Einn besti bridgespilari þjóðarinnar fallinn fyrir Covid-19 Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2020 23:39 Þau hjónin Mary Pat Frick og Sigurður Sverrisson. Hún féll frá skömmu áður en hann smitaðist af kórónuveirunni sem svo dró hann til dauða eftir harða baráttu. Sigurður Sverrisson flugvirki og afreksmaður í bridge andaðist á Landspítalanum í gær. Sigurður er sá fimmti sem deyr á Íslandi, svo staðfest sé, eftir að hafa veikst af Covid-19-sjúkdóminum. Sigurður hafði barist við sjúkdóminn um nokkurra vikna skeið, var kominn í öndunarvél og síðasta mánudag var honum vart hugað líf. En eins og fyrir eitthvert kraftaverk braggast hann og losnaði úr öndunarvélinni um skeið. En svo færðist sjúkdómurinn aftur í aukana og dró hann að endingu til dauða. Þann besta vantaði Sigurður er fæddur 1953, starfaði lengi í Álverinu í Straumsvík sem kranamaður. Hann fór þá utan til Tulsa í Bandaríkjunum hvar hann nam flugvirkjun. Sigurður Sverrisson er stigahæsti bridgespilari landsins frá upphafi. Sigurður starfaði áratugum saman hjá Icelandair og fór á eftirlaun í byrjun árs. Hann giftist bandarískri konu, Mary Pat Frick, en hún lést 8. mars, eða skömmu áður en Sigurður smitast af kórónuveirunni. Sigurður var áhugmaður um hugaríþróttir, var snjall skákmaður en það var einkum bridge-íþróttin sem átti hug hans allan; þar lét hann til sín taka. Margfaldur Íslandsmeistari og stigahæsti spilari Íslands frá upphafi. Jón Baldursson, einn þekktasti bridge-spilari landsins sagði í viðtali eftir að lið Íslands kom heim sem heimsmeistarar í greininni með Bermuda-skálina, spurður hvort sá góði árangur hafi komið þeim á óvart: „Já, sérstaklega útaf því að þann besta vantaði.“ Þar átti Jón við Sigurð. Barði Hagström-gítarinn og orgaði með Sigurður var mikill húmoristi og áhugamaður um tónlist frá unga aldri. Útvarpsmaðurinn Ásgeir Tómasson var æskuvinur Sigurðar og hann minnist hans á Facebooksíðu sinni með pistli sem sýnir vel tónlistarsmekkinn þann: „Hörmuleg tíðindi bárust í kvöld. Æskufélagi minn af Kleppsveginum, Sigurður Sverrisson, er fallinn frá af völdum COVID-19 sjúkdómsins. Heima hjá Sigga var hálfgildings félagsheimili nokkurra stráka í hverfinu, sem síðar hlaut nafnið Gagnfræðaskólinn við Kleppsveg. Þar var teflt, spilað bridge, reykt filterslaust, hlustað á John Mayall, Cream, Rolling Stones og alls kyns gæðatónlist aðra. Stundum stóð skólastjórinn upp og orgaði nokkra vel valda ópusa á fótstigna orgvél móður hans eða barði Hagström-gítarinn og söng við raust. Nokkrir “nemendur” í gagnfræðaskólanum hans Sigga náðu slíkri leikni við spilaborðið að þeir urðu heimsmeistarar í bridge,“ skrifar Ásgeir meðal annars um þennan æskuvin sinn. Skák Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bridge Tengdar fréttir Fimm látnir af völdum COVID-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést í dag á Landspítalanum vegna COVID-19. 5. apríl 2020 22:28 Lést af völdum kórónuveirunnar Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 14:08 Þrír lausir úr öndunarvél og á batavegi Þrír sem greindust með COVID-19 og lágu þungt haldnir í öndunarvélum á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi eru komnir úr öndunarvél og eru á batavegi. 5. apríl 2020 15:32 Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Sigurður Sverrisson flugvirki og afreksmaður í bridge andaðist á Landspítalanum í gær. Sigurður er sá fimmti sem deyr á Íslandi, svo staðfest sé, eftir að hafa veikst af Covid-19-sjúkdóminum. Sigurður hafði barist við sjúkdóminn um nokkurra vikna skeið, var kominn í öndunarvél og síðasta mánudag var honum vart hugað líf. En eins og fyrir eitthvert kraftaverk braggast hann og losnaði úr öndunarvélinni um skeið. En svo færðist sjúkdómurinn aftur í aukana og dró hann að endingu til dauða. Þann besta vantaði Sigurður er fæddur 1953, starfaði lengi í Álverinu í Straumsvík sem kranamaður. Hann fór þá utan til Tulsa í Bandaríkjunum hvar hann nam flugvirkjun. Sigurður Sverrisson er stigahæsti bridgespilari landsins frá upphafi. Sigurður starfaði áratugum saman hjá Icelandair og fór á eftirlaun í byrjun árs. Hann giftist bandarískri konu, Mary Pat Frick, en hún lést 8. mars, eða skömmu áður en Sigurður smitast af kórónuveirunni. Sigurður var áhugmaður um hugaríþróttir, var snjall skákmaður en það var einkum bridge-íþróttin sem átti hug hans allan; þar lét hann til sín taka. Margfaldur Íslandsmeistari og stigahæsti spilari Íslands frá upphafi. Jón Baldursson, einn þekktasti bridge-spilari landsins sagði í viðtali eftir að lið Íslands kom heim sem heimsmeistarar í greininni með Bermuda-skálina, spurður hvort sá góði árangur hafi komið þeim á óvart: „Já, sérstaklega útaf því að þann besta vantaði.“ Þar átti Jón við Sigurð. Barði Hagström-gítarinn og orgaði með Sigurður var mikill húmoristi og áhugamaður um tónlist frá unga aldri. Útvarpsmaðurinn Ásgeir Tómasson var æskuvinur Sigurðar og hann minnist hans á Facebooksíðu sinni með pistli sem sýnir vel tónlistarsmekkinn þann: „Hörmuleg tíðindi bárust í kvöld. Æskufélagi minn af Kleppsveginum, Sigurður Sverrisson, er fallinn frá af völdum COVID-19 sjúkdómsins. Heima hjá Sigga var hálfgildings félagsheimili nokkurra stráka í hverfinu, sem síðar hlaut nafnið Gagnfræðaskólinn við Kleppsveg. Þar var teflt, spilað bridge, reykt filterslaust, hlustað á John Mayall, Cream, Rolling Stones og alls kyns gæðatónlist aðra. Stundum stóð skólastjórinn upp og orgaði nokkra vel valda ópusa á fótstigna orgvél móður hans eða barði Hagström-gítarinn og söng við raust. Nokkrir “nemendur” í gagnfræðaskólanum hans Sigga náðu slíkri leikni við spilaborðið að þeir urðu heimsmeistarar í bridge,“ skrifar Ásgeir meðal annars um þennan æskuvin sinn.
Skák Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bridge Tengdar fréttir Fimm látnir af völdum COVID-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést í dag á Landspítalanum vegna COVID-19. 5. apríl 2020 22:28 Lést af völdum kórónuveirunnar Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 14:08 Þrír lausir úr öndunarvél og á batavegi Þrír sem greindust með COVID-19 og lágu þungt haldnir í öndunarvélum á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi eru komnir úr öndunarvél og eru á batavegi. 5. apríl 2020 15:32 Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Fimm látnir af völdum COVID-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést í dag á Landspítalanum vegna COVID-19. 5. apríl 2020 22:28
Lést af völdum kórónuveirunnar Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 14:08
Þrír lausir úr öndunarvél og á batavegi Þrír sem greindust með COVID-19 og lágu þungt haldnir í öndunarvélum á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi eru komnir úr öndunarvél og eru á batavegi. 5. apríl 2020 15:32