Tæp 47 þúsund nýtt atkvæðisréttinn Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2020 11:05 Frá kjörstað í Smáralind. Vísir/Jóhann K. Kjörsókn utan kjörfundar fyrir forsetakosningarnar sem fara fram á morgun, laugardaginn 27. júní, hefur verið meiri en í undanförnum kosningum. Alls hafa nú 46.648 greitt atkvæði utan kjörfundar samkvæmt Bergþóru Sigmundsdóttur, kjörstjóra hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Við lok kjörstaða í gær höfðu 45.929 greitt atkvæði utan kjörfundar og í dag hafa 719 bæst í hópinn. Hægt er að bera saman kjörsókn við fyrri ár sé miðað við lok kjörstaða í gær. Fyrir átta árum síðan, þegar Ólafur Ragnar Grímsson náði endurkjöri þegar hann bar sigurorð af Þóru Arnórsdóttur höfðu 30.300 greitt atkvæði á sama tíma. Þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, náði kjöri fyrir fjórum árum höfðu 36.137 nýtt kosningaréttinn. Kjósendur úr Norðausturkjördæmi komi fyrir 14:30 Bergþóra segir kjörstaðina þrjá sem opnir eru á höfuðborgarsvæðinu vera opna til klukkan 22:00 í kvöld. Opið er á tveimur stöðum í verslunarmiðstöðinni Smáralind og einnig undir stúkunni á Laugardalsvelli. Á morgun, kjördag, verður kjörstaðurinn í Smáralind opinn fyrir þá sem eiga lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins frá 10 til 17. Bergþóra vill vekja athygli á því að vegna flugsamganga verða kjósendur í Norðausturkjördæmi, sem greiða atkvæði eftir 14:30, að koma atkvæðum sínum sjálfir til skila. Komi kjósendur fyrir þann tíma gerist slíkt ekki þörf. Forsetakosningar 2020 Smáralind Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita fyrir forsetakosningarnar Forsetakosningar fara fram á landinu á morgun þar sem tveir menn eru í framboði – Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson. 26. júní 2020 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Kjörsókn utan kjörfundar fyrir forsetakosningarnar sem fara fram á morgun, laugardaginn 27. júní, hefur verið meiri en í undanförnum kosningum. Alls hafa nú 46.648 greitt atkvæði utan kjörfundar samkvæmt Bergþóru Sigmundsdóttur, kjörstjóra hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Við lok kjörstaða í gær höfðu 45.929 greitt atkvæði utan kjörfundar og í dag hafa 719 bæst í hópinn. Hægt er að bera saman kjörsókn við fyrri ár sé miðað við lok kjörstaða í gær. Fyrir átta árum síðan, þegar Ólafur Ragnar Grímsson náði endurkjöri þegar hann bar sigurorð af Þóru Arnórsdóttur höfðu 30.300 greitt atkvæði á sama tíma. Þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, náði kjöri fyrir fjórum árum höfðu 36.137 nýtt kosningaréttinn. Kjósendur úr Norðausturkjördæmi komi fyrir 14:30 Bergþóra segir kjörstaðina þrjá sem opnir eru á höfuðborgarsvæðinu vera opna til klukkan 22:00 í kvöld. Opið er á tveimur stöðum í verslunarmiðstöðinni Smáralind og einnig undir stúkunni á Laugardalsvelli. Á morgun, kjördag, verður kjörstaðurinn í Smáralind opinn fyrir þá sem eiga lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins frá 10 til 17. Bergþóra vill vekja athygli á því að vegna flugsamganga verða kjósendur í Norðausturkjördæmi, sem greiða atkvæði eftir 14:30, að koma atkvæðum sínum sjálfir til skila. Komi kjósendur fyrir þann tíma gerist slíkt ekki þörf.
Forsetakosningar 2020 Smáralind Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita fyrir forsetakosningarnar Forsetakosningar fara fram á landinu á morgun þar sem tveir menn eru í framboði – Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson. 26. júní 2020 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita fyrir forsetakosningarnar Forsetakosningar fara fram á landinu á morgun þar sem tveir menn eru í framboði – Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson. 26. júní 2020 08:00