Lokaniðurstaða í máli Khashoggi í Sádi-Arabíu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 15:43 Ímynd Mohammeds bin Salman, krónprins, sem umbótamanns beið hnekki þegar hann var sakaður um að hafa skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Morðið hefur þó ekki skaðað náið samband hans við bandaríska ráðamenn. Í stjórnartíð Salman hafa andófsmenn verið beittir hörku. AP/Amr Nabil Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í október árið 2018. Þangað var hann kominn til að sækja gögn fyrir væntanlegt brúðkaup sitt. Á móti honum tók hópur fimmtán manna sem var sendur til Tyrklands sérstaklega vegna hans. Lík Khashoggi var bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Stjórnvöld í Ríad þrættu framan af fyrir að vita nokkuð um afdrif Khashoggi en þurftu síðar að viðurkenna að hann hefði ekki komið lifandi út af ræðisskrifstofunni. Vestrænar leyniþjónustur telja að Mohammed bin Salman, krónprins, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var í sjálfskipaðir útlegð í Bandaríkjunum og var gagnrýninni á stjórnvöld í heimalandinu. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi Sameinuðu þjóðanna, komst að þeirri niðurstöðu að nokkrir þeirra einstaklinga sem tóku á móti Khashoggi í Istanbúl hefðu unnið beint fyrir Salman krónprins. Hvorki Salman né nánustu ráðgjafar hans voru þó á meðal sakborninga í dómsmálinu vegna morðsins á Khashoggi í Sádi-Arabíu. Ellefu ónefndir Sádar voru upphaflega sakfelldir fyrir að hafa ráðið honum bana. Fimm voru dæmdir til dauða og þrír til langra fangelsisdóma fyrir að hafa hylmt yfir drápið. Dómstóllinn komst þá að þeirri niðurstöðu að morðið hefði ekki verið að yfirlögðu ráði. Það þýddi að einna sona Khashoggi, sem hefur þegið fjárbætur frá stjórnvöldum í Ríad, gat ákveðið að fjölskyldan fyrirgæfi meintum morðingjum föður síns. Því var hægt að milda refsingu þeirra sem hlutu dauðadóm. Lokaniðurstaða dómstólsins sem sádi-arabíski ríkisfjölmiðilinn greindi frá í dag var að fimm sakborninganna hlutu hámarksrefsingu, tuttugu ára fangelsisvist. Einn hlaut tíu ára dóm og tveir sjö ára dóma, að sögn AP-fréttastofunnar. Mannréttindasamtök og eftirlitsmenn hafa gagnrýnt réttarhöldin og bent á að enginn háttsettur embættismaður eða nokkur sem er grunaður um að hafa skipað fyrir um morðið hafi verið dæmdur. Óháðum fjölmiðlum var bannað að fylgjast með réttarhöldunum og fengu aðeins örfáir erlendir erindrekar, auk fjölskyldu Khashoggi, að vera viðstaddir þau. Sádi-Arabía Tyrkland Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31 Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í október árið 2018. Þangað var hann kominn til að sækja gögn fyrir væntanlegt brúðkaup sitt. Á móti honum tók hópur fimmtán manna sem var sendur til Tyrklands sérstaklega vegna hans. Lík Khashoggi var bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Stjórnvöld í Ríad þrættu framan af fyrir að vita nokkuð um afdrif Khashoggi en þurftu síðar að viðurkenna að hann hefði ekki komið lifandi út af ræðisskrifstofunni. Vestrænar leyniþjónustur telja að Mohammed bin Salman, krónprins, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var í sjálfskipaðir útlegð í Bandaríkjunum og var gagnrýninni á stjórnvöld í heimalandinu. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi Sameinuðu þjóðanna, komst að þeirri niðurstöðu að nokkrir þeirra einstaklinga sem tóku á móti Khashoggi í Istanbúl hefðu unnið beint fyrir Salman krónprins. Hvorki Salman né nánustu ráðgjafar hans voru þó á meðal sakborninga í dómsmálinu vegna morðsins á Khashoggi í Sádi-Arabíu. Ellefu ónefndir Sádar voru upphaflega sakfelldir fyrir að hafa ráðið honum bana. Fimm voru dæmdir til dauða og þrír til langra fangelsisdóma fyrir að hafa hylmt yfir drápið. Dómstóllinn komst þá að þeirri niðurstöðu að morðið hefði ekki verið að yfirlögðu ráði. Það þýddi að einna sona Khashoggi, sem hefur þegið fjárbætur frá stjórnvöldum í Ríad, gat ákveðið að fjölskyldan fyrirgæfi meintum morðingjum föður síns. Því var hægt að milda refsingu þeirra sem hlutu dauðadóm. Lokaniðurstaða dómstólsins sem sádi-arabíski ríkisfjölmiðilinn greindi frá í dag var að fimm sakborninganna hlutu hámarksrefsingu, tuttugu ára fangelsisvist. Einn hlaut tíu ára dóm og tveir sjö ára dóma, að sögn AP-fréttastofunnar. Mannréttindasamtök og eftirlitsmenn hafa gagnrýnt réttarhöldin og bent á að enginn háttsettur embættismaður eða nokkur sem er grunaður um að hafa skipað fyrir um morðið hafi verið dæmdur. Óháðum fjölmiðlum var bannað að fylgjast með réttarhöldunum og fengu aðeins örfáir erlendir erindrekar, auk fjölskyldu Khashoggi, að vera viðstaddir þau.
Sádi-Arabía Tyrkland Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31 Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31
Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24