Til hamingju með daginn, þroskaþjálfar! Regína Ásvaldsdóttir skrifar 2. október 2020 09:30 Á velferðarsviði Reykjavíkurborgar erum við rík af mannauði en þar starfa fjölmargar fagstéttir svo sem félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, sálfræðingar og síðast en ekki síst þroskaþjálfar, svo fjölmennustu fagstéttirnar séu nefndar. Í dag er einmitt alþjóðadagur þroskaþjálfa og því full ástæða til að minna á hversu mikilvægur hlekkur í velferðarþjónustu þeir eru. Þroskaþjálfar vinna í íbúðakjörnum og sambýlum fyrir fatlað fólk, í hæfingartengdri starfsemi, á skammtímaheimilum fyrir fötluð börn og við ráðgjöf, meðal annars við kennara og foreldra. Ég hef oft furðað mig á því hvað störf þessarar stéttar eru lítið í opinberri umræðu en hún ber uppi afar mikilvæga velferðarþjónustu. Á meðan að á Norðurlöndunum tala ráðamenn alltaf um ,,helse og velferd” í sömu andrá og á Bretlandi ,,health and care” þá hefur hingað til ekki verið hefð fyrir því á Íslandi að tala um heilbrigðis- og velferðarmál sem einn samofinn málaflokk, sem hann svo sannarlega er. Heilsufarsvandamálum fylgir gjarnan félagslegur vandi og viðkvæmir hópar sem búa við skerta færni þurfa á báðum þessum kerfum að halda. Á tímum kórónuveirunnar hefur aldrei sem fyrr reynt á fagfólk sem vinnur við málefni fatlaðs fólks. Þegar hæfingatengd starfsemi var lokuð eða skert í fyrstu bylgju veirunnar í vetur ásamt því að kaffihús, sundlaugar og önnur afþreying var ekki í boði þá kostaði það mikið frumkvæði og seiglu hjá stjórnendum og starfsmönnum á heimilum fyrir fatlað fólk. Auk þess álags sem skapaðist við að íbúar í kjörnunum „misstu“ sín daglegu störf þá þurfti stöðugar endurskipulagningar á vöktum vegna þess hluta starfsmanna sem var í sóttkví auk þeirrar vinnu sem fólst í að viðhalda smitvörnum hjá íbúum. Í yfirstandandi bylgju kórónuveirunnar hefur ungt fólk gjarnan smitast og það er sá hópur sem vinnur meðal annars hlutastörf í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk og þar að leiðandi hefur þessi bylgja bitnað verulega á starfsemi slíkra heimila. Þegar smit kemur upp hjá íbúa þá reynir sem aldrei fyrr á útsjónarsemi og úthald stjórnenda sem í flestum tilvikum eru þroskaþjálfar. Og það er einmitt vegna þessa úthalds, seiglu, fagmennsku og helgun í starfi sem okkur hefur tekist vel sem samfélagi að vernda viðkvæma hópa. Við erum því stolt af þeim fjölmörgu þroskaþjálfum sem starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem hafa staðist með glansi eitt þyngsta álagspróf sem hefur verið lagt á stéttina í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldur. Til hamingju með daginn! Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Á velferðarsviði Reykjavíkurborgar erum við rík af mannauði en þar starfa fjölmargar fagstéttir svo sem félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, sálfræðingar og síðast en ekki síst þroskaþjálfar, svo fjölmennustu fagstéttirnar séu nefndar. Í dag er einmitt alþjóðadagur þroskaþjálfa og því full ástæða til að minna á hversu mikilvægur hlekkur í velferðarþjónustu þeir eru. Þroskaþjálfar vinna í íbúðakjörnum og sambýlum fyrir fatlað fólk, í hæfingartengdri starfsemi, á skammtímaheimilum fyrir fötluð börn og við ráðgjöf, meðal annars við kennara og foreldra. Ég hef oft furðað mig á því hvað störf þessarar stéttar eru lítið í opinberri umræðu en hún ber uppi afar mikilvæga velferðarþjónustu. Á meðan að á Norðurlöndunum tala ráðamenn alltaf um ,,helse og velferd” í sömu andrá og á Bretlandi ,,health and care” þá hefur hingað til ekki verið hefð fyrir því á Íslandi að tala um heilbrigðis- og velferðarmál sem einn samofinn málaflokk, sem hann svo sannarlega er. Heilsufarsvandamálum fylgir gjarnan félagslegur vandi og viðkvæmir hópar sem búa við skerta færni þurfa á báðum þessum kerfum að halda. Á tímum kórónuveirunnar hefur aldrei sem fyrr reynt á fagfólk sem vinnur við málefni fatlaðs fólks. Þegar hæfingatengd starfsemi var lokuð eða skert í fyrstu bylgju veirunnar í vetur ásamt því að kaffihús, sundlaugar og önnur afþreying var ekki í boði þá kostaði það mikið frumkvæði og seiglu hjá stjórnendum og starfsmönnum á heimilum fyrir fatlað fólk. Auk þess álags sem skapaðist við að íbúar í kjörnunum „misstu“ sín daglegu störf þá þurfti stöðugar endurskipulagningar á vöktum vegna þess hluta starfsmanna sem var í sóttkví auk þeirrar vinnu sem fólst í að viðhalda smitvörnum hjá íbúum. Í yfirstandandi bylgju kórónuveirunnar hefur ungt fólk gjarnan smitast og það er sá hópur sem vinnur meðal annars hlutastörf í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk og þar að leiðandi hefur þessi bylgja bitnað verulega á starfsemi slíkra heimila. Þegar smit kemur upp hjá íbúa þá reynir sem aldrei fyrr á útsjónarsemi og úthald stjórnenda sem í flestum tilvikum eru þroskaþjálfar. Og það er einmitt vegna þessa úthalds, seiglu, fagmennsku og helgun í starfi sem okkur hefur tekist vel sem samfélagi að vernda viðkvæma hópa. Við erum því stolt af þeim fjölmörgu þroskaþjálfum sem starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem hafa staðist með glansi eitt þyngsta álagspróf sem hefur verið lagt á stéttina í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldur. Til hamingju með daginn! Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun