Brosmildir Kringlugestir tóku hundunum fagnandi Sylvía Hall skrifar 14. júní 2020 15:52 Þessi hundur fékk að kíkja í Kringluferð í dag. Vísir/Einar Kringlan leyfði í fyrsta sinn hunda í verslunarmiðstöðinni í dag en framvegis verður heimilt að taka með sér smáhunda í verslunarmiðstöðina á sunnudögum. Stærri hundar eru ekki bannaðir, en þó eru viðskiptavinir beðnir vinsamlega um að virða þær reglur sem gilda um heimsóknir hundanna. „Skilyrði eru að það sé hægt að halda á þeim í rúllustiga og/eða kippa þeim í fangið ef eitthvað kemur upp á. Skv reglugerðum eru hundar ekki leyfðir í matvöruverslanir, inn á snyrti - og læknastofur. Viðskiptavinir eru beðnir um að sýna þeim verslunum/ þjónustuaðilum skilning, sem ekki eru í stakk búin að leyfa hundaheimsóknir.“ Soffía Kristín Kwaszenko var á meðal þeirra hundaeigenda sem lagði leið sína í Kringluna í dag. Hún sagði nauðsynlegt að halda daginn hátíðlegan og var ánægð með breytingarnar. Soffía segir mikið gleðiefni að öll fjölskyldan geti nú farið í Kringluna.Vísir/einar „Þetta gekk alveg rosalega vel fyrir sig. Hundurinn þarf umhverfisþjálfun og hefur lítið verið í svona aðstæðum, en hann stóð sig með prýði. Fólk var rosalega brosmilt og glatt að sjá hann,“ sagði Soffía, en hún tók hundinn sinn Mangó með sér. „Þetta er smá skref í rétta átt. Vonandi taka fleiri þetta upp og að þetta verði alla daga. Ég vona að aðrir hundaeigendur verði okkur til sóma.“ Hún segist hafa tekið eftir umræðu á samfélagsmiðlum um mögulegan sóðaskap vegna hundanna. Sjálf hefur hún litlar áhyggjur af því, enda sé það undir eigendum komið að þjálfa hundana og að þeir séu yfirleitt þrifalegri en mannfólkið. „Ég held að hundarnir hafi vinninginn þar.“ Þetta verkefni Kringlunnar hefur fengið leyfi frá umhverfisráðuneytinu og heilbrigðiseftirliti borgarinnar. Það er þó í stöðugu endurmati og eru viðskiptavinir beðnir um að kynna sér þær reglur og skilmála sem Kringlan hefur sett fram. Hér að neðan má sjá nokkra káta gesti Kringlunnar í dag, sem voru margir hverjir í loðnari kantinum. Vísir/einar vísir/Einar vísir/einar vísir/einar vísir/Einar Dýr Verslun Gæludýr Reykjavík Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Kringlan leyfði í fyrsta sinn hunda í verslunarmiðstöðinni í dag en framvegis verður heimilt að taka með sér smáhunda í verslunarmiðstöðina á sunnudögum. Stærri hundar eru ekki bannaðir, en þó eru viðskiptavinir beðnir vinsamlega um að virða þær reglur sem gilda um heimsóknir hundanna. „Skilyrði eru að það sé hægt að halda á þeim í rúllustiga og/eða kippa þeim í fangið ef eitthvað kemur upp á. Skv reglugerðum eru hundar ekki leyfðir í matvöruverslanir, inn á snyrti - og læknastofur. Viðskiptavinir eru beðnir um að sýna þeim verslunum/ þjónustuaðilum skilning, sem ekki eru í stakk búin að leyfa hundaheimsóknir.“ Soffía Kristín Kwaszenko var á meðal þeirra hundaeigenda sem lagði leið sína í Kringluna í dag. Hún sagði nauðsynlegt að halda daginn hátíðlegan og var ánægð með breytingarnar. Soffía segir mikið gleðiefni að öll fjölskyldan geti nú farið í Kringluna.Vísir/einar „Þetta gekk alveg rosalega vel fyrir sig. Hundurinn þarf umhverfisþjálfun og hefur lítið verið í svona aðstæðum, en hann stóð sig með prýði. Fólk var rosalega brosmilt og glatt að sjá hann,“ sagði Soffía, en hún tók hundinn sinn Mangó með sér. „Þetta er smá skref í rétta átt. Vonandi taka fleiri þetta upp og að þetta verði alla daga. Ég vona að aðrir hundaeigendur verði okkur til sóma.“ Hún segist hafa tekið eftir umræðu á samfélagsmiðlum um mögulegan sóðaskap vegna hundanna. Sjálf hefur hún litlar áhyggjur af því, enda sé það undir eigendum komið að þjálfa hundana og að þeir séu yfirleitt þrifalegri en mannfólkið. „Ég held að hundarnir hafi vinninginn þar.“ Þetta verkefni Kringlunnar hefur fengið leyfi frá umhverfisráðuneytinu og heilbrigðiseftirliti borgarinnar. Það er þó í stöðugu endurmati og eru viðskiptavinir beðnir um að kynna sér þær reglur og skilmála sem Kringlan hefur sett fram. Hér að neðan má sjá nokkra káta gesti Kringlunnar í dag, sem voru margir hverjir í loðnari kantinum. Vísir/einar vísir/Einar vísir/einar vísir/einar vísir/Einar
Dýr Verslun Gæludýr Reykjavík Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira