Apple sektað fyrir að hægja á símum Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 23:38 Apple segir það hafa verið nauðsynlegt að hægja á símum þegar rafhlaðan fór að eldast. Vísir/Getty Tæknirisinn Apple hefur verið sektaður um 25 milljónir evra, sem samsvarar tæplega þremur og hálfum milljörðum íslenskra króna, af franska samkeppniseftirlitinu fyrir að hægja viljandi á eldri gerðum iPhone snjallsíma með nýjum hugbúnaðaruppfærslum. Sektin kemur til þar sem fyrirtækið er ekki sagt hafa gert viðskiptavinum sínum það nægilega ljóst að hægt hafði verið á símum þeirra.BBC greinir frá þessu en tæknirisinn hefur þó gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fyrirtækið sé búið að leysa úr sínum málum í sambandi við samkeppniseftirlitið. Þeir hafi jafnframt greitt sektina. Eigendum iPhone snjallsíma hafði lengi grunað að símar þeirra yrðu hægari með tímanum og tengdu margir það við tímann sem nýr sími væri kynntur á markaðinn. Töldu þeir það vera gert í því skyni að fá fólk til þess að kaupa nýjustu útgáfu símana í hvert skipti sem ný útgáfa kæmi út. Árið 2017 staðfesti Apple að það hægði á símum en einungis í því skyni að lengja líftíma þeirra. Rafhlöður símanna ættu erfiðara með að mæta kröfum notenda með aukinni þróun símanna og orkuþörf nýrra uppfærslna og það gæti leitt til þess að síminn færi að slökkva skyndilega á sér til þess að koma í veg fyrir skemmdir. Samkeppniseftirlitið segir neytendur ekki hafa verið upplýsta um það að ný hugbúnaðaruppfærsla gæti hægt á símum þeirra. Í samkomulagi Apple og eftirlitsins sé gerð krafa um það að fyrirtækið birti tilkynningu um það á frönsku heimasíðu sinni og hún standi þar í heilan mánuði. Apple Frakkland Tækni Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tæknirisinn Apple hefur verið sektaður um 25 milljónir evra, sem samsvarar tæplega þremur og hálfum milljörðum íslenskra króna, af franska samkeppniseftirlitinu fyrir að hægja viljandi á eldri gerðum iPhone snjallsíma með nýjum hugbúnaðaruppfærslum. Sektin kemur til þar sem fyrirtækið er ekki sagt hafa gert viðskiptavinum sínum það nægilega ljóst að hægt hafði verið á símum þeirra.BBC greinir frá þessu en tæknirisinn hefur þó gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fyrirtækið sé búið að leysa úr sínum málum í sambandi við samkeppniseftirlitið. Þeir hafi jafnframt greitt sektina. Eigendum iPhone snjallsíma hafði lengi grunað að símar þeirra yrðu hægari með tímanum og tengdu margir það við tímann sem nýr sími væri kynntur á markaðinn. Töldu þeir það vera gert í því skyni að fá fólk til þess að kaupa nýjustu útgáfu símana í hvert skipti sem ný útgáfa kæmi út. Árið 2017 staðfesti Apple að það hægði á símum en einungis í því skyni að lengja líftíma þeirra. Rafhlöður símanna ættu erfiðara með að mæta kröfum notenda með aukinni þróun símanna og orkuþörf nýrra uppfærslna og það gæti leitt til þess að síminn færi að slökkva skyndilega á sér til þess að koma í veg fyrir skemmdir. Samkeppniseftirlitið segir neytendur ekki hafa verið upplýsta um það að ný hugbúnaðaruppfærsla gæti hægt á símum þeirra. Í samkomulagi Apple og eftirlitsins sé gerð krafa um það að fyrirtækið birti tilkynningu um það á frönsku heimasíðu sinni og hún standi þar í heilan mánuði.
Apple Frakkland Tækni Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira