Fimm Bretar smitast af Wuhan-veirunni í Frakklandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2020 16:28 Contamines-Montjoie er nærri Mont Blanc og Genf í Sviss. getty/Andia Fimm einstaklingar sem smitaðir eru af Wuhan-kórónaveirunni í Frakklandi, þar á meðal eitt barn, eru Bretar. Fimmmenningarnir smituðust af veirunni í fríi sínu í frönsku Ölpunum þar sem þeir héldu til á skíðahóteli. Smitið hefur verið rakið til annars Breta sem hafði ferðast til Singapore og svo til Frakklands þar sem hann hafði haldið til á skíðahótelinu í nokkra daga. Manneskjurnar fimm voru hluti af ellefu manna hópi sem var saman á skíðahótelinu og deildu þau tveimur íbúðum í Alpaþorpinu Contamines-Montjoie.Sjá einnig: Frakkar staðfesta fimm ný Wuhan-veiru smitYfirvöld hafa einnig gefið það út að þrír af þessum ellefu eru börn, þar á meðal það sem greint var með veiruna. Börnin höfðu varið einhverjum tíma í skólanum í þorpinu. Skólinn býður upp á frönskunámskeið og mun honum vera lokað tímabundið í næstu viku. Þetta segir Jean-Yves Grall, fulltrúi heilbrigðisyfirvalda á svæðinu. „Við hófum í gær rannsókn á ástandinu og reynum að finna út úr því hverjir gætu hafa smitast ,“ sagði Grall á blaðamannafundi og bætti því við að verið væri að skoða sérstaklega hverjir hefðu verið í nánum samskiptum við hópinn. Hann bætti því við að fimmmenningarnir sem voru greindir séu ekki þungt haldnir. Contamines-Montjoie er nærri Genf í Sviss og Mont Blanc. Bretland Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36 Konan á Kastrup reyndist ekki vera með Wuhan-veiruna Kínverska konan sem fór að finna fyrir flensueinkennum við lendingu á Kastrup-flugvelli í morgun reyndist ekki vera smituð af Wuhan-kórónaveirunni. 7. febrúar 2020 17:14 Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Fimm einstaklingar sem smitaðir eru af Wuhan-kórónaveirunni í Frakklandi, þar á meðal eitt barn, eru Bretar. Fimmmenningarnir smituðust af veirunni í fríi sínu í frönsku Ölpunum þar sem þeir héldu til á skíðahóteli. Smitið hefur verið rakið til annars Breta sem hafði ferðast til Singapore og svo til Frakklands þar sem hann hafði haldið til á skíðahótelinu í nokkra daga. Manneskjurnar fimm voru hluti af ellefu manna hópi sem var saman á skíðahótelinu og deildu þau tveimur íbúðum í Alpaþorpinu Contamines-Montjoie.Sjá einnig: Frakkar staðfesta fimm ný Wuhan-veiru smitYfirvöld hafa einnig gefið það út að þrír af þessum ellefu eru börn, þar á meðal það sem greint var með veiruna. Börnin höfðu varið einhverjum tíma í skólanum í þorpinu. Skólinn býður upp á frönskunámskeið og mun honum vera lokað tímabundið í næstu viku. Þetta segir Jean-Yves Grall, fulltrúi heilbrigðisyfirvalda á svæðinu. „Við hófum í gær rannsókn á ástandinu og reynum að finna út úr því hverjir gætu hafa smitast ,“ sagði Grall á blaðamannafundi og bætti því við að verið væri að skoða sérstaklega hverjir hefðu verið í nánum samskiptum við hópinn. Hann bætti því við að fimmmenningarnir sem voru greindir séu ekki þungt haldnir. Contamines-Montjoie er nærri Genf í Sviss og Mont Blanc.
Bretland Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36 Konan á Kastrup reyndist ekki vera með Wuhan-veiruna Kínverska konan sem fór að finna fyrir flensueinkennum við lendingu á Kastrup-flugvelli í morgun reyndist ekki vera smituð af Wuhan-kórónaveirunni. 7. febrúar 2020 17:14 Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36
Konan á Kastrup reyndist ekki vera með Wuhan-veiruna Kínverska konan sem fór að finna fyrir flensueinkennum við lendingu á Kastrup-flugvelli í morgun reyndist ekki vera smituð af Wuhan-kórónaveirunni. 7. febrúar 2020 17:14
Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01