Matur

Buffalo blómkáls taco með gráðostasósu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Buffalo blómkáls taco úr smiðju Evu Laufeyjar.
Buffalo blómkáls taco úr smiðju Evu Laufeyjar. Mynd/Evalaufeykjaran.is

Matgæðingurinn og þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir heldur Taco-Tuesday hátíðlegan í hverri viku. Hér gefur hún uppskrift að girnilegu buffalo blómkáls taco með gráðostasósu. Við gefum henni orðið. 

Buffalo blómkáls taco með gráðostasósu

Fyrir 2-3

  • 1 stórt blómkál
  • 2 tsk salt
  • 1 ½  tsk pipar
  • 2 tsk paprika
  • 1 tsk hvítlaukssalt
  • Orly deig
  • Salt
  • Buffalo sósa
  • Ferskt salat
  • Tortillavefjur
  • Gráðostasósa
  • Spírur

Aðferð:

  1. Skerið blómkálið í litla bita og setjið í skál ásamt þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og blandið vel saman.
  2. Veltið blómkálsbitunum upp úr orly deiginu og uppskriftin er hér að neðan. Steikið í olíu sem þolir djúpsteikingu í örfáar mínútur á öllum hliðum þar til blómkálsbitarnir eru gullinbrúnir.
  3. Þerrið blómkálsbitana á eldhúspappír og saltið aðeins í viðbót.
  4. Hellið buffalo sósu yfir blómkálsbitana og veltið þeim upp úr sósunni, magnið fer eftir smekk.
  5. Berið fram í tortillakökum með fersku salati og ljúffengri gráðostasósu.
Taco-Tuesday!Mynd/Evalaufeykjaran.is

Orly deig:

  • 250 ml hveiti
  • 250 ml sódavatn
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 1/2 tsk salt
  • 1 tsk pipar

Aðferð:

  1. Blandið hveitinu, sódavatninu, lyftidufti, salti og pipar saman í skál og hrærið þar til deigið er silkimjúkt.

Gráðostasósa

  • 200 g sýrður rjómi
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • 100 g gráðostur
  • Salt og pipar
  • 1 tsk hunang

Aðferð:

  1. Setjið allt í skál og maukið með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél. Maukið þar til sósan verður silkimjúk, kryddið til með salti og pipar.

Tengdar fréttir








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.