Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2020 07:00 Kristján Þór sá fyrir að kvikmynd Will Ferrell gæti haft gríðarleg áhrif á bæjarbraginn í Húsavík og sú ætlar heldur betur að verða raunin. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri í Norðurþingi er að vonum ánægður með það kastljós sem nú beinist að Húsavík í kjölfar frumsýningar myndarinnar „Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga“ og segir að til standi að hagnýta sér byrinn seglum þöndum. Reyndar setur kórónuveiran og þær hindranir sem hún hefur í för með sér fyrir ferðamannastrauminn til Íslands og þá til Húsavíkur. Kristján Þór segist ekki hafa gert ráð fyrir því að Eurovisionmynd Ferrells kæmi til álita á Óskarsverðlaunahátíðina, en nú sé verið að velta því upp hvort lagið Húsavík hljóti ekki að gera tilkall til þess að vera tilnefnt sem besta lag í kvikmynd. „Já, við þurfum einhvern veginn að snúa því upp í styrkleika líka,“ segir sveitarstjórinn. Hann segir erfitt að ráða í þau spil öll. Augljóslega hafi það áhrif á ferðamannastrauminn í sumar. „En þetta gefur okkur þá meiri tíma og ráðrúm til að undirbúa hugsanlega meiri straum ferðamanna til framtíðar,“ segir Kristján Þór. En til stendur af hálfu Húsvíkinga að höfða til þess hóps sérstaklega vel með Eurovision. „Ég er ekki rétti maðurinn til að fjölyrða um hvernig megi nýta sér þessa markaðssetningu þannig en maður gefur sér það að þetta sé tækifæri fyrir þá sem það kunna að gera vel í því.“ Sveitarstjórinn sá þetta fyrir Myndin sem slík hefur hlotið misjafnar viðtökur en athyglin sem hún hefur notið fer ekki á milli mála. Lög úr myndinni – svo sem lagið Husavík – hafa rokið upp vinsældalista víða um heim og á leitarvélum hefur orðið gríðarleg auking; fólk slær orðinu „Husavik“ þar inn í stórum stíl til að forvitnast nánar um fyrirbærið. Pierce og Ferrell um borð í dalli í Húsavíkurhöfn, eins og ekkert sé eðlilegra.Elizabeth Viggiano/NETFLIX © 2020 Svo skemmtilega vill til að Kristján Þór sá þetta að einhverju leyti fyrir þegar spurðist að kvikmyndatökumenn væru á leið til landsins og til stæði að taka myndina að verulegu leyti upp á Húsavík. Sennilega eru fá ef nokkur dæmi um að sviðsljósið sé með svo afgerandi hætti á Íslandi í bandarískri stórmynd. Í sérstakri tilkynningu sem Kristján Þór skrifaði til íbúa Húsavíkur og dagsett er 10. október á síðasta ári segir hann meðal annars, fyrir hönd Norðurþings: „Næstu daga fáum við Húsvíkingar það einstaka verkefni að taka á móti kvikmyndagerðarfólki frá Netflix, sem taka mun upp atriði í nýjustu kvikmynd stórleikarans og handritshöfundarins Will Ferrell. Eins og greint hefur verið frá mun myndin fjalla um Eurovision söngvakeppnina og mun bærinn okkar vera að hluta til sögusvið myndarinnar og sem slíkur leika stórt hlutverk í myndinni. Athyglin fór fram úr björtum vonum Um einstakan atburð er að ræða sem allar líkur eru á að hafi mikil og jákvæð áhrif á ferðamennsku inn á svæðið til næstu ára ef vel tekst til. Því er mikið í húfi og mikilvægt að við íbúar stöndum saman og látum þetta verkefni ganga eins vel og nokkur kostur er.“ Kristján Þór áréttar nokkrar umgengnisreglur og trúnað um verkefnið, segir að um 250 manns komi til Húsavíkur vegna vinnslunnar: Tökum vel á móti aðstandendum kvikmyndarinnar, virðum trúnað og höldum alvöru Eurovision partý í vor!“ Ekkert Eurovisionpartí varð vegna Covid-19 eins og allir þekkja, nema þá í óeiginlegri merkingu. Kvikmyndin reyndist með óbeinum hætti staðgengill fyrir þá gleði alla, í það minnsta fyrir Húsvíkinga. Þó Kristján Þór sé forspár hefur sú athygli sem myndin hefur fengið líklega farið fram úr hans björtustu vonum. „Hugsaðu þér. Já, það er gaman að rifja þetta upp. Alls ekkert launungarmál, og ég held að ég hafi ekki verið sá eini sem spáði þessu, að þegar þú átt von á gestum sem þessum, eru að vinna að prójekti sem þessu, hlýtur það að hafa einhver áhrif á einhverja jákvæðni á bæinn okkar ef hann er í stóru hlutverki.“ Hefur áhrif á bæjarbraginn Sveitarstjórinn sagðist ekki hafa vitað hversu stóru en þetta sé framar væntingum og vonum. „Ekkert hægt að kaupa svona umfjöllun eða kynningu. Þetta er einstakt. Will Ferrell í hlutverki sínu við strætóstoppstöð á Húsavík. Erlendir miðlar, svo sem BBC, hafa verið að velta fyrir sér einu og öðru sem ekki fær staðist í myndinni, en Húsvíkingum gæti ekki staðið meira á sama.Elizabeth Viggiano/NETFLIX © 2020 Við erum hæstánægð. Og farin að velta því raunverulega fyrir okkur hvernig við mætum væntingum um að taka á móti gestum sem vilja upplifa Eurovisionstemmningu í bænum. Við vitum alla veganna hvar á að halda keppnina ef af verður; Húsavíkurbíó.“ Kristján Þór segir að myndin muni óhjákvæmilega hafa veruleg áhrif á bæjarbraginn. „Já, að sumu leyti, hvort sem okkur líkar betur eða verr er búið að stimpla okkur rækilega inn sem Eurovisionbæinn, það er búið að semja um okkur sérstakt Eurovisonlag. Hver getur státað af slíku? Við munum reyna að vinna með þetta á jákvæðan hátt.“ Húsavík á næstu Óskarsverðlaunahátíð? Sveitarstjórinn er þrátt fyrir þetta með báða fætur á jörðunni. Hann segir að frægðin sé fallvölt. Og þetta sé mikil athygli í einu. Will Ferrell, sem Lars Erickssonghleypur um götur Húsavíkur á náttfötunum.Elizabeth Viggiano/NETFLIX © 2020 „En miklu fleiri vita talsvert meira um bæinn en áður. Það er ljóst. Það eru allskonar hugmyndir sem eru uppi og vonandi tekst okkur að spila úr því rétt.“ Kristján Þór horfði á myndina um síðustu helgi og segist hafa verið að hlæja að því að hann, sem og aðrir, hafi ekki gert því skóna þessi mynd yrði ekki sú fyrsta inn á Óskarsverðlaunahátíðina. „Já, ef maður gefur sér í hvaða ætt þær myndir Will Ferrell hefur verið að gera sverja sig. En nú var maður að heyra að Húsavíkulagið muni gera tilkall til þess að verða besta lagið í kvikmmynd fyrir árið 2020. Hvað veit maður?“ spyr maðurinn sem vissi reyndar að myndin myndi valda straumhvörfum fyrir Húsvíkinga. Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision Tengdar fréttir Husavik rýkur upp vinsældalistana Lagið er ástaróður til Húsavíkur og syngja Ferrell og Sandén meðal annars á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. 27. júní 2020 12:43 Eurovision-myndin: „Þetta var eiginlega alveg eins og að vera í sauðburði“ „Stemmning var alveg ótrúleg og í rauninni mjög óvænt. Þetta var eiginlega eins og að vera í sauðburði,“ segir Ásta Magnúsdóttir, tónmenntakennari á Húsavík, um stemmninguna í bænum á meðan á tökum Eurovison-myndar Will Ferrells stóð yfir. 30. júní 2020 15:30 „Mér leið eins og ég hefði unnið Eurovison þegar ég var beðin um að syngja lagið“ „Ég var svo glöð þegar ég var beðin um að taka þetta að mér. Mig langaði bara að verða tólf ára aftur, hoppa um og öskra. Mér leið eins og ég hefði unnið Eurovision.“ Þetta segir Molly Sandén sem syngur inn fyrir hlutverk leikonunnar Rachel McAdams í Eurovsion-mynd Will Ferrell. 1. júlí 2020 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri í Norðurþingi er að vonum ánægður með það kastljós sem nú beinist að Húsavík í kjölfar frumsýningar myndarinnar „Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga“ og segir að til standi að hagnýta sér byrinn seglum þöndum. Reyndar setur kórónuveiran og þær hindranir sem hún hefur í för með sér fyrir ferðamannastrauminn til Íslands og þá til Húsavíkur. Kristján Þór segist ekki hafa gert ráð fyrir því að Eurovisionmynd Ferrells kæmi til álita á Óskarsverðlaunahátíðina, en nú sé verið að velta því upp hvort lagið Húsavík hljóti ekki að gera tilkall til þess að vera tilnefnt sem besta lag í kvikmynd. „Já, við þurfum einhvern veginn að snúa því upp í styrkleika líka,“ segir sveitarstjórinn. Hann segir erfitt að ráða í þau spil öll. Augljóslega hafi það áhrif á ferðamannastrauminn í sumar. „En þetta gefur okkur þá meiri tíma og ráðrúm til að undirbúa hugsanlega meiri straum ferðamanna til framtíðar,“ segir Kristján Þór. En til stendur af hálfu Húsvíkinga að höfða til þess hóps sérstaklega vel með Eurovision. „Ég er ekki rétti maðurinn til að fjölyrða um hvernig megi nýta sér þessa markaðssetningu þannig en maður gefur sér það að þetta sé tækifæri fyrir þá sem það kunna að gera vel í því.“ Sveitarstjórinn sá þetta fyrir Myndin sem slík hefur hlotið misjafnar viðtökur en athyglin sem hún hefur notið fer ekki á milli mála. Lög úr myndinni – svo sem lagið Husavík – hafa rokið upp vinsældalista víða um heim og á leitarvélum hefur orðið gríðarleg auking; fólk slær orðinu „Husavik“ þar inn í stórum stíl til að forvitnast nánar um fyrirbærið. Pierce og Ferrell um borð í dalli í Húsavíkurhöfn, eins og ekkert sé eðlilegra.Elizabeth Viggiano/NETFLIX © 2020 Svo skemmtilega vill til að Kristján Þór sá þetta að einhverju leyti fyrir þegar spurðist að kvikmyndatökumenn væru á leið til landsins og til stæði að taka myndina að verulegu leyti upp á Húsavík. Sennilega eru fá ef nokkur dæmi um að sviðsljósið sé með svo afgerandi hætti á Íslandi í bandarískri stórmynd. Í sérstakri tilkynningu sem Kristján Þór skrifaði til íbúa Húsavíkur og dagsett er 10. október á síðasta ári segir hann meðal annars, fyrir hönd Norðurþings: „Næstu daga fáum við Húsvíkingar það einstaka verkefni að taka á móti kvikmyndagerðarfólki frá Netflix, sem taka mun upp atriði í nýjustu kvikmynd stórleikarans og handritshöfundarins Will Ferrell. Eins og greint hefur verið frá mun myndin fjalla um Eurovision söngvakeppnina og mun bærinn okkar vera að hluta til sögusvið myndarinnar og sem slíkur leika stórt hlutverk í myndinni. Athyglin fór fram úr björtum vonum Um einstakan atburð er að ræða sem allar líkur eru á að hafi mikil og jákvæð áhrif á ferðamennsku inn á svæðið til næstu ára ef vel tekst til. Því er mikið í húfi og mikilvægt að við íbúar stöndum saman og látum þetta verkefni ganga eins vel og nokkur kostur er.“ Kristján Þór áréttar nokkrar umgengnisreglur og trúnað um verkefnið, segir að um 250 manns komi til Húsavíkur vegna vinnslunnar: Tökum vel á móti aðstandendum kvikmyndarinnar, virðum trúnað og höldum alvöru Eurovision partý í vor!“ Ekkert Eurovisionpartí varð vegna Covid-19 eins og allir þekkja, nema þá í óeiginlegri merkingu. Kvikmyndin reyndist með óbeinum hætti staðgengill fyrir þá gleði alla, í það minnsta fyrir Húsvíkinga. Þó Kristján Þór sé forspár hefur sú athygli sem myndin hefur fengið líklega farið fram úr hans björtustu vonum. „Hugsaðu þér. Já, það er gaman að rifja þetta upp. Alls ekkert launungarmál, og ég held að ég hafi ekki verið sá eini sem spáði þessu, að þegar þú átt von á gestum sem þessum, eru að vinna að prójekti sem þessu, hlýtur það að hafa einhver áhrif á einhverja jákvæðni á bæinn okkar ef hann er í stóru hlutverki.“ Hefur áhrif á bæjarbraginn Sveitarstjórinn sagðist ekki hafa vitað hversu stóru en þetta sé framar væntingum og vonum. „Ekkert hægt að kaupa svona umfjöllun eða kynningu. Þetta er einstakt. Will Ferrell í hlutverki sínu við strætóstoppstöð á Húsavík. Erlendir miðlar, svo sem BBC, hafa verið að velta fyrir sér einu og öðru sem ekki fær staðist í myndinni, en Húsvíkingum gæti ekki staðið meira á sama.Elizabeth Viggiano/NETFLIX © 2020 Við erum hæstánægð. Og farin að velta því raunverulega fyrir okkur hvernig við mætum væntingum um að taka á móti gestum sem vilja upplifa Eurovisionstemmningu í bænum. Við vitum alla veganna hvar á að halda keppnina ef af verður; Húsavíkurbíó.“ Kristján Þór segir að myndin muni óhjákvæmilega hafa veruleg áhrif á bæjarbraginn. „Já, að sumu leyti, hvort sem okkur líkar betur eða verr er búið að stimpla okkur rækilega inn sem Eurovisionbæinn, það er búið að semja um okkur sérstakt Eurovisonlag. Hver getur státað af slíku? Við munum reyna að vinna með þetta á jákvæðan hátt.“ Húsavík á næstu Óskarsverðlaunahátíð? Sveitarstjórinn er þrátt fyrir þetta með báða fætur á jörðunni. Hann segir að frægðin sé fallvölt. Og þetta sé mikil athygli í einu. Will Ferrell, sem Lars Erickssonghleypur um götur Húsavíkur á náttfötunum.Elizabeth Viggiano/NETFLIX © 2020 „En miklu fleiri vita talsvert meira um bæinn en áður. Það er ljóst. Það eru allskonar hugmyndir sem eru uppi og vonandi tekst okkur að spila úr því rétt.“ Kristján Þór horfði á myndina um síðustu helgi og segist hafa verið að hlæja að því að hann, sem og aðrir, hafi ekki gert því skóna þessi mynd yrði ekki sú fyrsta inn á Óskarsverðlaunahátíðina. „Já, ef maður gefur sér í hvaða ætt þær myndir Will Ferrell hefur verið að gera sverja sig. En nú var maður að heyra að Húsavíkulagið muni gera tilkall til þess að verða besta lagið í kvikmmynd fyrir árið 2020. Hvað veit maður?“ spyr maðurinn sem vissi reyndar að myndin myndi valda straumhvörfum fyrir Húsvíkinga.
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision Tengdar fréttir Husavik rýkur upp vinsældalistana Lagið er ástaróður til Húsavíkur og syngja Ferrell og Sandén meðal annars á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. 27. júní 2020 12:43 Eurovision-myndin: „Þetta var eiginlega alveg eins og að vera í sauðburði“ „Stemmning var alveg ótrúleg og í rauninni mjög óvænt. Þetta var eiginlega eins og að vera í sauðburði,“ segir Ásta Magnúsdóttir, tónmenntakennari á Húsavík, um stemmninguna í bænum á meðan á tökum Eurovison-myndar Will Ferrells stóð yfir. 30. júní 2020 15:30 „Mér leið eins og ég hefði unnið Eurovison þegar ég var beðin um að syngja lagið“ „Ég var svo glöð þegar ég var beðin um að taka þetta að mér. Mig langaði bara að verða tólf ára aftur, hoppa um og öskra. Mér leið eins og ég hefði unnið Eurovision.“ Þetta segir Molly Sandén sem syngur inn fyrir hlutverk leikonunnar Rachel McAdams í Eurovsion-mynd Will Ferrell. 1. júlí 2020 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Husavik rýkur upp vinsældalistana Lagið er ástaróður til Húsavíkur og syngja Ferrell og Sandén meðal annars á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. 27. júní 2020 12:43
Eurovision-myndin: „Þetta var eiginlega alveg eins og að vera í sauðburði“ „Stemmning var alveg ótrúleg og í rauninni mjög óvænt. Þetta var eiginlega eins og að vera í sauðburði,“ segir Ásta Magnúsdóttir, tónmenntakennari á Húsavík, um stemmninguna í bænum á meðan á tökum Eurovison-myndar Will Ferrells stóð yfir. 30. júní 2020 15:30
„Mér leið eins og ég hefði unnið Eurovison þegar ég var beðin um að syngja lagið“ „Ég var svo glöð þegar ég var beðin um að taka þetta að mér. Mig langaði bara að verða tólf ára aftur, hoppa um og öskra. Mér leið eins og ég hefði unnið Eurovision.“ Þetta segir Molly Sandén sem syngur inn fyrir hlutverk leikonunnar Rachel McAdams í Eurovsion-mynd Will Ferrell. 1. júlí 2020 15:00