Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2020 14:39 35 þjóðir heims koma að verkefninu og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðina unnið við það. AP/Daniel Cole Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. ITER-verkefnið, eins og það er kallað, gengur út á að þróa hreina og endurnýjanlega orkulind, í rauninni með því að skapa smáar sólir í orkuverum. Þróunarvinna vegna kjarnasamrunaofnsins hefur staðið yfir um árabil og er verkefnið eitt flóknasta rannsóknarverkefni sögunnar, samkvæmt frétt Guardian.35 þjóðir heims koma að verkefninu og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðina unnið við það. Ofninn verður um 23 þúsund tonn og inniheldur nærri því þrjú þúsund ofursegla sem tengdir eru með 200 kílómetra löngum köplum og þessu verður að halda í 269 gráðu kulda. Einn rafsegullinn í stöðinni er sagður geta lyft flugmóðurskipi. Kjarnasamruni fæst með því að ofurhita þungavetni og tritíum. Ferli þetta myndar ekki koltvísýring og mun minna af geislavirkum úrgangi en hefðbundin kjarnorkuver. Þá gætu samrunaorkuofnar framtíðarinnar ekki brætt úr sér. Þrátt fyrir að rannsóknir á samruna hafi staðið yfir um áratugaskeið hefur þó ekki tekist að framleiða mikla orku enn. Heimsmetið í samruna á Joint European Torus, eða JET. Árið 1997 framleiddi stofnunin 16 MW í samruna en varði þó 24 MW í að koma samrunanum af stað. Forsvarsmenn ITER segjast ætla að vera fyrstir til að framleiða meira rafmagn en sett er í samrunann og framleiða 500 MW með einungis 50MW til hitunar, því hita þarf þungavetni og tritíum í gífurlegan hita til að koma samrunanum af stað. Einnig þarf mikla orku til að halda plasmanum, eða „sólinni“, sem verður til við samrunann í loftinu. Frakkland Tækni Vísindi Orkumál Mest lesið Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sjá meira
Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. ITER-verkefnið, eins og það er kallað, gengur út á að þróa hreina og endurnýjanlega orkulind, í rauninni með því að skapa smáar sólir í orkuverum. Þróunarvinna vegna kjarnasamrunaofnsins hefur staðið yfir um árabil og er verkefnið eitt flóknasta rannsóknarverkefni sögunnar, samkvæmt frétt Guardian.35 þjóðir heims koma að verkefninu og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðina unnið við það. Ofninn verður um 23 þúsund tonn og inniheldur nærri því þrjú þúsund ofursegla sem tengdir eru með 200 kílómetra löngum köplum og þessu verður að halda í 269 gráðu kulda. Einn rafsegullinn í stöðinni er sagður geta lyft flugmóðurskipi. Kjarnasamruni fæst með því að ofurhita þungavetni og tritíum. Ferli þetta myndar ekki koltvísýring og mun minna af geislavirkum úrgangi en hefðbundin kjarnorkuver. Þá gætu samrunaorkuofnar framtíðarinnar ekki brætt úr sér. Þrátt fyrir að rannsóknir á samruna hafi staðið yfir um áratugaskeið hefur þó ekki tekist að framleiða mikla orku enn. Heimsmetið í samruna á Joint European Torus, eða JET. Árið 1997 framleiddi stofnunin 16 MW í samruna en varði þó 24 MW í að koma samrunanum af stað. Forsvarsmenn ITER segjast ætla að vera fyrstir til að framleiða meira rafmagn en sett er í samrunann og framleiða 500 MW með einungis 50MW til hitunar, því hita þarf þungavetni og tritíum í gífurlegan hita til að koma samrunanum af stað. Einnig þarf mikla orku til að halda plasmanum, eða „sólinni“, sem verður til við samrunann í loftinu.
Frakkland Tækni Vísindi Orkumál Mest lesið Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sjá meira