Katrín um opnun landsins: „Má ekki snúast um þrýsting“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2020 19:16 Forsætisráðherra segir af og frá að verið sé að láta undan þrýstingi ferðaþjónustunnar með því að stefna að opnun landsins fyrir ferðamenn í júní. Varfærnasta leiðin hafi orðið fyrir valinu og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki verið beitt þrýstingi um að láta það ganga upp. Nokkrir læknar hafa undanfarið gagnrýnt ákvörðun stjórnvalda að tilkynna áætlun um opnun landsins fyrir ferðamenn 15. júní næstkomandi. Hefur verið bent á að hún sé algjörlega óútfærð og séð að raunhæft sé að koma í veg fyrir að smitaðir einstaklingar komist til landsins með veiruprófunum á landamærunum. Veiruprófin hafi hingað til reynst óáreiðanleg í því ljósi að kórónuveiran hefur ákveðin meðgöngutíma og greinist í einhverjum tilfellum ekki í fólki þó það hafi smitast af henni. Hafa læknar bent á að þetta geti valdið hópsýkingum og orðið til mikilla vandkvæða í íslensku samfélagi sem er rétt að koma út úr faraldrinum þar sem rúmlega 1.800 hafa sýkst af veirunni og tíu látið lífið. Í því sambandi hefur verið bent á að það sé einkennilegt að stjórnvöld tilkynni þessa áætlun án þess að áhættugreining hafi farið fram á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu, hvort það sé yfir höfuð í stakk búið að takast á við faraldur sem gæti fylgt ferðamönnum. Vildu gagnsæi í ferlið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að þó vissulegi eigi eftir að vinna hagræna greiningu og áhættumat fyrir heilbrigðiskerfið fyrir takmarkaða opnun landsins, þá hafi verið talið mikilvægt að ljóst væri hvert stjórnvöld stefna varðandi opnuna landsins með gagnsæjum hætti í ljósi þess að allar þjóðir ræða nú opnun landamæra með einhverjum hætti. „Frekar en að við séum að vinna greiningar á bak við luktar dyr og taka síðan ákvörðun. Það liggur alveg fyrir að þetta er stefnumið sem er sett fram,“ segir Katrín. Það muni skipta máli hvað komi út úr áhættugreiningu og hvernig faraldurinn í heiminum þróast, áður en ákvörðun verður tekin um að opna landið fyrir ferðamönnum. Hún segir það ekki hafa verið kappsmál fyrir stjórnvöld að vera með fyrstu löndunum sem tilkynna um opnuna landsins. „Ég lít ekki á þetta sem markaðsátak fyrir Ísland. Það liggur auðvitað fyrir að það er vandasamt að opna landamæri eftir þeim hefur verið lokað, eins og við sjáum alls staðar í Evrópu til að mynda. Þá lít ég svo á að þetta sé varfærnasta leiðin til að ráðast í opnun,“ segir Katrín. Ekki látið undan þrýstingi frá ferðaþjónustunni Í skýrslu stýrihóps um afléttingu ferðatakmarkana er minnst örfáum orðum um heilbrigðiskerfið en löngu máli varið í telja upp þarfir ferðaþjónustunnar. Hafa ályktanir verið dregnar að þar séu hagsmunir ferðaþjónustunnar settir ofar heilbrigðiskerfinu. Læknar hafa sagt að svo virðist sem önnur sjónarmið en þau sem varða heilbrigðiskerfið hafi ráðið för þegar kom að því að tilkynna þessa áætlun. Katrín segir af og frá að verið sé að láta undan þrýstingi ferðaþjónustunnar með þessari tilkynningu. „Nei, og ég vil ítreka að sá vinnuhópur sem nú hefur fengið þetta verkefni í hendur er undir forystu heilbrigðisyfirvalda þannig að það lýsir algjörlega þeim skýra vilja stjórnvalda að við erum að horfa á þetta út frá heilbrigðissjónarmiðum,“ segir Katrín. Hafa leitað til heilbrigðisyfirvalda En með því að tilkynna þetta án þess að áhættugreining hafi verið unnin fyrir heilbrigðiskerfið, er ekki verið að setja pressu á heilbrigðiskerfið um að láta þessa áætlun ganga upp? „Nei, það erum við ekki að gera. Við höfum að sjálfsögðu leitað til heilbrigðisyfirvalda og leituðum til þeirra í aðdraganda þessarar stefnu. Málið hefur verið rætt í sóttvarnaráði og sóttvarnalæknir hefur auðvitað verið mikill og náinn samstarfsmaður í þessu verkefni. Þetta mál má ekki snúast um þrýsting. Þetta er vandasamt hvernig á að standa að þessu. Ég held að þarna sé varfærnasta leiðin til að ráðast í opnun. Við vitum það líka að allar þjóðir standa frammi fyrir sambærilegri áskorun,“ segir Katrín. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt þessa áætlun gerða með sinni blessun. Ekki sé hægt að búa við lokuð landamæri til lengri tíma. Ekki skipti máli hvort reynt verði að opna landið fyrir ferðamönnum 15. júní eða þremur mánuðum seinna. Vandamálin verði þau sömu þar til bóluefni verður komið á markað. Framkvæmdastjóri sölusviðs Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki væri mikið um bókanir til landsins eftir fimmtánda júní, ferðamenn horfðu frekar til seinna hluta sumarsins eða haustið. Í því ljósi að ekki stefnir í mikla umferð ferðamanna hingað til lands í júní, hefur verið bent á að réttast væri að reyna á að opna landið í tilraunaskyni í júní og sjá hver útkoman verður af því. Samstarf margra ráðuneyta Þórólfur hefur þó bent ítrekað á ríkisstjórnina þegar hann hefur verið spurður út í þessa áætlun. Hefur hann sagt ákvörðun ríkisstjórnarinnar og margir túlkað að með því sé hann að fjarlægja sig ákvörðunina. Til að mynda hafi hans rödd ekki verið áberandi í skilabréfi stýrihópsins um afléttingu ferðatakmarkana. Katrín bendir á að stýrihópurinn sé samstarf margra ráðuneyta studdist við leiðsögn sóttvarnalæknis. „Og það er reynt að fara svolítið vítt yfir sviðið. Hins vegar á endanum er það þannig að það er sóttvarnalæknir sem gerir tillögu til heilbrigðisráðherra áður en endanleg ákvörðun er tekin. Sú tillaga getur ekki komið fyrr en að lokum þeim greiningum sem þurfa að fara fram á áhættumati,“ segir Katrín. Hefur haldið fyrirvörum á lofti erlendis Þessi tilkynning yfirvalda hefur vakið mikla athygli hjá erlendum fjölmiðlum sem setja oft ekki þá fyrirvara við málið líkt og yfirvöld gera. Talað hefur verið um að Ísland verði opið, án þess að minnast á fyrirvara þess efnis að enn eigi eftir að vinna greiningar til að sjá hvort mögulegt sé að opna landið. Spurð hvernig yfirvöld ætli sér að vinda ofan af þeirri umfjöllun verði það niðurstaðan að ekki verði hægt að opna landið fyrir ferðamönnum segist Katrín sjálf hafa haldið þessum fyrirvörum á lofti í öllum þeim viðtölum sem hún hefur veitt erlendum ferðamönnum, þar á meðal CNN. „Og við erum öll meðvituð um að það er mjög margt sem við vitum ekki um hegðun veirunnar og hvernig hún mun þróast á komandi mánuðum. Þessu hefur verið haldið til haga.Ég held að þessi umfjöllun sýni okkur að það eru allar þjóðir að líta í kringum sig og velta fyrir sér hvað aðrar þjóðir eru að gera í landamæramálum. Þar tel ég að við séum að fara varfærna leið miðað við ýmsar aðrar þjóðir,“ segir Katrín. Ekki rætt að bera kostnaðinn af veiruprófu til eilífðarnóns Kostnaðurinn vegna þeirra veiruprófa sem stendur til að framkvæma á landamærunum hefur verið ræddur. Katrín segir að enn eigi eftir að útfæra hvernig staðið verður undir þeim kostnaði. Þó hafa verið viðraðar hugmyndir um að stjórnvöld taki á sig kostnaðinn fyrst um sinn. „Það hefur ekki verið rætt að ríkið taki á sig kostnaðinn til eilífðarnóns. Hins vegar hefur því verið velt upp hvort ríkið ætti að taka á sig kostnaðinn í blábyrjuninni og þá litið á þetta sem einhverskonar tilraun. Það er líka hluti af tillögum starfshópsins að þetta sé gert í tilraunaskyni til að byrja með,“ segir Katrín. Sóttvarnalæknir sagði á fundi almannavarna í dag að mögulegt væri að opna landið fyrir ferðamönnum fyrir 15. júní, því tillagan kveði á um að opnun eigi sér stað í síðasta lagi 15. júní. Katrín segir eðlilegt að fylgja skynsemisrökum. „Mér finnst eðlilegt að við tökum afstöðu til þess þegar allar greiningar liggja fyrir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur ósammála þeim sem eru ósammála „Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands 18. maí 2020 14:40 Læknir á Landspítalanum afar gagnrýninn á áætlun stjórnvalda um opnun landamæra „Í fyrsta lagi, þessi ákvörðun var tekin án þess að það væri athugað hvort þetta væri raunhæf áætlun sem er hægt að framkvæma,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem lýst illa á hvernig stjórnvöld hafa staðið að kynningu á áætlun um opnun landamæra 15. Júní. 16. maí 2020 18:53 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Forsætisráðherra segir af og frá að verið sé að láta undan þrýstingi ferðaþjónustunnar með því að stefna að opnun landsins fyrir ferðamenn í júní. Varfærnasta leiðin hafi orðið fyrir valinu og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki verið beitt þrýstingi um að láta það ganga upp. Nokkrir læknar hafa undanfarið gagnrýnt ákvörðun stjórnvalda að tilkynna áætlun um opnun landsins fyrir ferðamenn 15. júní næstkomandi. Hefur verið bent á að hún sé algjörlega óútfærð og séð að raunhæft sé að koma í veg fyrir að smitaðir einstaklingar komist til landsins með veiruprófunum á landamærunum. Veiruprófin hafi hingað til reynst óáreiðanleg í því ljósi að kórónuveiran hefur ákveðin meðgöngutíma og greinist í einhverjum tilfellum ekki í fólki þó það hafi smitast af henni. Hafa læknar bent á að þetta geti valdið hópsýkingum og orðið til mikilla vandkvæða í íslensku samfélagi sem er rétt að koma út úr faraldrinum þar sem rúmlega 1.800 hafa sýkst af veirunni og tíu látið lífið. Í því sambandi hefur verið bent á að það sé einkennilegt að stjórnvöld tilkynni þessa áætlun án þess að áhættugreining hafi farið fram á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu, hvort það sé yfir höfuð í stakk búið að takast á við faraldur sem gæti fylgt ferðamönnum. Vildu gagnsæi í ferlið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að þó vissulegi eigi eftir að vinna hagræna greiningu og áhættumat fyrir heilbrigðiskerfið fyrir takmarkaða opnun landsins, þá hafi verið talið mikilvægt að ljóst væri hvert stjórnvöld stefna varðandi opnuna landsins með gagnsæjum hætti í ljósi þess að allar þjóðir ræða nú opnun landamæra með einhverjum hætti. „Frekar en að við séum að vinna greiningar á bak við luktar dyr og taka síðan ákvörðun. Það liggur alveg fyrir að þetta er stefnumið sem er sett fram,“ segir Katrín. Það muni skipta máli hvað komi út úr áhættugreiningu og hvernig faraldurinn í heiminum þróast, áður en ákvörðun verður tekin um að opna landið fyrir ferðamönnum. Hún segir það ekki hafa verið kappsmál fyrir stjórnvöld að vera með fyrstu löndunum sem tilkynna um opnuna landsins. „Ég lít ekki á þetta sem markaðsátak fyrir Ísland. Það liggur auðvitað fyrir að það er vandasamt að opna landamæri eftir þeim hefur verið lokað, eins og við sjáum alls staðar í Evrópu til að mynda. Þá lít ég svo á að þetta sé varfærnasta leiðin til að ráðast í opnun,“ segir Katrín. Ekki látið undan þrýstingi frá ferðaþjónustunni Í skýrslu stýrihóps um afléttingu ferðatakmarkana er minnst örfáum orðum um heilbrigðiskerfið en löngu máli varið í telja upp þarfir ferðaþjónustunnar. Hafa ályktanir verið dregnar að þar séu hagsmunir ferðaþjónustunnar settir ofar heilbrigðiskerfinu. Læknar hafa sagt að svo virðist sem önnur sjónarmið en þau sem varða heilbrigðiskerfið hafi ráðið för þegar kom að því að tilkynna þessa áætlun. Katrín segir af og frá að verið sé að láta undan þrýstingi ferðaþjónustunnar með þessari tilkynningu. „Nei, og ég vil ítreka að sá vinnuhópur sem nú hefur fengið þetta verkefni í hendur er undir forystu heilbrigðisyfirvalda þannig að það lýsir algjörlega þeim skýra vilja stjórnvalda að við erum að horfa á þetta út frá heilbrigðissjónarmiðum,“ segir Katrín. Hafa leitað til heilbrigðisyfirvalda En með því að tilkynna þetta án þess að áhættugreining hafi verið unnin fyrir heilbrigðiskerfið, er ekki verið að setja pressu á heilbrigðiskerfið um að láta þessa áætlun ganga upp? „Nei, það erum við ekki að gera. Við höfum að sjálfsögðu leitað til heilbrigðisyfirvalda og leituðum til þeirra í aðdraganda þessarar stefnu. Málið hefur verið rætt í sóttvarnaráði og sóttvarnalæknir hefur auðvitað verið mikill og náinn samstarfsmaður í þessu verkefni. Þetta mál má ekki snúast um þrýsting. Þetta er vandasamt hvernig á að standa að þessu. Ég held að þarna sé varfærnasta leiðin til að ráðast í opnun. Við vitum það líka að allar þjóðir standa frammi fyrir sambærilegri áskorun,“ segir Katrín. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt þessa áætlun gerða með sinni blessun. Ekki sé hægt að búa við lokuð landamæri til lengri tíma. Ekki skipti máli hvort reynt verði að opna landið fyrir ferðamönnum 15. júní eða þremur mánuðum seinna. Vandamálin verði þau sömu þar til bóluefni verður komið á markað. Framkvæmdastjóri sölusviðs Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki væri mikið um bókanir til landsins eftir fimmtánda júní, ferðamenn horfðu frekar til seinna hluta sumarsins eða haustið. Í því ljósi að ekki stefnir í mikla umferð ferðamanna hingað til lands í júní, hefur verið bent á að réttast væri að reyna á að opna landið í tilraunaskyni í júní og sjá hver útkoman verður af því. Samstarf margra ráðuneyta Þórólfur hefur þó bent ítrekað á ríkisstjórnina þegar hann hefur verið spurður út í þessa áætlun. Hefur hann sagt ákvörðun ríkisstjórnarinnar og margir túlkað að með því sé hann að fjarlægja sig ákvörðunina. Til að mynda hafi hans rödd ekki verið áberandi í skilabréfi stýrihópsins um afléttingu ferðatakmarkana. Katrín bendir á að stýrihópurinn sé samstarf margra ráðuneyta studdist við leiðsögn sóttvarnalæknis. „Og það er reynt að fara svolítið vítt yfir sviðið. Hins vegar á endanum er það þannig að það er sóttvarnalæknir sem gerir tillögu til heilbrigðisráðherra áður en endanleg ákvörðun er tekin. Sú tillaga getur ekki komið fyrr en að lokum þeim greiningum sem þurfa að fara fram á áhættumati,“ segir Katrín. Hefur haldið fyrirvörum á lofti erlendis Þessi tilkynning yfirvalda hefur vakið mikla athygli hjá erlendum fjölmiðlum sem setja oft ekki þá fyrirvara við málið líkt og yfirvöld gera. Talað hefur verið um að Ísland verði opið, án þess að minnast á fyrirvara þess efnis að enn eigi eftir að vinna greiningar til að sjá hvort mögulegt sé að opna landið. Spurð hvernig yfirvöld ætli sér að vinda ofan af þeirri umfjöllun verði það niðurstaðan að ekki verði hægt að opna landið fyrir ferðamönnum segist Katrín sjálf hafa haldið þessum fyrirvörum á lofti í öllum þeim viðtölum sem hún hefur veitt erlendum ferðamönnum, þar á meðal CNN. „Og við erum öll meðvituð um að það er mjög margt sem við vitum ekki um hegðun veirunnar og hvernig hún mun þróast á komandi mánuðum. Þessu hefur verið haldið til haga.Ég held að þessi umfjöllun sýni okkur að það eru allar þjóðir að líta í kringum sig og velta fyrir sér hvað aðrar þjóðir eru að gera í landamæramálum. Þar tel ég að við séum að fara varfærna leið miðað við ýmsar aðrar þjóðir,“ segir Katrín. Ekki rætt að bera kostnaðinn af veiruprófu til eilífðarnóns Kostnaðurinn vegna þeirra veiruprófa sem stendur til að framkvæma á landamærunum hefur verið ræddur. Katrín segir að enn eigi eftir að útfæra hvernig staðið verður undir þeim kostnaði. Þó hafa verið viðraðar hugmyndir um að stjórnvöld taki á sig kostnaðinn fyrst um sinn. „Það hefur ekki verið rætt að ríkið taki á sig kostnaðinn til eilífðarnóns. Hins vegar hefur því verið velt upp hvort ríkið ætti að taka á sig kostnaðinn í blábyrjuninni og þá litið á þetta sem einhverskonar tilraun. Það er líka hluti af tillögum starfshópsins að þetta sé gert í tilraunaskyni til að byrja með,“ segir Katrín. Sóttvarnalæknir sagði á fundi almannavarna í dag að mögulegt væri að opna landið fyrir ferðamönnum fyrir 15. júní, því tillagan kveði á um að opnun eigi sér stað í síðasta lagi 15. júní. Katrín segir eðlilegt að fylgja skynsemisrökum. „Mér finnst eðlilegt að við tökum afstöðu til þess þegar allar greiningar liggja fyrir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur ósammála þeim sem eru ósammála „Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands 18. maí 2020 14:40 Læknir á Landspítalanum afar gagnrýninn á áætlun stjórnvalda um opnun landamæra „Í fyrsta lagi, þessi ákvörðun var tekin án þess að það væri athugað hvort þetta væri raunhæf áætlun sem er hægt að framkvæma,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem lýst illa á hvernig stjórnvöld hafa staðið að kynningu á áætlun um opnun landamæra 15. Júní. 16. maí 2020 18:53 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Þórólfur ósammála þeim sem eru ósammála „Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands 18. maí 2020 14:40
Læknir á Landspítalanum afar gagnrýninn á áætlun stjórnvalda um opnun landamæra „Í fyrsta lagi, þessi ákvörðun var tekin án þess að það væri athugað hvort þetta væri raunhæf áætlun sem er hægt að framkvæma,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem lýst illa á hvernig stjórnvöld hafa staðið að kynningu á áætlun um opnun landamæra 15. Júní. 16. maí 2020 18:53