Voru bestir á Íslandi fyrir áratug en taka nú ekki þátt: „Leiðinleg og erfið ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2020 08:00 Stemmningin í Sláturhúsinu í Keflavík eftir að Snæfell varð Íslandsmeistari karla 2010. vísir/daníel Þær leiðu bárust í fyrrakvöld að Snæfell hefði ákveðið að draga lið sitt úr keppni í 1. deild karla í körfubolta. Tímabilið þar hefst á föstudaginn. Fyrir áratug stóð Snæfell á toppi íslenska karlakörfuboltans þegar liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar. Snæfell tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með stórsigri á Keflavík, 69-105, í oddaleik 29. apríl 2010. Snæfell varð einnig bikarmeistari 2008 og komst þrisvar sinnum í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn: 2004, 2005 og 2008. Þá varð Snæfell deildarmeistari 2004 og 2011. Hólmarar féllu úr Domino's deild karla 2017 og hafa leikið í 1. deild undanfarin þrjú ár. Í vetur teflir Snæfell hins vegar ekki fram meistaraflokki karla. „Þetta er búið að gerjast í allt sumar en því miður breyttist landslagið hjá okkur og við misstum marga íslenska leikmenn frá síðasta tímabili og fengum ekki aðra í staðinn. Við sáum okkur ekki fært að senda lið í deildina eins og staðan er núna,“ sagði Jón Þór Eyþórsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, í samtali við Vísi í gær. „Þetta er leiðinleg og erfið ákvörðun en við teljum þetta vera það besta í stöðunni.“ Eins og áður sagði hefst keppni í 1. deild karla á föstudaginn. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í samtali við Vísi í gær að aðeins níu lið yrðu í 1. deildinni í vetur. Hann staðfesti jafnframt að Snæfell fengi sekt fyrir að draga lið sitt úr keppni svona skömmu fyrir mót. Jón Þór viðurkennir að tímasetningin sé slæm. „Þetta er ekki besta tímasetningin. Það er stutt í mót en við reyndum það sem við gátum til að fá leikmenn en því miður tókst það ekki.“ Núna tekur uppbyggingarstarf hjá körfuknattleiksdeild Snæfells og vonast hún til að geta telft fram karlaliði á næsta tímabili (2021-22). „Núna er bara áfram gakk og við höldum uppbyggingunni áfram. Við gefumst ekkert upp,“ sagði Jón Þór. „Við skoðum þetta örugglega fyrir næsta tímabil. Það er alveg klárt að við gerum það. Annað væri óeðlilegt. Ef við höfum stráka til að setja lið í þá deild sem við verðum settir í skoðum við það.“ Jón Þór segir að bæjarbúar hafi sýnt ákvörðun körfuknattleiksdeildarinnar skilning. „Við höfum fengið góð viðbrögð við þessu. Öllum finnst þetta leiðinlegt en þetta er það rétta í stöðunni eins og hún er núna. Auðvitað eru einhverjir ósáttir í körfuboltahreyfingunni og við skiljum það. Tímasetningin er ekki sú besta en við reyndum,“ sagði Jón Þór. Snæfell teflir enn fram liði í Domino's deild kvenna eins og síðustu ár. Hólmarar töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni fyrir nýliðum Fjölniskvenna, 91-60. Íslenski körfuboltinn Snæfell Stykkishólmur Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Þær leiðu bárust í fyrrakvöld að Snæfell hefði ákveðið að draga lið sitt úr keppni í 1. deild karla í körfubolta. Tímabilið þar hefst á föstudaginn. Fyrir áratug stóð Snæfell á toppi íslenska karlakörfuboltans þegar liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar. Snæfell tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með stórsigri á Keflavík, 69-105, í oddaleik 29. apríl 2010. Snæfell varð einnig bikarmeistari 2008 og komst þrisvar sinnum í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn: 2004, 2005 og 2008. Þá varð Snæfell deildarmeistari 2004 og 2011. Hólmarar féllu úr Domino's deild karla 2017 og hafa leikið í 1. deild undanfarin þrjú ár. Í vetur teflir Snæfell hins vegar ekki fram meistaraflokki karla. „Þetta er búið að gerjast í allt sumar en því miður breyttist landslagið hjá okkur og við misstum marga íslenska leikmenn frá síðasta tímabili og fengum ekki aðra í staðinn. Við sáum okkur ekki fært að senda lið í deildina eins og staðan er núna,“ sagði Jón Þór Eyþórsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, í samtali við Vísi í gær. „Þetta er leiðinleg og erfið ákvörðun en við teljum þetta vera það besta í stöðunni.“ Eins og áður sagði hefst keppni í 1. deild karla á föstudaginn. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í samtali við Vísi í gær að aðeins níu lið yrðu í 1. deildinni í vetur. Hann staðfesti jafnframt að Snæfell fengi sekt fyrir að draga lið sitt úr keppni svona skömmu fyrir mót. Jón Þór viðurkennir að tímasetningin sé slæm. „Þetta er ekki besta tímasetningin. Það er stutt í mót en við reyndum það sem við gátum til að fá leikmenn en því miður tókst það ekki.“ Núna tekur uppbyggingarstarf hjá körfuknattleiksdeild Snæfells og vonast hún til að geta telft fram karlaliði á næsta tímabili (2021-22). „Núna er bara áfram gakk og við höldum uppbyggingunni áfram. Við gefumst ekkert upp,“ sagði Jón Þór. „Við skoðum þetta örugglega fyrir næsta tímabil. Það er alveg klárt að við gerum það. Annað væri óeðlilegt. Ef við höfum stráka til að setja lið í þá deild sem við verðum settir í skoðum við það.“ Jón Þór segir að bæjarbúar hafi sýnt ákvörðun körfuknattleiksdeildarinnar skilning. „Við höfum fengið góð viðbrögð við þessu. Öllum finnst þetta leiðinlegt en þetta er það rétta í stöðunni eins og hún er núna. Auðvitað eru einhverjir ósáttir í körfuboltahreyfingunni og við skiljum það. Tímasetningin er ekki sú besta en við reyndum,“ sagði Jón Þór. Snæfell teflir enn fram liði í Domino's deild kvenna eins og síðustu ár. Hólmarar töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni fyrir nýliðum Fjölniskvenna, 91-60.
Íslenski körfuboltinn Snæfell Stykkishólmur Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira