Taldir klikkaðir fyrir að opna veitingastað í miðjum COVID faraldri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. september 2020 14:00 Brynjar Ingvarsson og Kristján Nói Sæmundsson. Aðsend mynd Framreiðslumennirnir Brynjar Ingvarsson og Kristján Nói Sæmundsson gerðu sér lítið fyrir og opnuðu veitingastað í miðju Covid. Þeir opnuðu Primo veitingastaðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis með nýjum og breyttum áherslum. Þemað hjá Primo er ítalskt með eldbökuðum pizzum, pasta, steikum, risotto, fisk og fleiru ásamt eftirréttum á borð við Tiramisu og Affogato. „Primo er ekta ítalskur veitingastaður með mikla sál. Við höfum tekið staðinn í gegn varðandi mat, drykk og þjónustu en hann er enn með gamla sjarmann sem húsið hefur upp á að bjóða. Við erum með fyrsta flokks fagmenn með okkur sem hafa unnið á veitingastöðum eins og Moss & Lava í Bláa Lóninu, Snaps, Essensia, og víðar,“ segir Kristján Nói. Primo er á tveimur hæðum en á efri hæðinni er betri stofa þar sem hægt er að setjast niður í drykki og Aperitivo sem er ítalskt heiti yfir drykki og snarl. Á efri hæðinni er svo rými fyrir allt að 60 manns sem einnig er hægt er að skipta niður fyrir 8 til 30 manna hópa. „Þetta er frábær staður til að koma og njóta þess að fara út að borða með vinum og vandamönnum, hitta vinnufélaga og viðskiptavini í heimilislegu ítölsku andrúmslofti. Einnig er kjörið að koma og fá sér veitingar fyrir til dæmis leikhús og aðra listviðburði. Í betri stofunni miðum við svolítið á svona eftirstríðsára þema og þú kemst hálfa leið til útlanda og í tímaflakk með því að kíkja þar við,“ segir Brynjar Ingvarsson. Hann segir að öllum sóttvarnarreglum sé að sjálfsögðu fylgt á Primo. Strákarnir standa sjálfir vaktina að mestu leyti og vinna stöðugt með matreiðslumönnunum, þeim Magnúsi Ólafssyni, Jóhönnu Söru Jakobsdóttur og Gunnari Þorsteinssyniað ýmsum þróunum. „Við leggjum núna aðal áherslu á kvöldin en einnig er opið í hádeginu á föstudögum~ og um helgar en þá er í boði ekta ítalskur brunch. Við byrjum bara að fikra okkur áfram með þetta en erum stöðugt að skoða hvað við getum gert meira. Í þessu árferði sem nú er telja margir okkur kannski vera alveg klikkaða að opna veitingastað en við erum viss um að Íslendingar hætta ekki að fara út að borða og hvað er betra en að koma á ekta ítalskan stað og láta fagmenn dekra við sig í mat og drykk,“ segir Kristján Nói að lokum. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Framreiðslumennirnir Brynjar Ingvarsson og Kristján Nói Sæmundsson gerðu sér lítið fyrir og opnuðu veitingastað í miðju Covid. Þeir opnuðu Primo veitingastaðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis með nýjum og breyttum áherslum. Þemað hjá Primo er ítalskt með eldbökuðum pizzum, pasta, steikum, risotto, fisk og fleiru ásamt eftirréttum á borð við Tiramisu og Affogato. „Primo er ekta ítalskur veitingastaður með mikla sál. Við höfum tekið staðinn í gegn varðandi mat, drykk og þjónustu en hann er enn með gamla sjarmann sem húsið hefur upp á að bjóða. Við erum með fyrsta flokks fagmenn með okkur sem hafa unnið á veitingastöðum eins og Moss & Lava í Bláa Lóninu, Snaps, Essensia, og víðar,“ segir Kristján Nói. Primo er á tveimur hæðum en á efri hæðinni er betri stofa þar sem hægt er að setjast niður í drykki og Aperitivo sem er ítalskt heiti yfir drykki og snarl. Á efri hæðinni er svo rými fyrir allt að 60 manns sem einnig er hægt er að skipta niður fyrir 8 til 30 manna hópa. „Þetta er frábær staður til að koma og njóta þess að fara út að borða með vinum og vandamönnum, hitta vinnufélaga og viðskiptavini í heimilislegu ítölsku andrúmslofti. Einnig er kjörið að koma og fá sér veitingar fyrir til dæmis leikhús og aðra listviðburði. Í betri stofunni miðum við svolítið á svona eftirstríðsára þema og þú kemst hálfa leið til útlanda og í tímaflakk með því að kíkja þar við,“ segir Brynjar Ingvarsson. Hann segir að öllum sóttvarnarreglum sé að sjálfsögðu fylgt á Primo. Strákarnir standa sjálfir vaktina að mestu leyti og vinna stöðugt með matreiðslumönnunum, þeim Magnúsi Ólafssyni, Jóhönnu Söru Jakobsdóttur og Gunnari Þorsteinssyniað ýmsum þróunum. „Við leggjum núna aðal áherslu á kvöldin en einnig er opið í hádeginu á föstudögum~ og um helgar en þá er í boði ekta ítalskur brunch. Við byrjum bara að fikra okkur áfram með þetta en erum stöðugt að skoða hvað við getum gert meira. Í þessu árferði sem nú er telja margir okkur kannski vera alveg klikkaða að opna veitingastað en við erum viss um að Íslendingar hætta ekki að fara út að borða og hvað er betra en að koma á ekta ítalskan stað og láta fagmenn dekra við sig í mat og drykk,“ segir Kristján Nói að lokum.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira