Ráðstöfunartekjur tekjulægstu hækka um tíu þúsund á mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2020 11:22 Fjárlagafrumvarp fylgir haustinu eins og svo margt fleira. Þessi mynd var tekin í haustsól í Reykjavík á dögunum. Vísir/Vilhelm Ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmlega 120 þúsund krónur á næsta ári, tíu þúsund krónur á mánuði, vegna breytinga á tekjuskatti einstaklinga með þriggja þrepa skattkerfi. Hækkun persónuafsláttar í fyrra skilar heimilunum tæpum tveimur milljörðum á ári. Þetta kemur fram í kynningu fjármálaráðherra með fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2021. „Skattar verða 34 milljörðum króna lægri á næsta ári en þeir hefðu orðið ef ekki hefðu komið til ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um skattbreytingar frá árinu 2017,“ segir í kynningunni. Sérstakar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins lækki að auki tekjur ríkissjóðs um rúmlega 17 milljarða á næsta ári og verða því skattar á árinu 2021 tæpum 52 milljörðum lægri en þeir hefðu orðið án breytinga frá árinu 2017. Tryggingagjald lækkað „Skattbreytingar síðustu ára hafa falið í sér endurskoðun á skattkerfinu með það fyrir augum að auka ráðstöfunartekjur lægri tekjuhópa, bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins og vinna að framgangi umhverfismarkmiða ríkisstjórnarinnar.“ Tryggingagjald hefur einnig verið lækkað á kjörtímabilinu og verður skattbyrði fyrirtækja átta milljörðum króna minni á næsta ári en ella hefði orðið. „Er þá ótalin fyrirhuguð tímabundin lækkun tryggingagjalds til að mæta áhrifum launahækkana samkvæmt Lífskjarasamningnum. Einnig hefur verið tvöfölduð upphæð rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja sem endurgreidd er af ríkinu.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að sú áhersla sem ríkisstjórnin hafi lagt á umhverfisvernd og á að takmarka kolefnislosun endurspeglist í endurskoðun einstakra skatta. Breytingar hjálpi eignaminni dánarbúum „Kolefnisgjald hefur hækkað markvert á kjörtímabilinu og lagður hefur verið skattur á losun flúoraðra gróðurhúsalofttegunda en um leið gefinn eftir virðisaukaskattur af kaupum á vistvænum ökutækjum, hjólum og heimahleðslustöðvum.“ Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að frítekjumark erfðafjárskatts verði hækkað en áætlað er að við það muni álögur minnka um 500 milljónir króna árið 2021 sem gagnist eignaminni dánarbúum best. „Þá er verið að leggja lokahönd á endurskoðun stofns fjármagnstekjuskatts. Að lokum er gert er ráð fyrir að nýir eða auknir skattastyrkir til að styðja við félög sem starfa í þágu almannaheilla í svokölluðum þriðja geira kosti ríkissjóð um 2,1 ma.kr.“ Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Skattar og tollar Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmlega 120 þúsund krónur á næsta ári, tíu þúsund krónur á mánuði, vegna breytinga á tekjuskatti einstaklinga með þriggja þrepa skattkerfi. Hækkun persónuafsláttar í fyrra skilar heimilunum tæpum tveimur milljörðum á ári. Þetta kemur fram í kynningu fjármálaráðherra með fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2021. „Skattar verða 34 milljörðum króna lægri á næsta ári en þeir hefðu orðið ef ekki hefðu komið til ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um skattbreytingar frá árinu 2017,“ segir í kynningunni. Sérstakar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins lækki að auki tekjur ríkissjóðs um rúmlega 17 milljarða á næsta ári og verða því skattar á árinu 2021 tæpum 52 milljörðum lægri en þeir hefðu orðið án breytinga frá árinu 2017. Tryggingagjald lækkað „Skattbreytingar síðustu ára hafa falið í sér endurskoðun á skattkerfinu með það fyrir augum að auka ráðstöfunartekjur lægri tekjuhópa, bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins og vinna að framgangi umhverfismarkmiða ríkisstjórnarinnar.“ Tryggingagjald hefur einnig verið lækkað á kjörtímabilinu og verður skattbyrði fyrirtækja átta milljörðum króna minni á næsta ári en ella hefði orðið. „Er þá ótalin fyrirhuguð tímabundin lækkun tryggingagjalds til að mæta áhrifum launahækkana samkvæmt Lífskjarasamningnum. Einnig hefur verið tvöfölduð upphæð rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja sem endurgreidd er af ríkinu.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að sú áhersla sem ríkisstjórnin hafi lagt á umhverfisvernd og á að takmarka kolefnislosun endurspeglist í endurskoðun einstakra skatta. Breytingar hjálpi eignaminni dánarbúum „Kolefnisgjald hefur hækkað markvert á kjörtímabilinu og lagður hefur verið skattur á losun flúoraðra gróðurhúsalofttegunda en um leið gefinn eftir virðisaukaskattur af kaupum á vistvænum ökutækjum, hjólum og heimahleðslustöðvum.“ Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að frítekjumark erfðafjárskatts verði hækkað en áætlað er að við það muni álögur minnka um 500 milljónir króna árið 2021 sem gagnist eignaminni dánarbúum best. „Þá er verið að leggja lokahönd á endurskoðun stofns fjármagnstekjuskatts. Að lokum er gert er ráð fyrir að nýir eða auknir skattastyrkir til að styðja við félög sem starfa í þágu almannaheilla í svokölluðum þriðja geira kosti ríkissjóð um 2,1 ma.kr.“ Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Skattar og tollar Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira