Fátæktargildran Jón Ingi Hákonarson skrifar 21. september 2020 10:01 Ég tel að leikreglurnar séu ósanngjarnar og margt í okkar ágæta kerfi vinni gegn venjulegu, harðduglegu launafólki. Birtingarmynd stærsta vandans er sú staðreynd að ævilaun allt of margra Íslendinga duga ekki fyrir skuldlausri fasteign við starfslok. Hvernig má það vera að þegar sjötug hjón hætta á vinnumarkaði, eftir að hafa greitt fasteignina sína a.m.k. tvisvar ef ekki þrisvar til baka á lánstímanum, bíði þeirra gluggapóstur frá bankanum langt inn í ævikvöldið? Hvernig stendur á því, að í einu launahæsta landi heims, standi ævilaun venjulegs fólks ekki undir skuldlausri fasteign við starfslok? Ef við leikum okkur svolítið og berum okkur saman við Norðurlöndin og norður Evrópuríkin sést glöggt að frændur okkar þar greiða húsnæði sitt til baka einu og hálfu sinni. 60 milljón króna eign endar á lánstímanum í 90 milljónum. Hér á Íslandi hefur gilt að 60 milljón króna eign endi í 180 milljónum á lánstímanum. Í hverju liggur munurinn? Munurinn liggur í því að íslensku alþýðufólki er gert að taka lán í íslenskum krónum sem bera gífurlega háa vexti á meðan frændur okkar geta tekið lán í óverðtryggðum Evrum á mun lægri vöxtum. Það má því segja að kostnaðurinn við að halda úti krónunni sé í raun allt að helmingur mánaðarlegrar afborgunar af húsnæðisláninu þínu. Ef þú borgar 300 þúsund krónur á mánuði í afborganir af íbúðarláninu þá fara allt að 150 þúsund krónur í kostnað vegna krónunnar. Það er kannski rétt að nefna að vaxtalækkanir undanfarin misseri hafa ekki farið fram hjá greinarhöfundi. Þessi lækkun hefur haft það í för með sér að vissulega hefur greiðslubyrði nýrra lána lækkað, a.m.k. tímabundið. Þessi lækkun er þó ekki talin varanleg og því hefur Seðlabankinn varað almenning við því að óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum muni nær örugglega hækka verulega. Einnig hefur það ekki farið framhjá undirrituðum að stjórnmálamenn hafa verið iðnir í gegnum tíðina að útvega landsmönnum lengri lán, hærri veðhlutföll, 100% lán og brúarlán í stað þess að taka á rót vandans, krónunni. Krónan kostar þig jafn mikið og húsnæðið þitt. Mér finnst betri tilhugsun að hugsa sem svo að við lok starfsævinnar eigi ég skuldlaust húsnæði og andvirði fasteignarinnar á bankabókinni minni. Þessi framtíðarsýn mín er ekki framkvæmanleg með verðtryggðri íslenskri krónu. Íslenska krónan er fátæktargildra. Viðreisn vill taka upp stóra alþjóðlega mynt. Það vil ég líka. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Húsnæðismál Íslenska krónan Jón Ingi Hákonarson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Sjá meira
Ég tel að leikreglurnar séu ósanngjarnar og margt í okkar ágæta kerfi vinni gegn venjulegu, harðduglegu launafólki. Birtingarmynd stærsta vandans er sú staðreynd að ævilaun allt of margra Íslendinga duga ekki fyrir skuldlausri fasteign við starfslok. Hvernig má það vera að þegar sjötug hjón hætta á vinnumarkaði, eftir að hafa greitt fasteignina sína a.m.k. tvisvar ef ekki þrisvar til baka á lánstímanum, bíði þeirra gluggapóstur frá bankanum langt inn í ævikvöldið? Hvernig stendur á því, að í einu launahæsta landi heims, standi ævilaun venjulegs fólks ekki undir skuldlausri fasteign við starfslok? Ef við leikum okkur svolítið og berum okkur saman við Norðurlöndin og norður Evrópuríkin sést glöggt að frændur okkar þar greiða húsnæði sitt til baka einu og hálfu sinni. 60 milljón króna eign endar á lánstímanum í 90 milljónum. Hér á Íslandi hefur gilt að 60 milljón króna eign endi í 180 milljónum á lánstímanum. Í hverju liggur munurinn? Munurinn liggur í því að íslensku alþýðufólki er gert að taka lán í íslenskum krónum sem bera gífurlega háa vexti á meðan frændur okkar geta tekið lán í óverðtryggðum Evrum á mun lægri vöxtum. Það má því segja að kostnaðurinn við að halda úti krónunni sé í raun allt að helmingur mánaðarlegrar afborgunar af húsnæðisláninu þínu. Ef þú borgar 300 þúsund krónur á mánuði í afborganir af íbúðarláninu þá fara allt að 150 þúsund krónur í kostnað vegna krónunnar. Það er kannski rétt að nefna að vaxtalækkanir undanfarin misseri hafa ekki farið fram hjá greinarhöfundi. Þessi lækkun hefur haft það í för með sér að vissulega hefur greiðslubyrði nýrra lána lækkað, a.m.k. tímabundið. Þessi lækkun er þó ekki talin varanleg og því hefur Seðlabankinn varað almenning við því að óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum muni nær örugglega hækka verulega. Einnig hefur það ekki farið framhjá undirrituðum að stjórnmálamenn hafa verið iðnir í gegnum tíðina að útvega landsmönnum lengri lán, hærri veðhlutföll, 100% lán og brúarlán í stað þess að taka á rót vandans, krónunni. Krónan kostar þig jafn mikið og húsnæðið þitt. Mér finnst betri tilhugsun að hugsa sem svo að við lok starfsævinnar eigi ég skuldlaust húsnæði og andvirði fasteignarinnar á bankabókinni minni. Þessi framtíðarsýn mín er ekki framkvæmanleg með verðtryggðri íslenskri krónu. Íslenska krónan er fátæktargildra. Viðreisn vill taka upp stóra alþjóðlega mynt. Það vil ég líka. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar