Átján látnir vegna gróðureldanna Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2020 10:09 Neyðarviðvaranir eru í gildi víða um landið. Vísir/EPA Sjö hafa látist síðan á mánudag í Nýju Suður-Wales í Ástralíu og nokkurra er enn saknað vegna gróðureldanna miklu sem geisa á austurströnd landsins. Á meðal hinna látnu eru faðir og sonur sem urðu eftir á heimili sínu til þess að reyna að bjarga heimili sínu, tvennt sem fannst látið í bílum á miðvikudagsmorgun og slökkviliðsmaður sem lést eftir að vindhviða velti slökkviliðsbíl hans. Alls hafa því átján látist vegna gróðureldanna í landinu en óttast er að sú tala fari hækkandi. Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa og þurftu lögreglumenn meðal annars að koma vatnsbirgðum og sjúkravörum til íbúa Mallacoota í Viktoríuríki sjóleiðis á þriðjudag þar sem lokað var fyrir umferðargötur til og frá bænum. Þó ástandið sé enn alvarlegt voru aðstæður ögn betri í dag og var hægt að opna fyrir umferð um veg í Viktoríuríki í tvær klukkustundir svo fólk gæti yfirgefið svæðið. Þá voru íbúar í bænum Sunbury hvattir til þess að yfirgefa svæðið þar sem neyðarviðvörun vegna gróðureldanna væri í gildi. Búist er við því að hitastig hækki aftur á laugardag en undanfarna daga hefur hiti farið yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum landsins. Margir vegir eru lokaðir og ekki hefur verið hægt að komast að sumum svæðum með flugi vegna eldanna. Í Sydney höfðu 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Flugeldasýningar fóru þó fram um áramótin og sagði Clover Moore, borgarstjóri Sydney, að sýningin gæfi fólki von. Fjölmörgum flugeldasýningum um landið var þó aflýst vegna eldanna. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Sjötíu nýir gróðureldar í Ástralíu Hiti fór yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Verst er ástandið í Viktoríu-ríki þar sem sjötíu nýir gróðureldar hafa kviknað. 30. desember 2019 18:30 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Sjö hafa látist síðan á mánudag í Nýju Suður-Wales í Ástralíu og nokkurra er enn saknað vegna gróðureldanna miklu sem geisa á austurströnd landsins. Á meðal hinna látnu eru faðir og sonur sem urðu eftir á heimili sínu til þess að reyna að bjarga heimili sínu, tvennt sem fannst látið í bílum á miðvikudagsmorgun og slökkviliðsmaður sem lést eftir að vindhviða velti slökkviliðsbíl hans. Alls hafa því átján látist vegna gróðureldanna í landinu en óttast er að sú tala fari hækkandi. Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa og þurftu lögreglumenn meðal annars að koma vatnsbirgðum og sjúkravörum til íbúa Mallacoota í Viktoríuríki sjóleiðis á þriðjudag þar sem lokað var fyrir umferðargötur til og frá bænum. Þó ástandið sé enn alvarlegt voru aðstæður ögn betri í dag og var hægt að opna fyrir umferð um veg í Viktoríuríki í tvær klukkustundir svo fólk gæti yfirgefið svæðið. Þá voru íbúar í bænum Sunbury hvattir til þess að yfirgefa svæðið þar sem neyðarviðvörun vegna gróðureldanna væri í gildi. Búist er við því að hitastig hækki aftur á laugardag en undanfarna daga hefur hiti farið yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum landsins. Margir vegir eru lokaðir og ekki hefur verið hægt að komast að sumum svæðum með flugi vegna eldanna. Í Sydney höfðu 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Flugeldasýningar fóru þó fram um áramótin og sagði Clover Moore, borgarstjóri Sydney, að sýningin gæfi fólki von. Fjölmörgum flugeldasýningum um landið var þó aflýst vegna eldanna.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Sjötíu nýir gróðureldar í Ástralíu Hiti fór yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Verst er ástandið í Viktoríu-ríki þar sem sjötíu nýir gróðureldar hafa kviknað. 30. desember 2019 18:30 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44
Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46
Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36
Sjötíu nýir gróðureldar í Ástralíu Hiti fór yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Verst er ástandið í Viktoríu-ríki þar sem sjötíu nýir gróðureldar hafa kviknað. 30. desember 2019 18:30