Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. júlí 2020 12:20 Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekin voru í Frakklandi gild fyrir farþega sína í gær. Vísir/Vilhelm Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. Allir farþegar voru með neikvæð sýni úr fyrri prófum. Annað skemmtiferðaskip sumarsins kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Franska lúxusskemmtiferðaskipið Le Boreal lagðist við Miðbakka í Reykjavík í gær. Farþegar skipsins sem eru frá Frakklandi flugu þaðan í gær og fóru í skimun á Keflavíkurflugvelli fyrir Covid-19 en höfðu tveimur sólahringum áður farið í sýnatöku í heimalandi sínu. Emma Kjartansdóttir deildarstjóri hjá Iceland Travel segir að skipið hafi siglt frá Miðbakka í Reykjavík áleiðis til Grænlands í gærkvöldi. „Það tók svo langan tíma að fá úr prófum í Keflavík þá ákvað skipafélagið að taka próf sem voru tekin áður í Frakklandi gild enda taka önnur skip á vegum félagsins þau gild. En skimunin í Keflavík er aukalega við það,“ segir Emma. Emma segir að skipafélagið Pontant sem á skipið greiði fyrir sýnatöku farþega hér á landi. Annað skemmtiferðaskip félagsins, Le Bellot lagðist við Miðbakka í morgun en það fer í siglingu kringum Ísland. Farþegar skipsins sem verða 26 fljúga frá Frakklandi á morgun. „Við erum horfa á sama fyrirkomulag þar en vonumst til að fá niðurstöður fyrr úr Keflavík,“ segir Emma. Hún segir að ef ferðirnar gangi vel gætu önnur skip siglt hingað í kjölfarið. „Þetta er fyrsta sigling Le Bellot þetta er glænýtt farþegaskip og þetta verður algjör lúxus.“ „Þetta er fyrsta siglingin af sex eða sjö svo að það er verið að horfa á hvernig þetta byrjar allt saman,“ sagði Emma Kjartansdóttir. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Frakkland Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. Allir farþegar voru með neikvæð sýni úr fyrri prófum. Annað skemmtiferðaskip sumarsins kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Franska lúxusskemmtiferðaskipið Le Boreal lagðist við Miðbakka í Reykjavík í gær. Farþegar skipsins sem eru frá Frakklandi flugu þaðan í gær og fóru í skimun á Keflavíkurflugvelli fyrir Covid-19 en höfðu tveimur sólahringum áður farið í sýnatöku í heimalandi sínu. Emma Kjartansdóttir deildarstjóri hjá Iceland Travel segir að skipið hafi siglt frá Miðbakka í Reykjavík áleiðis til Grænlands í gærkvöldi. „Það tók svo langan tíma að fá úr prófum í Keflavík þá ákvað skipafélagið að taka próf sem voru tekin áður í Frakklandi gild enda taka önnur skip á vegum félagsins þau gild. En skimunin í Keflavík er aukalega við það,“ segir Emma. Emma segir að skipafélagið Pontant sem á skipið greiði fyrir sýnatöku farþega hér á landi. Annað skemmtiferðaskip félagsins, Le Bellot lagðist við Miðbakka í morgun en það fer í siglingu kringum Ísland. Farþegar skipsins sem verða 26 fljúga frá Frakklandi á morgun. „Við erum horfa á sama fyrirkomulag þar en vonumst til að fá niðurstöður fyrr úr Keflavík,“ segir Emma. Hún segir að ef ferðirnar gangi vel gætu önnur skip siglt hingað í kjölfarið. „Þetta er fyrsta sigling Le Bellot þetta er glænýtt farþegaskip og þetta verður algjör lúxus.“ „Þetta er fyrsta siglingin af sex eða sjö svo að það er verið að horfa á hvernig þetta byrjar allt saman,“ sagði Emma Kjartansdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Frakkland Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira