Sláandi skipti í íslenskum íþróttum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2020 10:00 Mikla athygli vakti þegar körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson ákvað að yfirgefa KR og ganga í raðir Vals. Jón Arnór er uppalinn KR-ingur og ekki er langt síðan hann sagði að hann myndi aldrei spila fyrir annað félag á Íslandi. „Ég er að gera þetta á mínum forsendum, það sem mig langar til og ekki eitthvað sem aðrir ætlast til af mér. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Mig langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona,“ sagði Jón Arnór í samtali við Vísi í gær. Þetta eru langt því frá einu umdeildu félagaskiptin í íslenskri íþróttasögu. Hér fyrir neðan má lesa um önnur sláandi skipti íslenskra íþrótta. Bjarni í vinnugallanum.vísir/bára Bjarni Guðjónsson frá ÍA til KR 2008 Bjarni er langt því frá eini Skagamaðurinn sem hefur farið í vesturbæ Reykjavíkur. Skipti hans frá ÍA í KR um mitt sumar 2008 voru samt með þeim stærri. Bjarni var fyrirliði ÍA sem var í bullandi fallbaráttu. Skömmu áður hafði föður hans, Guðjóni Þórðarsyni, verið sagt upp störfum sem þjálfara ÍA. „Ég fagna því að Bjarni skuli fara í KR sem er flott félag. Raunveruleikinn í knattspyrnuheiminum í dag er sá að menn eru „signaðir“, seldir eða reknir. Þannig er það nú bara," sagði Guðjón um félagaskipti sonar síns. KR varð bikarmeistari um haustið á meðan ÍA féll. Bjarni varð mikill KR-ingur, tók við stöðu fyrirliða liðsins, varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með því og var svo ráðinn þjálfari þess 2014. Hann er núna aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR. Svarthvíta taugin er orðin talsvert sterkari en sú gula og svarta. Fyrsta myndin af Pétri í búningi KR. Úrklippa úr DV 9. febrúar 1987.mynd/skjáskot af timarit.is Pétur Pétursson frá ÍA til KR 1987 Pétur átti eftirminnilega heimkomu úr atvinnumennsku um mitt sumar 1986 en hann skoraði bæði mörk ÍA í frægum bikarúrslitaleik gegn Fram. Um veturinn söðlaði Pétur um og gekk í raðir KR. Félagaskiptin fóru ekki vel í Skagamenn sem töldu að fjárhagslegt bolmagn KR-inga hefði haft úrslitaáhrif á ákvörðun Péturs. Hann vísaði því á bug í samtali við DV. „Ég átti von á því að sögusagnir færu á kreik um eina eða aðra upphæð. Ég hef heyrt að einhverjir á Akranesi breiði það út að KR hafi borgað mér 7-8 milljónir fyrir að koma í félagið. Ég hef heyrt margar aðrar upphæðir en hlæ alltaf jafndátt þegar ég heyri þetta. Sannleikurinn er nefnilega sá að ég fékk ekki krónu frá KR-ingum.“ Fyrir nokkrum árum í útvarpsþættinum Akraborginni sagði Pétur að ÍA hefði ekki gert nógu mikið til að halda sér og því hafi hann ákveðið að róa á önnur mið. „Þá hefðu þeir átt að reyna að halda mér - eigum við ekki að segja það hreint út,“ sagði Pétur sem bauðst vinna á saumastofu á Akranesi samhliða því að spila fótbolta. „Þeir hefðu kannski getað hugsað betur um mann upp á Skaga á þessum tíma, svo maður hefði ekki farið. Það voru engar samningaviðræður í gangi upp á Skaga. Það var ekkert flókið.“ Pétur lék með KR í fimm ár og gerði liðið svo að Íslandsmeisturum sem þjálfari 2000. Hann var seinna aðstoðarþjálfari KR. Brynjar í leik með Tindastóli í DHL-höllinni.vísir/daníel Brynjar Þór Björnsson frá KR til Tindastóls 2018 Undanfarin þrjú ár hefur KR alltaf misst lykilmann til annars liðs í Domino's deild karla. Í ár fór Jón Arnór til Vals, í fyrra skipti Pavel Ermolinskij yfir til sama liðs og sumarið 2018 gekk Brynjar í raðir Tindastóls. Brynjar var fyrirliði KR sem hafði unnið Tindastól í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn þá um vorið. Hann skoraði m.a. ótrúlega sigurkörfu í leik á Króknum í úrslitaeinvíginu. Brynjar er ekki sá vinsælasti meðal andstæðinga sinna og virtist ekki vera í sérstöku uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Tindastóls, eiginlega þvert á móti. „Það verður sérstök tilfinning. Ég hugsaði að það væri svolítið skrítið að spila fyrir fólk sem hefur látið mann heyra það í mörg ár og finnst ég vera óþolandi. Ég er búinn að ræða við fólk á Króknum og það hefur ekki neinar áhyggjur af öðru en að það snúist á sveif með mér þegar ég er í þeirra liði,“ sagði Brynjar við Vísi eftir félagaskiptin. Hann lék aðeins eitt tímabil með Tindastóli áður en hann sneri aftur í KR í fyrra. Á eina tímabili Brynjars með Stólunum féllu þeir á ævintýralegan hátt út í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Eftirminnilegasti leikur Brynjars í vínrauðu treyjunni var gegn Breiðabliki í Smáranum þar sem hann setti met með því að skora sextán þriggja stiga körfur. Gunnleifur í Kópavogsslag HK og Breiðabliks í fyrra.vísir/bára Gunnleifur Gunnleifsson frá FH til Breiðabliks 2012 Gunnleifur var andlit uppgangs HK í upphafi þessarar aldar og kannski sá sem hélt rígnum milli félaganna í Kópavogi á lofti. Hann lét m.a. flúra merki HK á kálfann á sér. Það voru því fæstir sem bjuggust við því að markvörðurinn myndi ganga í raðir Breiðabliks. En það gerðist haustið 2012 þegar hann fór frá Íslandsmeisturum FH. „Ég neita því ekki að ég sé mikill HK-ingur enda mæti ég á alla leiki með HK sem ég get. Vonandi hafa HK-ingar skilning á þessari ákvörðun minni enda tók ég hana með hagsmuni mína og fjölkyldu minnar í huga,“ sagði Gunnleifur við Vísi þegar hann skrifaði undir hjá græna liðinu í Kópavogi. Hann hefur verið hjá Breiðabliki síðan 2012, er einn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins og er orðinn mikill Bliki. Hann var fyrirliði Breiðabliks um tíma og er núna varamarkvörður og aðstoðarþjálfari liðsins. Ásthildur í leik með KR á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Úrklippa úr DV 12. júlí 1993.mynd/skjáskot af timarit.is Ásthildur Helgadóttir frá Breiðabliki til KR 1992 KR vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fótbolta kvenna 1993. Það var ekki síst fyrir tilstuðlan Ásthildar sem kom til liðsins frá Breiðabliki fyrir tímabilið. Á þessum tíma spiluðu leikmenn bara með sínum liðum og félagaskipti voru fátíð. Því komu skipti Ásthildar nokkuð á óvart. Eftir tímabilið 1992 þar sem Ásthildur var valin efnilegasti leikmaður efstu deildar ákvað hún að söðla um og fara frá Íslandsmeisturum Breiðabliks og KR. Auk Ásthildar fékk KR fleiri sterka leikmenn og fyrsti Íslandsmeistaratitilinn kom í vesturbæinn í kjölfarið. Ásthildur fór aftur til Breiðabliks fyrir tímabilið 1995 og svo þaðan aftur í KR 1998. Valdimar skorar fyrir KA gegn Val í frægum bikarúrslitaleik 1995. Úrklippa úr Degi 7. febrúar 1995.mynd/skjáskot af timarit.is Valdimar Grímsson frá Val til KA 1993 Valdimar var einn af máttarstólpunum í liði Vals sem varð Íslands- og bikarmeistari 1993. Eftir tímabilið var hann í viðræðum í hollenskt félag og ÍBV vildi fá hann sem spilandi þjálfara. En í ágúst gaf Valdimar það út að hann yrði áfram hjá Val. Það stóð þó ekki lengi og í september, skömmu áður en tímabilið hófst, samdi hann við KA. „Fyrir mér var það úrslitaatriði að fá atvinnu þar sem ég gæti sýnt mig og sannað. Það eru engir peningar í spilinu, KA-menn gátu aðeins útvegað mér atvinnu. Valsmenn gátu það ekki og engir menn tengdir félaginu í Reykjavík,“ sagði Valdimar við DV eftir félagaskiptin. Skömmu síðar hafði Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, sent KA pillu og sagt að það hlyti að vera „peningauppspretta þarna fyrir norðan.“ KA reyndi einnig að fá Jón Kristjánsson frá Val en félögin komust að samkomulagi um að aðeins annar leikmaðurinn færi til Akureyrar. Valdimar lék í tvö ár með KA og átti stóran þátt í uppgangi liðsins. Seinna tímabil hans hjá KA, 1994-95, barðist liðið við Val um stærstu tvo titlana. Valdimar og félagar í KA unnu Val í frægum bikarúrslitaleik en Valsmenn náði fram hefndum með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á KA-mönnum í oddaleik. Eftir árin tvö hjá KA fór Valdimar til Selfoss. Hann sneri svo aftur til Vals 2000. Atli í KR-búningnum. Úrklippa úr Æskunni 1. júní 1990.mynd/skjáskot af timarit.is Atli Eðvaldsson frá Genclerbirligi til KR 1990 Atli hafði aðeins leikið með Val hér á landi og varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu áður en hann fór út í atvinnumennsku. Hann sneri aftur til Vals 1988 áður en hann fór til Tyrklands. Þegar Atli kom aftur heim vorið 1990 bjuggust flestir við að hann færi aftur í Val. En landsliðsfyrirliðinn valdi KR sem hann sagði að hefði blundað í sér lengi. „Það var búið að þrýsta á mig í mörg ár. Ég geri líka oft það sem ekki er beint reiknað með,“ sagði Atli við DV eftir heimkomuna. „Mörgum Valsmönnum kann að finnast að ég sé að einhverju leyti að brjóta af mér. Ég er hins vegar ekkert einsdæmi, fleiri Valsarar hafa farið annað. Mér finnst ég búinn að skila mínu hjá Val og langar að taka þátt í einhverju nýju. Mér finnst það hvetjandi að vinna bikara með KR.“ Fyrsti leikur Atla með KR var að sjálfsögðu gegn Val á Hlíðarenda. Þar höfðu hans gömlu félagar betur, 2-1. Valur vann svo KR í vítaspyrnukeppni í endurteknum bikarúrslitaleik síðar um sumarið. Atli lék með KR í fjögur ár við góðan orðstír og var síðan maðurinn sem stýrði KR til síns fyrsta Íslandsmeistaratitils í 31 ár á aldarafmæli félagsins, 1999. Atli sneri svo reyndar aftur til Vals og þjálfaði liðið seinni hluta tímabilsins 2009. Guðjón færði sig til á Suðurnesjunum fyrir tímabilið 1994-95. Úrklippa úr Bæjarbót 30. nóvember 1994.mynd/skjáskot af timarit.is Guðjón Skúlason frá Keflavík til Grindavíkur 1994 Stórskyttan Guðjón Skúlason ákvað óvænt að skipta úr Keflavík yfir í Grindavík sumarið 1994. Guðjón var þá á hápunkti ferils síns, enn bara 27 ára gamall, og hafði unnið allt í boði með Keflavíkurliðinu þar á meðal Íslandsmeistaratitilinn þrisvar sinnum á fimm árum. Guðjón, þá lykilmaður í íslenska landsliðinu, hafði bara leikið með Keflavík frá því að hann kom fyrst inn í meistaraflokkinn sextán ára gamall fyrir utan nokkra mánuði í skóla í Bandaríkjunum. Umræða fór meðal annars í gang í fjölmiðlum um draumatilboðið sem Grindvíkingar áttu að hafa boðið Guðjóni til að skipta úr sínu uppeldisfélagi. Guðjón hjálpaði Grindavíkurliðinu að vinna bikarinn vorið eftir með því að skora 26 stig í bikaúrslitaleiknum. Grindvík tapaði hins vegar í lokaúrslitum fyrir Njarðvík. Guðjón var aðeins eitt ár í Grindavík en snéri síðan aftur í Keflavík þar sem hann var fyrirliði þegar liðið varð Íslandsmeistari 1997, 1999 og 2003. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir „Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35 Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson ákvað að yfirgefa KR og ganga í raðir Vals. Jón Arnór er uppalinn KR-ingur og ekki er langt síðan hann sagði að hann myndi aldrei spila fyrir annað félag á Íslandi. „Ég er að gera þetta á mínum forsendum, það sem mig langar til og ekki eitthvað sem aðrir ætlast til af mér. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Mig langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona,“ sagði Jón Arnór í samtali við Vísi í gær. Þetta eru langt því frá einu umdeildu félagaskiptin í íslenskri íþróttasögu. Hér fyrir neðan má lesa um önnur sláandi skipti íslenskra íþrótta. Bjarni í vinnugallanum.vísir/bára Bjarni Guðjónsson frá ÍA til KR 2008 Bjarni er langt því frá eini Skagamaðurinn sem hefur farið í vesturbæ Reykjavíkur. Skipti hans frá ÍA í KR um mitt sumar 2008 voru samt með þeim stærri. Bjarni var fyrirliði ÍA sem var í bullandi fallbaráttu. Skömmu áður hafði föður hans, Guðjóni Þórðarsyni, verið sagt upp störfum sem þjálfara ÍA. „Ég fagna því að Bjarni skuli fara í KR sem er flott félag. Raunveruleikinn í knattspyrnuheiminum í dag er sá að menn eru „signaðir“, seldir eða reknir. Þannig er það nú bara," sagði Guðjón um félagaskipti sonar síns. KR varð bikarmeistari um haustið á meðan ÍA féll. Bjarni varð mikill KR-ingur, tók við stöðu fyrirliða liðsins, varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með því og var svo ráðinn þjálfari þess 2014. Hann er núna aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR. Svarthvíta taugin er orðin talsvert sterkari en sú gula og svarta. Fyrsta myndin af Pétri í búningi KR. Úrklippa úr DV 9. febrúar 1987.mynd/skjáskot af timarit.is Pétur Pétursson frá ÍA til KR 1987 Pétur átti eftirminnilega heimkomu úr atvinnumennsku um mitt sumar 1986 en hann skoraði bæði mörk ÍA í frægum bikarúrslitaleik gegn Fram. Um veturinn söðlaði Pétur um og gekk í raðir KR. Félagaskiptin fóru ekki vel í Skagamenn sem töldu að fjárhagslegt bolmagn KR-inga hefði haft úrslitaáhrif á ákvörðun Péturs. Hann vísaði því á bug í samtali við DV. „Ég átti von á því að sögusagnir færu á kreik um eina eða aðra upphæð. Ég hef heyrt að einhverjir á Akranesi breiði það út að KR hafi borgað mér 7-8 milljónir fyrir að koma í félagið. Ég hef heyrt margar aðrar upphæðir en hlæ alltaf jafndátt þegar ég heyri þetta. Sannleikurinn er nefnilega sá að ég fékk ekki krónu frá KR-ingum.“ Fyrir nokkrum árum í útvarpsþættinum Akraborginni sagði Pétur að ÍA hefði ekki gert nógu mikið til að halda sér og því hafi hann ákveðið að róa á önnur mið. „Þá hefðu þeir átt að reyna að halda mér - eigum við ekki að segja það hreint út,“ sagði Pétur sem bauðst vinna á saumastofu á Akranesi samhliða því að spila fótbolta. „Þeir hefðu kannski getað hugsað betur um mann upp á Skaga á þessum tíma, svo maður hefði ekki farið. Það voru engar samningaviðræður í gangi upp á Skaga. Það var ekkert flókið.“ Pétur lék með KR í fimm ár og gerði liðið svo að Íslandsmeisturum sem þjálfari 2000. Hann var seinna aðstoðarþjálfari KR. Brynjar í leik með Tindastóli í DHL-höllinni.vísir/daníel Brynjar Þór Björnsson frá KR til Tindastóls 2018 Undanfarin þrjú ár hefur KR alltaf misst lykilmann til annars liðs í Domino's deild karla. Í ár fór Jón Arnór til Vals, í fyrra skipti Pavel Ermolinskij yfir til sama liðs og sumarið 2018 gekk Brynjar í raðir Tindastóls. Brynjar var fyrirliði KR sem hafði unnið Tindastól í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn þá um vorið. Hann skoraði m.a. ótrúlega sigurkörfu í leik á Króknum í úrslitaeinvíginu. Brynjar er ekki sá vinsælasti meðal andstæðinga sinna og virtist ekki vera í sérstöku uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Tindastóls, eiginlega þvert á móti. „Það verður sérstök tilfinning. Ég hugsaði að það væri svolítið skrítið að spila fyrir fólk sem hefur látið mann heyra það í mörg ár og finnst ég vera óþolandi. Ég er búinn að ræða við fólk á Króknum og það hefur ekki neinar áhyggjur af öðru en að það snúist á sveif með mér þegar ég er í þeirra liði,“ sagði Brynjar við Vísi eftir félagaskiptin. Hann lék aðeins eitt tímabil með Tindastóli áður en hann sneri aftur í KR í fyrra. Á eina tímabili Brynjars með Stólunum féllu þeir á ævintýralegan hátt út í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Eftirminnilegasti leikur Brynjars í vínrauðu treyjunni var gegn Breiðabliki í Smáranum þar sem hann setti met með því að skora sextán þriggja stiga körfur. Gunnleifur í Kópavogsslag HK og Breiðabliks í fyrra.vísir/bára Gunnleifur Gunnleifsson frá FH til Breiðabliks 2012 Gunnleifur var andlit uppgangs HK í upphafi þessarar aldar og kannski sá sem hélt rígnum milli félaganna í Kópavogi á lofti. Hann lét m.a. flúra merki HK á kálfann á sér. Það voru því fæstir sem bjuggust við því að markvörðurinn myndi ganga í raðir Breiðabliks. En það gerðist haustið 2012 þegar hann fór frá Íslandsmeisturum FH. „Ég neita því ekki að ég sé mikill HK-ingur enda mæti ég á alla leiki með HK sem ég get. Vonandi hafa HK-ingar skilning á þessari ákvörðun minni enda tók ég hana með hagsmuni mína og fjölkyldu minnar í huga,“ sagði Gunnleifur við Vísi þegar hann skrifaði undir hjá græna liðinu í Kópavogi. Hann hefur verið hjá Breiðabliki síðan 2012, er einn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins og er orðinn mikill Bliki. Hann var fyrirliði Breiðabliks um tíma og er núna varamarkvörður og aðstoðarþjálfari liðsins. Ásthildur í leik með KR á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Úrklippa úr DV 12. júlí 1993.mynd/skjáskot af timarit.is Ásthildur Helgadóttir frá Breiðabliki til KR 1992 KR vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fótbolta kvenna 1993. Það var ekki síst fyrir tilstuðlan Ásthildar sem kom til liðsins frá Breiðabliki fyrir tímabilið. Á þessum tíma spiluðu leikmenn bara með sínum liðum og félagaskipti voru fátíð. Því komu skipti Ásthildar nokkuð á óvart. Eftir tímabilið 1992 þar sem Ásthildur var valin efnilegasti leikmaður efstu deildar ákvað hún að söðla um og fara frá Íslandsmeisturum Breiðabliks og KR. Auk Ásthildar fékk KR fleiri sterka leikmenn og fyrsti Íslandsmeistaratitilinn kom í vesturbæinn í kjölfarið. Ásthildur fór aftur til Breiðabliks fyrir tímabilið 1995 og svo þaðan aftur í KR 1998. Valdimar skorar fyrir KA gegn Val í frægum bikarúrslitaleik 1995. Úrklippa úr Degi 7. febrúar 1995.mynd/skjáskot af timarit.is Valdimar Grímsson frá Val til KA 1993 Valdimar var einn af máttarstólpunum í liði Vals sem varð Íslands- og bikarmeistari 1993. Eftir tímabilið var hann í viðræðum í hollenskt félag og ÍBV vildi fá hann sem spilandi þjálfara. En í ágúst gaf Valdimar það út að hann yrði áfram hjá Val. Það stóð þó ekki lengi og í september, skömmu áður en tímabilið hófst, samdi hann við KA. „Fyrir mér var það úrslitaatriði að fá atvinnu þar sem ég gæti sýnt mig og sannað. Það eru engir peningar í spilinu, KA-menn gátu aðeins útvegað mér atvinnu. Valsmenn gátu það ekki og engir menn tengdir félaginu í Reykjavík,“ sagði Valdimar við DV eftir félagaskiptin. Skömmu síðar hafði Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, sent KA pillu og sagt að það hlyti að vera „peningauppspretta þarna fyrir norðan.“ KA reyndi einnig að fá Jón Kristjánsson frá Val en félögin komust að samkomulagi um að aðeins annar leikmaðurinn færi til Akureyrar. Valdimar lék í tvö ár með KA og átti stóran þátt í uppgangi liðsins. Seinna tímabil hans hjá KA, 1994-95, barðist liðið við Val um stærstu tvo titlana. Valdimar og félagar í KA unnu Val í frægum bikarúrslitaleik en Valsmenn náði fram hefndum með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á KA-mönnum í oddaleik. Eftir árin tvö hjá KA fór Valdimar til Selfoss. Hann sneri svo aftur til Vals 2000. Atli í KR-búningnum. Úrklippa úr Æskunni 1. júní 1990.mynd/skjáskot af timarit.is Atli Eðvaldsson frá Genclerbirligi til KR 1990 Atli hafði aðeins leikið með Val hér á landi og varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu áður en hann fór út í atvinnumennsku. Hann sneri aftur til Vals 1988 áður en hann fór til Tyrklands. Þegar Atli kom aftur heim vorið 1990 bjuggust flestir við að hann færi aftur í Val. En landsliðsfyrirliðinn valdi KR sem hann sagði að hefði blundað í sér lengi. „Það var búið að þrýsta á mig í mörg ár. Ég geri líka oft það sem ekki er beint reiknað með,“ sagði Atli við DV eftir heimkomuna. „Mörgum Valsmönnum kann að finnast að ég sé að einhverju leyti að brjóta af mér. Ég er hins vegar ekkert einsdæmi, fleiri Valsarar hafa farið annað. Mér finnst ég búinn að skila mínu hjá Val og langar að taka þátt í einhverju nýju. Mér finnst það hvetjandi að vinna bikara með KR.“ Fyrsti leikur Atla með KR var að sjálfsögðu gegn Val á Hlíðarenda. Þar höfðu hans gömlu félagar betur, 2-1. Valur vann svo KR í vítaspyrnukeppni í endurteknum bikarúrslitaleik síðar um sumarið. Atli lék með KR í fjögur ár við góðan orðstír og var síðan maðurinn sem stýrði KR til síns fyrsta Íslandsmeistaratitils í 31 ár á aldarafmæli félagsins, 1999. Atli sneri svo reyndar aftur til Vals og þjálfaði liðið seinni hluta tímabilsins 2009. Guðjón færði sig til á Suðurnesjunum fyrir tímabilið 1994-95. Úrklippa úr Bæjarbót 30. nóvember 1994.mynd/skjáskot af timarit.is Guðjón Skúlason frá Keflavík til Grindavíkur 1994 Stórskyttan Guðjón Skúlason ákvað óvænt að skipta úr Keflavík yfir í Grindavík sumarið 1994. Guðjón var þá á hápunkti ferils síns, enn bara 27 ára gamall, og hafði unnið allt í boði með Keflavíkurliðinu þar á meðal Íslandsmeistaratitilinn þrisvar sinnum á fimm árum. Guðjón, þá lykilmaður í íslenska landsliðinu, hafði bara leikið með Keflavík frá því að hann kom fyrst inn í meistaraflokkinn sextán ára gamall fyrir utan nokkra mánuði í skóla í Bandaríkjunum. Umræða fór meðal annars í gang í fjölmiðlum um draumatilboðið sem Grindvíkingar áttu að hafa boðið Guðjóni til að skipta úr sínu uppeldisfélagi. Guðjón hjálpaði Grindavíkurliðinu að vinna bikarinn vorið eftir með því að skora 26 stig í bikaúrslitaleiknum. Grindvík tapaði hins vegar í lokaúrslitum fyrir Njarðvík. Guðjón var aðeins eitt ár í Grindavík en snéri síðan aftur í Keflavík þar sem hann var fyrirliði þegar liðið varð Íslandsmeistari 1997, 1999 og 2003.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir „Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35 Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
„Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35
Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00
„Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29
Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti