GOAT tók á Þór á heimavelli Bjarni Bjarnason skrifar 22. september 2020 21:10 Í kvöld fór fram sjöunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Í fyrsta leik kvöldsins mættust úrvalsliðin GOAT og Þór. Voru leikmenn GOAT á heimavelli í viðureigninni og völdu þeir kortið Nuke. Lengi vel var vörnin (Counter Terrorist) talin sterkari hliðin í kortinu Nuke. Þrátt fyrir það hófu leikmenn GOAT leikinn kröftulega er þeir spiluð sókn (Terrorist). Með öflugri sókn tóku þeir fyrstu lotuna án þess að missa leikmann. Næsta lota féll þeim einnig í vil. Við tók þéttur varnarleikur hjá Þór og tóku þeir yfirhöndina í leiknum. Leikmenn GOAT áttu ekki svör við samstilltu liði Þórs sem var að lesa leikinn gífurlega vel. Var ReaN (Andri Þór Bjarnasson) þar fremstur í flokki Þórsara og hélt sínum mönnum við efnið. Það var ekki nema þegar GOAT settu hornin fyrir sig sem að þeir tóku lotur af Þórsurunum. Þá voru það hraðar sóknir sem að var veiki bletturinn á vörninni. Lauk fyrri hálfleik Þór 9 - 6 GOAT. Þór byrjaði seinni hálfleik af krafti og kom sér í stöðuna 11 - 6. Þá var það DOM (Daníel Örn Melstað) sem steig aldeilis upp fyrir sína menn. Hann opnaði tvær lotur í röð með því að fella tvo af leikmönnum Þórs , kom sínum mönnum í yfirtölu sem svo kláruðu lotuna. Við þetta fundu leikmenn GOAT taktinn og hófst einstaklega þéttur varnarleikur að þeirra hálfu. Þór reyndi að leika eftir hraðar sóknir GOAT úr fyrri hálfleik en þeir síðar nefndu lokuðu gífurlega vel á þær. Vikki (Viktor Gabríel Magdic) var sjóðandi heitur í hörkuspennandi leik sem að GOAT unnu að lokum. Lokastaðan var GOAT 16 - 14 Þór. Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Handbolti
Í kvöld fór fram sjöunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Í fyrsta leik kvöldsins mættust úrvalsliðin GOAT og Þór. Voru leikmenn GOAT á heimavelli í viðureigninni og völdu þeir kortið Nuke. Lengi vel var vörnin (Counter Terrorist) talin sterkari hliðin í kortinu Nuke. Þrátt fyrir það hófu leikmenn GOAT leikinn kröftulega er þeir spiluð sókn (Terrorist). Með öflugri sókn tóku þeir fyrstu lotuna án þess að missa leikmann. Næsta lota féll þeim einnig í vil. Við tók þéttur varnarleikur hjá Þór og tóku þeir yfirhöndina í leiknum. Leikmenn GOAT áttu ekki svör við samstilltu liði Þórs sem var að lesa leikinn gífurlega vel. Var ReaN (Andri Þór Bjarnasson) þar fremstur í flokki Þórsara og hélt sínum mönnum við efnið. Það var ekki nema þegar GOAT settu hornin fyrir sig sem að þeir tóku lotur af Þórsurunum. Þá voru það hraðar sóknir sem að var veiki bletturinn á vörninni. Lauk fyrri hálfleik Þór 9 - 6 GOAT. Þór byrjaði seinni hálfleik af krafti og kom sér í stöðuna 11 - 6. Þá var það DOM (Daníel Örn Melstað) sem steig aldeilis upp fyrir sína menn. Hann opnaði tvær lotur í röð með því að fella tvo af leikmönnum Þórs , kom sínum mönnum í yfirtölu sem svo kláruðu lotuna. Við þetta fundu leikmenn GOAT taktinn og hófst einstaklega þéttur varnarleikur að þeirra hálfu. Þór reyndi að leika eftir hraðar sóknir GOAT úr fyrri hálfleik en þeir síðar nefndu lokuðu gífurlega vel á þær. Vikki (Viktor Gabríel Magdic) var sjóðandi heitur í hörkuspennandi leik sem að GOAT unnu að lokum. Lokastaðan var GOAT 16 - 14 Þór.
Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Handbolti