Hnífaárás rétt utan við París rannsökuð sem hryðjuverk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 21:21 Mynd af vettvangi árásarinnar í gær. CHRISTOPHE PETIT TESSON/EPA Andhryðjuverkadeild lögreglunnar í París rannsakar hnífaárás sem átti sér stað í bænum Villejuif nærri París í gær. Ekki þykir útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Þetta kemur fram í frétt á vef breska ríkisútvarpsins, þar sem vitnað er í yfirlýsingu frá dómsmálaráðherra Frakklands, Nicole Belloubet. Árásarmaðurinn, sem eingöngu hefur verið nefndur sem Nathan C, stakk í gær mann til bana og særði tvo aðra, áður en lögregla kom á vettvang og skaut hann til bana. Í tilkynningu dómsmálaráðherrans kom fram að komið hafi í ljós að árásarmaðurinn hafi verið „öfgasinni,“ án þess að það sé útskýrt nánar. „Þessi nýju gögn réttlæta því að rannsóknin haldi áfram á þeim grundvelli að morðið og tilraunir til manndrápa hafi tengst hryðjuverkastarfsemi,“ segir einnig í tilkynningunni. Þá hafa yfirvöld, nánar til tekið saksóknarar í málinu, staðfest að maðurinn hafi glímt við geðræn vandamál, og hafi sætt geðrænni meðferð á spítala. Hann hafi síðast yfirgefið spítala í mái á síðasta ári, og ári síðar hafi hann hætt að taka lyf við veikindum sínum. Maðurinn sem lést í árásinni var í göngutúr með eiginkonu sinni þegar árásin varð. Bæjarstjóri Villejuif, Franck Le Bohellec, segir manninn hafa látist við að vernda eiginkonu sína, en hún særðist alvarlega í árásinni. Frakkland Tengdar fréttir Maður sem stakk vegfarendur skotinn til bana nærri París Tveir eru taldir látnir eftir að vopnaður maður stakk vegfarendur í garði í bæ nærri París í dag. 3. janúar 2020 14:37 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Sjá meira
Andhryðjuverkadeild lögreglunnar í París rannsakar hnífaárás sem átti sér stað í bænum Villejuif nærri París í gær. Ekki þykir útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Þetta kemur fram í frétt á vef breska ríkisútvarpsins, þar sem vitnað er í yfirlýsingu frá dómsmálaráðherra Frakklands, Nicole Belloubet. Árásarmaðurinn, sem eingöngu hefur verið nefndur sem Nathan C, stakk í gær mann til bana og særði tvo aðra, áður en lögregla kom á vettvang og skaut hann til bana. Í tilkynningu dómsmálaráðherrans kom fram að komið hafi í ljós að árásarmaðurinn hafi verið „öfgasinni,“ án þess að það sé útskýrt nánar. „Þessi nýju gögn réttlæta því að rannsóknin haldi áfram á þeim grundvelli að morðið og tilraunir til manndrápa hafi tengst hryðjuverkastarfsemi,“ segir einnig í tilkynningunni. Þá hafa yfirvöld, nánar til tekið saksóknarar í málinu, staðfest að maðurinn hafi glímt við geðræn vandamál, og hafi sætt geðrænni meðferð á spítala. Hann hafi síðast yfirgefið spítala í mái á síðasta ári, og ári síðar hafi hann hætt að taka lyf við veikindum sínum. Maðurinn sem lést í árásinni var í göngutúr með eiginkonu sinni þegar árásin varð. Bæjarstjóri Villejuif, Franck Le Bohellec, segir manninn hafa látist við að vernda eiginkonu sína, en hún særðist alvarlega í árásinni.
Frakkland Tengdar fréttir Maður sem stakk vegfarendur skotinn til bana nærri París Tveir eru taldir látnir eftir að vopnaður maður stakk vegfarendur í garði í bæ nærri París í dag. 3. janúar 2020 14:37 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Sjá meira
Maður sem stakk vegfarendur skotinn til bana nærri París Tveir eru taldir látnir eftir að vopnaður maður stakk vegfarendur í garði í bæ nærri París í dag. 3. janúar 2020 14:37