert ráð fyrir því að það sé farvegur fyrir svokallaða innri uppljóstrun, áður en ráðist er í ytri uppljóstrun,“ segir Katrín. „Þannig að hugsunin er sú að við séum að skapa hér ákveðið jafnvægi á milli þess sem getur talist eðlileg þörf, hvort sem er stofnana eða fyrirtækja, til að hafa ákveðnar upplýsingar í trúnaði og hins vegar upplýsingar sem eiga erindi við almenning, að þeim sé hægt að miðla.“ Fimmtíu þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt en Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Aðrir þingmenn voru fjarstaddir. Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fleiri fréttir Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust lög um vernd uppljóstrara í gærkvöldi. Forsætisráðherra segir lögin styrkja stöðu þeirra sem í góðri trú greina frá lögbrotum eða ámælisverðri háttsemi. Þetta sé jákvætt skref í þágu aukins gagnsæis. Hugmyndir um vernd uppljóstrara ganga almennt út á „að sá sem í góðri trú greinir frá spillingu, ólögmætum ráðstöfunum eða annarri ámælisverðri háttsemi í starfsemi opinberra aðila eða hjá einkaaðilum skuli njóta verndar gegn óréttmætum aðgerðum í hans garð, til að mynda uppsögn úr starfi eða skerðingu á réttindum vegna uppljóstrana sinna,“ líkt og það er orðað í greinargerð með frumvarpinu sem samþykkt var í gær. Með ámælisverðri háttsemi sé vísað til hátternis sem stefnir almannahagsmunum í hættu, án þess að um sé að ræða brot á lögum eða reglum. „Þessi lög eiga rætur að rekja til nefndar sem að ég skipaði 2018 til þess að gera umbætur á löggjöf að sviði tjáningar-, fjölmiðla-, og upplýsingafrelsis og þetta mun styrkja mjög stöðu þeirra sem í góðri trú greina frá upplýsingum eða miðla gögnum um brot á lögum eða um aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitenda,“ segir Katrín. Lengi hafi verið kallað eftir slíkum lögum á Íslandi. „Þannig að ég lít á þetta sem mikið framfaraskref fyrir bæði aukið gagnsæi og heilbrigðara samfélag,“ segir Katrín. Hún segir að í lögunum felist ekki heimild til að rjúfa almennar reglur um trúnað í starfi. „Þarna eru skilgreind í raun og veru annars vegar að það sé verið að miðla gögnum um brot á lögum eða ámælisverða háttsemi sem er skilgreind og það er líka gert ráð fyrir því að það sé farvegur fyrir svokallaða innri uppljóstrun, áður en ráðist er í ytri uppljóstrun,“ segir Katrín. „Þannig að hugsunin er sú að við séum að skapa hér ákveðið jafnvægi á milli þess sem getur talist eðlileg þörf, hvort sem er stofnana eða fyrirtækja, til að hafa ákveðnar upplýsingar í trúnaði og hins vegar upplýsingar sem eiga erindi við almenning, að þeim sé hægt að miðla.“ Fimmtíu þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt en Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Aðrir þingmenn voru fjarstaddir.
Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fleiri fréttir Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira